Úlfur úlfur?

Undanfarna mánuði hefur mikil umræða geysað um kjarnorkunotkun, og þá helst auðgun úrans, Írana. Í stuttu máli sagt (fyrir þá sem hafa búið undir hraunhellu) þá vilja Íranar meina að auðgun þeirra á úrani sé einungis til notkunar í kjarnorkuver, en sumar aðrar þjóðir, bandaríkjamenn fremstir í flokki, hafa lýst yfir áhyggjum sínum um að búi Íranar yfir auðguðu úrani gætu þeir (og muni líklega) notað það til framleiðslu kjarnorkuvopna.

Allir eru líklega á eitt sáttir um að kjarnorkuvopn í höndum fleiri þjóða en hafa þau nú þegar sé ekki heiminum fyrir bestu, en hinsvegar eftir nýlega reynslu okkar af Írak, þar sem engin gjöreyðingarvopn var að finna, þrátt fyrir ótta og sannanir bandaríkjamanna þá eru margir, ég þar á meðal, skeptískir á að hlusta á bandaríkin nú, þegar þeir vilja banna Írönum að auðga úran.

Að sjálfsögðu vill enginn fleiri kjarnavopn, en sum okkar hugsa með sér, ja, kannski er í lagi að íranskt fólk fái að njóta rafmagns eins og við hin?

Þessi frétt sem ég tengi færsluna við hinsvegar gefur til kynna að fundist hafi leifar af "mjög auðguðu" úrani, leikmaðurinn ég les þetta sem úran auðgað meira en svo að það nýtist eingöngu til raforkuvinnslu. Kannski hafa bandaríkjamenn rétt fyrir sér að vera hræddir? Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran hefur nú oft lýst því yfir að þurrka eigi Ísrael af yfirborði jarðar t.d.?

Ég veit satt best að segja ekki hvað skal halda, fátt vildi ég heitar en að gjörvallur heimurinn hætti að líða fyrir handónýta utanríkisstefnu bandaríkjanna sem allt frá því fyrir síðari heimsstyrjöld virðist hafa einkennst að of stórum hluta af hagsmunum einkafyrirtækja. Ef sú breyting yrði á að bandaríkjunum yrði stýrt með það hugarfar að sameina heiminn frekar en að halda honum eins óbreyttum, þá kannski myndi ég hætta að sjá eitthvað líkt með bandaríkjunum og stráknum sem hrópaði Úlfur úlfur!

 


mbl.is Leifar af mjög auðguðu úrani fundust í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér varðandi BNA. Sjálfir hafa þeir staðið í því guð-veit-hvað-lengi að eiga hættulegri kjarnorkuvopn en tækni annarra landa býður uppá.

Þó ég sé eindregið á móti kjarnorku og tel að frekar eigi að eyða peningum í að finna annan orkukost, þá er ég ennþá meira á móti BNA.

Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 18:13

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ja, ég persónulega er ekkert á móti kjarnorku, það er ein besta orkulind sem mannkynið hefur uppgötvað, þó varlega megi fara með hana.

Bandaríkin standa ekki fremst hvað varðar hátækni kjarnavopna sinna, en frakkar eiga háþróuðust kjarnavopn heims. Það er svo aftur annað mál að bandaríkjamenn eiga líklega mest af kjarnavopnum.

Steinn E. Sigurðarson, 12.5.2006 kl. 20:53

3 identicon

Úlfur úlfur indeed. Það veit ekki á gott að treysta Bush fyrir öðru stríði.

http://www.thenation.com/docprint.mhtml%3fi=20060130&s=holtzman

Hallgrímur H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband