Viðurstyggð

Ég fór í gær á tónleika á Grand Rokk, var svolítið í seinni kantinum því við Varði gleymdum tímanum við leit að kínverskum black metal, því misstum við af Númer Núll, en náðum síðara bandinu, Viðurstyggð.

Þetta var frekar skemmtilegt band fannst mér, óheflað og pönkað stelpuband. Skemmtileg uppreisn þar á ferð. Ég verð að viðurkenna fáfræði mína varðandi tvo upprunalegu meðlimi viðurstyggðar, þó ég hafi náð því í gær að sú sem spilar á gítar og syngur heitir Katla, því miður veit ég ekki hvað snótin sem lemur húðir í Viðurstyggð heitir, kannski einhver geti frætt mig um það?

Bassaleikara Viðurstyggðar kannaðist ég hinsvegar svolítið við, en hún Gunna er fyrrverandi bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút sem ég bloggaði um hér ekki alls fyrir löngu. En sagan á götunni er sú að Gunna hafi hætt í Mammút því stefna bandsins sé að breytast of mikið með tilkomu plötusamnings, umboðsmanns, og svo framvegis. Þetta getur ekki talist gott. Gunna er góður bassaleikari, og hefur þetta varla verið auðveld ákvörðun.

Það verður áhugavert að heyra hvort tónlistin hjá Mammút breytist mikið í kjölfar þessa. Hún mun pottþétt breytast, það er engin spurning, en því miður þykir mér ólíklegt að hún muni breytast til hins betra :-/

Í öðrum fréttum þá er ég að hlusta á ýmislegt þessa dagana, keypti plötuna Mineur Aggressif með Kimono og er bara mjög hrifinn af þessari dimmu, lágstemmdu plötu. Síðan tók ég mig til og fór loksins að hlusta á Hunting for Happiness með Diktu, sem er vægast sagt helvíti góð rokk plata.

Annars hef ég verið veikur eiginlega alla þessa viku og bróðurpart síðustu, og milli þess að vinna og hlusta á tónlist varla haft orku til eins né neins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hunting for happyness er frábær plata.. uppgötvaði hana um daginn :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 6.5.2006 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband