Fasisminn lifir (það er satt)

Mér finnst áhugavert að fylgjast þessu máli, því loksins erum við farin að sjá fullar afleiðingar þeirra hræðilegu stjórnarfarsbreytinga sem byrjuðu að eiga sér stað í bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkanna 2001.

Ég kom til New York í janúar 2003, og flaug gegnum BWI. Þar þurfti ég (og allir aðrir!) að svara spurningum vopnaðra hermanna við hvorki meira né minna en fimm vopnaðar stöðvar eða hlið. Spurningar sem við ljóshærðu, bláeygðu, íslensku bræðurnir þurftum að svara voru á borð við:

"What is your business in the United States?"

"Have you ever travelled to the Middle east?" 

"Do you know anyone from the Middle east?"

"Have you ever engaged in any criminal or terrorist activity?"

"Where will you be staying in the United States?"

 

Og svo framvegis, og yfirleitt spurt frekar útí svörin. Mér fannst þarna koma í ljós hvað neoconarnir hafa unnið hörðum höndum að síðastliðin 20 ár, ekki síst þegar kemur að sannfæringu almennings um nauðsyn þess. Samfélag þar sem þarfir yfirvaldsins ganga fyrir þarfir samfélagsins eða einstaklingsins. Völd í krafti vopna. Fasisma.

Greinilegt að þessir fasistar svífast einskis m.a. gagnvart vinveittum þjóðum þeirra, en mikið ofboðslega sterkt ofsóknarbeinhljóta þeir að hafa ef þeim finnst fullorðnar íslenskar konur vera orðnar ógn við öryggi bandaríkjanna!?

Afrek þeirra, að leyna óhugnalegum aðferðum sínum, svona vel, svona lengi, og halda eigin þjóð í þeirri trú að þeir séu riddarar réttlætisins og berjist gegn fasisma og óréttlæti hvarvetna í heiminum, eins mikið og lengi og þeir hafa (og lifið í engri blekkingu, þó svo við sjáum þá í dimmu ljósi nú m.v. fyrir 5-6 árum, þá er engin spurning að afskaplega miklu er enn sópað undir mottuna!) -- það afrek er fálkaorða fjölmiðlanna.


mbl.is Harma meðferðina á Erlu Ósk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Alveg ægilegur þessi fasismi.  Að þurfa að svara einföldum spurningum.  Hræðilegt!!!

Ég bý í Bandaríkjunum og skrapp til Íslands um páskana 2002.  Ég fór í gegnum BWI og sá hreint ekkert þessu líkt.  Engir vopnaðir hermenn.  Þaðan af síður spurningar vopnaðra hermanna við vopnuð hlið.  Enn síður fimm slík.

Ég hef heldur ekki nokkurn tíma séð neitt líkt þessari lýsingu í ferðum mínum í gegnum BWI síðan þá.

Kristján Magnús Arason, 19.12.2007 kl. 16:32

2 identicon

Já því miður virðist það alltaf vera þannig að stjórnmálamenn misnota slæm tímabil til þess að réttlæta meiri völd, svona eins og þegar Þjóðverjar leyfðu Hitler að verða einráða. En Bandaríska þjóðin verður að bera einhverja ábyrgð en ekki bara pólitíkusarnir, meirihluti þjóðarinnar var fylgjandi þessum breytingum allavega til að byrja með. En sem betur fer held ég að hún sé að fara að slaka á,  ég hef trú á því að á árunum 2010-2015 verði hún orðin svipuð og árið 2000. En ef sambærileg eða verri áras en 9/11 heppnast í millitíðinni þá getum við gleymt því.

Geiri (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

í 27 ár hefi eg farið til USA og alltaf þessi sami spurningarlisti/en siðan 2003 hefur þetta versnað mikið,og maður fer að gefast upp, ef ekkert skánar þarna/en það hlýtur að ske núna eftir næstu kosningar,þegar og ef þessi Bush stjórn fer frá/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.12.2007 kl. 17:32

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Kristján: ho ho ho, já ægilegur alveg!

En þetta er vonandi að breytast til betri vegar, það er engin spurning að almenningur í bandaríkjunum hefur önnur viðhorf gagnvart stefnu stjórnvalda þar, en fyrir þremur, eða sjö árum. Það er hinsvegar ógnvekjandi hvað er hægt að manipulera heilli þjóð, ekki ósvipað því sem gerðist í þýskalandi áratuginn sem leiddi upp að seinni heimsstyrjöld, þó vissulega af vægari gráðu enda upplýsingaflæði í dag margfalt m.v. fyrripart síðustu aldar.

Ég hef annars farið til bandaríkjanna bæði fyrir og eftir þessa ferð sem ég minntist á í blogginu hér að ofan -- í hvorugt skipti lenti ég í svona viðamiklum spurningum (ég skrifaði nú bara handfylli sem ég man, enda tæp 5 ár síðan) eins og í janúar 2003, né þá heldur þurfti ég að svara þeim jafnoft, enda ekki þessar fimm vopnuðu stöðvar.

Ég held að þetta hafi verið tímabundin rassía þarna 2003 á BWI, mögulega einhverskonar æfingar. Ég minntist hinsvegar á þetta, því mér finnst hálf táknrænt fyrir ofsóknaræði stjórnvalda, hvað mikilli orku er eytt í að áreita saklaust fólk -- tilhneyging sem við sáum bera ógnvekjandi ávöxt í meðferð þeirra á Erlu Ósk.

Heimsbyggðin á ekki bara að sitja og þegja þegar "land hina hugrökku og frjálsu" hagar sér svona, land sem var fyrir örfáum árum í farabroddi hins vestræna heims, efnahagslega, hugmyndafræðilega, og átti hylli meirihluta almennings. Ég ætla a.m.k. ekki að sitja og þegja, sama hvað Kristjánar Magnúsar heimsins segja (excuse the pun Kristján, er ekki að véfengja þína góðu reynslu, sem því miður hefur ekki verið margra annara).

Steinn E. Sigurðarson, 20.12.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband