Gervi kapítalisminn dreginn í dagsljósið enn og aftur

Ég er ekki sérfræðingur í heimsspeki kapítalismans, en mér skilst mjög oft á þeim sem aðhyllast þessa hugmyndafræði að hjarta hennar sé frjáls samkeppni og markaður. Bandaríkin eiga víst að vera skínandi dæmi um hvað kapítalisminn er frábær -- fyrirtæki keppast um hylli neytenda, og verða að gera vel til að græða, og neytandinn græðir (vonandi) á þessari keppni. Þessi keppni er það sem "tryggir" hag almennings -- fyrirtæki sem gerir vel við fólk kemst af, það sem gerir illa, kemst ekki af. Þetta flokkast líklega undir eitt mikilvægasta markaðslögmálið.

Eini vandinn er sýnist mér að þegar miklir peningar eru í spilinu, þá breytast aðstæður -- stór fyrirtæki finna allskyns leiðir til að komast hjá þessari bölvuðu samkeppni og öllu því veseni sem fylgir að gera vel við neytendur, því þannig græða þau meira!

Þessi fyrrnefndi "eini vandi" endurspeglast sérstaklega vel í því hvernig Bandarísk stjórnvöld virðast einungis slapplega uppstrengdur leiksoppur þeirra sem eiga peningana. Núna mun það kannski ekki bitna "beinlínis" á neytendum, heldur smærri samkeppnisaðilum, sem geta ekki keypt sér eins og nokkra stjórnmálamenn til að sleppa sér undan samkeppni!

Bandarísk stjórnvöld = drulla 

(já, ég veit að ansi mörg stjórnvöld mætti flokka svona..) 


mbl.is Bandarísk stjórnvöld áfrýja úrskurði um prófanir einkaaðila á kúariðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sannleikanum verður hver  sáreiðastur/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er ótrúlegt hvað hagsmunir fárra auðmanna eru metnir meira en fjöldans.  Það eru ótal dæmi um fæðu sem er skaðleg heilsu fólks en litið er framhjá skaðsemi hennar og jafnvel haldið fram að hún sé holl og vitnað í skýrslur sem framleiðendur leggja fram þó óháðir aðilar segja allt annað.

Ester Sveinbjarnardóttir, 31.5.2007 kl. 00:52

3 Smámynd: Þarfagreinir

Það væri gaman að fá að heyra rökin fyrir þessu banni - engin slík fylgja með fréttinni, en vafalítið eru þau einhver. Efa þó að þau séu vitræn ...

Þarfagreinir, 31.5.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband