Áhrif hugbúnaðareinkaleyfa

Microsoft er einn stærsti eigandi hugbúnaðareinkaleyfa í heiminum, svo það getur ekki talist annað en kaldhæðnislegt að þeir hafi verið dæmdir til að greiða þessa formúgu í sekt fyrir að brjóta gegn einkaleyfum annara.

Nú verð ég að segja að samkvæmt minni vitund, þá er það einmitt Fraunhofer stofnunin sem á einkaleyfið fyrir MP3 hljóð umbreyti reikniritið, en þar sem að hugbúnaðareinkaleyfi eru afskaplega óljós oft á tíðum gæti vel verið að þrátt fyrir að hafa greitt þeim 16 milljón dollara fyrir að nota það reiknirit í Media Player forriti sínu, eru ótal önnur einkaleyfi sem þeir gætu hafa brotið gegn.

Vandamálið með hugbúnaðareinkaleyfi er það að þau brjóta gegn grundvallarstoð einkaleyfalaga. Þ.e.a.s. einkaleyfi er ekki hægt að veita fyrir hugmyndum eða abstrakt aðferðum, heldur einungis fyrir áþreifanlegum aðgerðum sem greinilega þarfnast mikilla rannsókna eða hugvits til að láta sér detta í hug. Vissulega geta flókin reiknirit þarfnast mikilla rannsókna og hugvits til að verða til, en þau eru að grunninum til einungis uppsetning aðgerða með einfaldri rökfræði þar sem erfitt er að draga línuna milli þess hvað er uppfinningin og hvað er stærðfræði sem hver sem er gæti uppgötvað. 

Hvað sem líður eðli reiknirita, er staðreyndin sú að ef einkaleyfi á hugbúnaði eru veitt, þá er kominn möguleikinn fyrir því að fá einkaleyfi fyrir hugmynd -- þ.e. "hugmyndinni að lesa hljóðskrá, skoða tíðni hvers tifs hljóðbylgjunnar, og sleppa því að skrifa út þær tíðnir sem mannseyrað heyrir ekki" -- einföld hugmynd ekki satt? MP3 einkaleyfið er auðvitað mun sértækara og flóknara -- sem betur fer, því annars væru "þjöppunar" reiknirit eins og OggVorbis að brjóta í bága við það. Vandamálið er að ekkert stöðvar fyrirtæki í því að sækja um (og yfirleitt fá úthlutað) svo almennum einkaleyfum.

Gott dæmi er einkaleyfið fyrir "browser plugin"; sjáanlegt hér.  En eigandi þess Eolas kærði Microsoft og fékk dæmt í skaðabætur 521 milljón bandaríkjadala. Að öllum líkindum hafði Microsoft aldrei heyrt um þetta einkaleyfi, því án efa hefði verið ódýrara að borga fyrirfram fyrir notkun þess.

Annað svipað dæmi er einkaleyfið fyrir "one click buy"; sjáanlegt hér. Amazon bókaverslunin eigandi þesskærði bókaverslunina Barnes & Noble fyrir brot gegn því, og var samið um málið utan réttar á endanum, og það fellt niður -- án efa með stórri greiðslu frá Barnes & Noble til Amazon.

Eitt af verstu dæmunum er einkaleyfi IBM fyrir "Presenting Advertising in an Interactive Service", sjáanlegt hér. Þetta einkaleyfi gæti til dæmis leyft IBM að fara í mál við Morgunblaðið (ef hugbúnaðareinkaleyfi verða viðurkennd á Íslandi) fyrir að hafa auglýsingar á vef sínum, og ef einhver trúir mér ekki, þá fóru þeir í mál við Amazon.com! Það eina sem verndar aðila eins og Morgunblaðið, er að þeir eru ekki nógu fjársterkir til að vera virði tíma risanna eins og IBM. Mál sem þessi ógna öllum efnahag internetsins.

Afhverju er þetta slæmt?

Í september á síðasta ári, var búið að úthluta yfir þrjátíu þúsund hugbúnaðareinkaleyfum í bandaríkjunum á árinu 2006. Allt stefndi í að metár yrði, sem síðast var árið 2004, en þá var yfir fjörutíu þúsund einkaleyfum á hugbúnaðaraðferðum úthlutað. Samtals fjöldi hugbúnaðareinkaleyfa í bandaríkjunum er án efa kominn vel yfir 200.000, en einungis á árunum 2004, 2005 og 2006 voru veitt í kringum 100.000 hugbúnaðareinkaleyfi.

Lang stærstur hluti þessara einkaleyfa er í höndum stórfyrirtækja sem vinna ekki mestmegnis í hugbúnaðargerð, og aðeins 6% þeirra endar í eigu fyrirtækja sem eru hugbúnaðarframleiðendur (Bessen, Hunt, 2003).

Fyrir ca. 2 árum las ég að meðal mannklukkustundirnar sem hvert einkaleyfi er skoðað áður en ákvörðun er tekin um réttmæti þess, hjá einkaleyfastofum sé 18 klukkustundir (þetta var hjá EPO eða USPTO). Og fáránleg einkaleyfi hafa verið útgefin, og tilvist þeirra ógnar sérstaklega smærri hugbúnaðarframleiðendum (og notendum!) sem í sakleysi sínu framleiða hugbúnað eftir bestu getu, án nokkurra möguleika á því að skoða þá tugi þúsunda einkaleyfa sem fyrir eru til að rata í gegnum þetta jarðsprengjusvæði upplýsingaaldarinnar sem hugbúnaðareinkaleyfi eru á góðri leið með að skapa.

Stærri fyrirtækin sem eiga meirihluta einkaleyfanna standa því afskaplega vel að vígi til að ógna smærri fyrirtækjum sem hafa ekkert gert af sér nema stritað við gerð góðs hugbúnaðar, til að gefa upp á bátinn arðbæra starfsemi sína, gegn því að sleppa undan réttarhöldum.

Allar afleiðingar þessarar þróunar er erfitt að sjá fyrir, en nú þegar höfum við séð mikið af hegðun sem virðist brjóta algerlega gegn tilgangi einkaleyfa. Fyrir þá sem hafa ekki enn lært að gagnrýna stöpla samfélagsins, þá eru einkaleyfi auðvitað ekki sjálfsagður hlutur. Einkaleyfakerfinu var komið á til að verðlauna þróun og framfarir, koma í veg fyrir iðnaðarnjósnir og arðrán uppfinningamanna, og auðvelda framleiðslufyrirtækjum að þróa nýjar, góðar vörur án þess að sérhæfa sig í rannsóknum og þróun -- heldur framleiðslu. Hugbúnaðareinkaleyfi í dag virðast alls ekki hjálpa þeim sem rannsakar og þróar hugbúnað, þvert á móti virðast þau draga úr möguleikum þess sem slíkt gerir til að athafna sig án hræðslu við lögsóknir og fjársektir. 

Þetta málefni er eiginlega of flókið fyrir mig til að rekja almennilega í einni svona bloggfærslu, hvað þá með mínatakmörkuðu þekkingu á því, en hér skulu fylgja nokkur áhugaverðar tilvísanir í þekkta menn innan tölvugeirans; 

Bill Gates (Microsoft) 1991 

Internal memo

"If people had understood how patents would be granted when most of today's ideas were invented and had taken out patents, the industry would be at a complete standstill today...The solution is patenting as much as we can. A future startup with no patents of its own will be forced to pay whatever price the giants choose to impose. That price might be high. Established companies have an interest in excluding future competitors."

Donald Knuth 2003

In a letter to the US Patent Office in 2003

"I strongly believe that the recent trend in patenting algorithms is of benefit only to a very small number of attorneys and inventors, while it is seriously harmful to the vast majority of people who want to do useful things with computers."

"When I think of the computer programs I require daily to get my own work done, I cannot help but realize that none of them would exist today if software patents had been prevalent in the 1960s and 1970s. Changing the rules now will have the effect of freezing progress at essentially its current level."

"If software patents had been commonplace in 1980, I would not have been able to create TEX"

Bruce Schneier and Niels Ferguson 2003

"We don't believe that patents serve the security community."

"In our opinion, the cost of the current patent system for the IT industry far outweighs the advantages."

John Carmack (id Software) 2005

"In the majority of cases in software, patents [affect] independent invention. Get a dozen sharp programmers together, give them all a hard problem to work on, and a bunch of them will come up with solutions that would probably be patentable, and be similar enough that the first programmer to file the patent could sue the others for patent infringement. Why should society reward that? ... The programmer that filed the patent didn't work any harder because a patent might be available, solving the problem was his job and he had to do it anyway. ... Yes, it is a legal tool that may help you against your competitors, but I'll have no part of it. It's basically mugging someone."

Oracle Corporation 1994

Submission to USPTO

"Oracle Corporation opposes the patentability of software. The Company believes that existing copyright law and available trade secret protections, as opposed to patent law, are better suited to protecting computer software developments..."

Prof. Hasso Plattner when Chair of SAP Board

"...SAP would not need patents to protect its investments and is collecting them only as a defensive weapon to prepare for litigation in the U.S..."

Pierre Haren, board director of ILOG 2001

"...The American experience of software patents is a disaster. Before imitating them we should rather try to see if they won't agree to change their system..."

Robert Barr (Cisco Systems Intellectual Property Department) 2002

"...The time and money we spend on patent filings, prosecution, and maintenance, litigation and licensing could be better spent on product development and research leading to more innovation.."

Douglas Brotz (Adobe Systems) 1994

"...I believe that software per se should not be allowed patent protection..."

Jim Warren (Autodesk) 1994

"...There is absolutely no evidence, whatsoever—not a single iota—that software patents have promoted or will promote progress..."

Mitch Kapor 1994 (Founder of Lotus 123)

"Because it is impossible to know what patent applications are in the application pipeline, it is entirely possible, even likely, to develop software which incorporates features that are the subject of another firm's patent application. Thus, there is no avoiding the risk of inadvertently finding oneself being accused of a patent infringement simply because no information was publicly available at the time which could have offered guidance of what to avoid."

Richard Stallman (GNU project) 2004

"When you are restricting what the citizens can do with their own computers that's not just an economic issue any more. That's an issue of people's rights."

Þessar tilvísanir eru stolnar af wikipedia síðunni http://en.wikipedia.org/wiki/Software_patent_debate

En ég mæli einnig með að lesa ritgerðina "An Empirical View of Software Patents", Bessen, Hunt, 2003.

Ég vona innilega að þessi hugbúnaðareinkaleyfi verði aldrei lögleg á Íslandi, og að þau verði afnumin í afganginum af heiminum. Ákvörðun bandaríska þingsins á 8. áratugnum um að höfundaréttarlög væru nóg til að vernda hugbúnaðariðnaðinn var bersýnilega rétt, og sést það glöggt með því að engin sjáanleg aukning er í rannsóknum og þróun hugbúnaðar þrátt fyrir stóraukinn fjölda einkaleyfa sl. ár. 


mbl.is Microsoft gert að greiða 1,5 milljarða dala í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Það er satt Steinn, það er ótrúlegt hvað fyrirtæki geta fengið einkaleyfi á. Maður veltir stundum fyrir sér greindarvísitölu starfsmanna á einkaleyfastofum. Ekki skal ég draga úr nauðsyn þess að menn komi í veg fyrir algjöra lokun hugbúnaðar, með því að innleiða hugbúnaðareinkaleyfi á Íslandi. En ekki get ég neitað því að opni hugbúnaðurinn hefur stundum valdið mér hugarangri. Enn hef ég þó ekki þurft að henda opnum hugbúnaði eins og ég þurfti á sínum tíma að gera við íslensku útgáfuna af Wordperfect, ritvinnsluforriti sem ég keypti dýrum dómum og var verndað af einkaleyfum í bak og fyrir. Einkaleyfi tryggja hvorki gæði vörunnar né hag neytenda. Því miður!

Sigurður G. Tómasson, 24.2.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Gaman að einhverjum fannst þessi grein áhugaverð. Þetta er málefni sem mér er mjög annt um, því það ógnar jú sérstaklega opnum hubúnaði. Einkaleyfi eru í rauninni það eina sem gæti neytt mann eins og þig pabbi, til að henda opnum hugbúnaði!

Steinn E. Sigurðarson, 24.2.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Hvernig er það með háskólamennina? Nú hafa þeir notað opinn hugbúnað í stórum stíl, eins og þú veist manna best. Hvers vegna segja þeir ekki stjórnvöldum hvernig í pottinn er búið? Eða eru það bara hagsmunir umboðsmannanna og stórfyrirtækjanna sem ráða?

Sigurður G. Tómasson, 25.2.2007 kl. 14:25

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ja, háskólar hér á landi hafa nú alls ekki verið nógu duglegir við að nota opinn og frjálsan hugbúnað. Það er hinsvegar gert mikið af því á netþjónum og þess háttar.

Hinsvegar virðist sú sókn sem hefur verið í gangi um heim allan um að virkja stjórnvöld landa til að byggja upp upplýsingatækni grunnvirki sem er sem opnast og stöðugast fyrir almenning, notandi opinn hugbúnað, hafa hrifið!

Ég vísa til færslu hjá honum Sigurðu Fjalari Jónssyni, Drög að stefnu stjórnvalda um opinn hugbúnað

Steinn E. Sigurðarson, 25.2.2007 kl. 14:43

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg kvitta þó eg geti litið lagt til mála herna ,þetta virðist bara vera fyrir lengra komna !!!En samt hefi eg gaman að lesa svona og þetta er þörf grein mjög /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.2.2007 kl. 17:54

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég hef ekki hundsvit á þessu og kvitta því eins og Halli gamli hér fyrir ofan.

Bíð þó spennt eftir næstu færslu - hef ég vit á málefninu? Mun ég geta lagt eitthvað til málanna? 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.3.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband