Lalli Johns er stálheiðarlegur í því sem skiptir máli!

Félagi minn sagði mér sögu af kynnum sínum við hann Lalla, en þannig var mál með vexti að Lalli bað hann um sígarettu á förnum vegi, og félagi minn varð auðvitað við þeirri ósk mannsins, og lítið meira um það að segja.

Þar til einhverjum dögum (eða vikum?) síðar, er félagi minn sitjandi á bekk og sér hvar Lalli gengur framhjá haldandi á sjónvarpi eða tölvuskjá, svo hann kallar til hans "Varstu að fá þér sjónvarp Lalli?".

Samkvæmt sögunni leit Lalli á stráksa, og virtist glaður í bragði að hitta hann aftur, lagði frá sér skjáinn, gekk til hans og rétti honum pakka af rauðum marlboro, og sagði "ég skuldaði þér sígarettu var það ekki?".

Ég man ekki hvort það fylgdi sögunni neitt hvað varð af þessum skjá, en það skiptir svo sem ekki máli.

Önnur er sagan þegar hann Varði félagi minn hafði gleymt að læsa bílnum sínum meðan á æfingu fyrir Airwaves sl. stóð, og úr bílnum var stolið bakpoka, sem innihélt utanáliggjandi harðan disk. Á harða disknum voru nokkur tónverk hans Varða og því afskaplega mikill missir að honum.

Varði hringir á lögregluna og tilkynnir þjófnaðinn -- tæpum hálftíma síðar er bakpokinn fundinn, og ekkert vantar. Lalli hafði tekið hann af einhverri stelpukind sem honum fannst greinilegt að hafði stolið honum, og skilaði honum til lögreglunnar. (Ef ég man rétt -- ég man amk að þetta kvöld vorum við Varði báðir í þeim hugleiðingum að við skulduðum honum Lalla eins og einn bjór fyrir góðverkið!).

Ég hef ekki einu sinni séð myndina sem var gerð um hann, en af þessum kynnum get ég ekki annað sagt en þessi maður sé vænsta sál, og myndi aldrei gera aumum illt! 


mbl.is Öryrkjabandalagið kærir auglýsingar með Lalla Johns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Svolítið skökk mynd, er Lalli þá ekki að vinna fyrir sér á heiðarlegan máta með því að leika í auglýsingu, en við vitum jú að þeir borgar illa í þessum bransa svo það er spurning hver er að ræna hvern!

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 07:42

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, ég veit ekki -- hef ekki séð umrædda auglýsingu, vildi bara koma því á framfæri að Lalli er mesta gæðablóð skv. því sem ég heyrt eða kynnst ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 23.5.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er verið að framfylgja rettlæti með þvi að banna að aulysa hvernig koma má i veg fyrir inbrot og þjófnað/Jafnvel Lalli hefur sinn rett,hefur ekki verið sviftur mannrettindum nema timabundið/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.5.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband