Mammút

Mammút - Mammút

Á fimmtudaginn fór ég á tónleika með dEUS á skemmtistaðnum Nasa. Ástæðan fyrir för minni var tvíþætt og hvorug ástæðna minna tengdist dEUS sérlega mikið, nema ef fyrir veru Mammút á þessum tónleikum má þakka smekk þeirra dEUS manna.

Ég fór að stórum hluta til að sjá Mammút, eina af mínum uppáhalds hljómsveitum síðan ég fyrst heyrði í þeim fyrir rúmu ári síðan. Hljómsveitin spilar framsækið tilraunagjarnt rokk sem getur verið svolítið pönk skotið. Mögulega vegna pönk áhrifa og stíl söngkonunnar minnir hljómsveitin mig svolítið á gamalt stöff með sykurmolunum jafnvel.

Hvað sem því líður var þessi sveit að gefa út disk að ég held hjá Smekkleysu núna á miðvikudaginn, og voru útgáfutónleikar sem ég missti af, en diskinn hef ég verið að hlusta á með mikill velþóknun, núna í þriðju umferð sinni. Sum lögin hafði ég heyrt oft áður, eins og t.d. Þeir Reyna, Gítarlagið og Miðnæturmetal, og sitja þau því mögulega betur eftir í manni en margt af hinum lögunum, en í þessari þriðju umferð hlustunar hef ég sífellt meira gaman af plötunni í heild.

Þegar ég leiði hugann að því að meðalaldur sveitarinnar er líklega í kringum 17 ár get ég ekki annað en velt því fyrir mér að þau gætu átt eftir að smíða tónlist sem mun virkilega hrista upp í veröld minni.

En aftur að plötunni, nú þegar síðasta lag plötunnar, samnefnt hljómsveitinni, Mammút ómar í eyrum mínum í þriðja sinn síðan í gær eftirmiðdag, dettur mér ekkert lag í hug sem gæti dregið þessa plötu niður, þau hafa öll eitthvað til brunns að bera, en sérstaklega eftirminnileg og skemmtileg eru hraðari lögin þeirra eins og þau sem ég nefndi hér að ofan.

Ég mæli sterklega með þessari plötu, og vona að sem flestir kaupi hana og styðji þetta unga, efnilega band til frekari stórvirkja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís

Já... algjörlega mammút er þrususveit.. Stóðu sig ótrúlega vel ég var að sjá þau í fyrsta sinn á DEUS.. .og ég hafð heyrt misgóðar sögur um þau... en I was blown away... Mjög skemmtileg ... og flott músik....

Hafdís "star to become", 8.4.2006 kl. 11:30

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, þetta er hörkuband, ég vona að það þroskist vel, en ég tel góðar líkur á því, þau voru góð fyrir 2 árum, og eru enn betri í dag :-)

Steinn E. Sigurðarson, 8.4.2006 kl. 18:10

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sammála. Skemmtileg sveit. Vona bara að þau haldi svona áfram!

Sigurður G. Tómasson, 10.4.2006 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband