Súpa seyðið af lokun Kristjaníu

Síðan Kristjaníu var lokað hafa ný svæði tekið við í Kaupmannahöfn sem sölusvæði eiturlyfja. Þessi nýju svæði eru stærri, fleiri og því miður oft í grennd við skóla eða unglingamiðstöðvar. Það versta í stöðunni er einnig að á meðan greinilega ríkti einhverskonar friður, eða sátt, í undirheimum köben um yfirráð Kristjaníu þá virðist engin sátt ríkja um þessi nýju svæði og þessar skotárásir eru bardagar í stríði milli glæpagengja sem berjast um yfirráð eiturlyfjasölu í borginni allri.

mbl.is Maður skotinn til bana í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki alveg rétt hjá þér að það sé búið að loka Kristaniu, hún er á sínum stað í óbreyttri mynd þrátt fyrir, dönsk yfirvöld segjast hafa lokað Pusher street, en Stína er óbreytt í sinni mynd með sína hass sölubása..

Það er að vísu í gangi gengja stríð á milli H.A og Annarar kynslóðar innflytjenda, sem eru að berjast um yfirráð á mörkuðum með harðari efni.

AA íbúi í köben

AA (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

Það vissi það hver sem vildi sjá að til að byrja með færi öll sala á hinum mjúku fíkniefnum fara í hendurnar á erlendum gengjum.. fyrst til istergade en svo enn dýpra niður í kima borgarinnar..en það virðist vera stefna regluverkssinnanna að skapa ringulreið til að auka verndarþörf borgaranna/minnka réttindi þeirra. 

Hinrik Þór

Hinrik Þór Svavarsson, 28.2.2009 kl. 10:20

3 identicon

Þetta hefur bara ekkert með Kristjaníu að gera, þar geta menn keypt hass eins og alltaf. Nei þetta er ótakmarkaður innflutningur af fólki sem ekki vill aðlagast að Dönsku þjóðfélagi sem veldur þessu. Ef að maður skoðar þessi mál nánar þá er í 70 % tilvika um fólk af erlendum uppruna að ræða. Þetta eiga Íslendingar eftir að sjá innan fárra ára ef ekki fyrr því að þeir eru að flytja inn allra þjóða kvikindi sem ekki eiga eftir að aðlagast þjóðfélaginu.

P:S: Ég bý í Danmörku

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Áhugavert innleg Gunnar, ég hinsvegar bjó einnig í Danmörku fyrir rúmum áratug, og þá voru svona skotbardagar afar sjaldgæfar. Meirihluta innflytjendavandræða Danmerkur má rekja til 2. kynslóðar innflytjenda sem fluttust til danmerkur á 8. og 9. áratug síðustu aldar, sérstaklega eftir setningu Udlændingeloven. Mér finnst afar "undarleg tilviljun" ef þetta fólk verður skyndilega svona byssuglatt þegar líða fer á núlíðandi áratug. Ég einfaldlega kaupi það ekki sem skýringu.

Steinn E. Sigurðarson, 28.2.2009 kl. 14:48

5 identicon

Þú getur keypt það sem þú vilt en þetta er bara staðreynd, maður les um þessi vandamál í fjölmiðlum daglega. Hitt er svo annað mál að það sem er að gerast í augnablikininu er að þessar innflytjenda glæpaklíkur eru farnar að taka markað frá meðal annars Hells Angels og það eru menn ekki sáttir við á þeim bæ. Þetta er manni allavega sagt í fréttum. Ef þú lest einhverja danska fjölmiðla í dag muntu sjá að því miður eru þessir afkomendur innflytjenda í stórum meirihluta þegar talað er um glæpi í Danmörku. Og tölulega séð þá eru ca´10 % íbúa Danmerkur af erlendu bergi brotnir en standa fyrir 70 % af öllum glæpum í landinu. Og þetta eru opinberar tölur. Og taktu eftir að ég segi af erlendu bergi brotnir og það eru ekki endilega 2. kynslóðar innflytjendur.

Gunnar (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 15:28

6 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Gunnar, ég er ekki að neita því að gengi sem samanstandi mest af innflytjendum séu viðriðin þessa bardaga, alls ekki. Í mínum huga skiptir hinsvegar engu máli hverjir standa að þessu, hvort það eru danir (Hell's Angels t.d.) eða innflytjendur, eða einhverjir aðrir. Svona ástand skapast ekki uppúr þurru, enda er búið að vera talsvert um innflytjendur í Danmörku í áratugi. Danskir fjölmiðlar einblína kannski of mikið á þjóðerni fólks, og fann ég það vel á þeim tíma sem ég bjó í Danmörku að fréttir af innflytjendum fremjandi glæpi, þær selja -- sorglegt en satt.

Það er hinsvegar enn sorglegra ef fólk vill halda að þetta ástand sem nú ríki sé einfaldlega "innflytjendunum að kenna". Mér finnst það þröngsýn og fáránleg lausn. Fólk frá öðrum löndum er ekki ofbeldishneygðara að eðlisfari en við eða Danir.

Steinn E. Sigurðarson, 28.2.2009 kl. 18:30

7 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

AA íbúi: áhugavert að athugasemdin þín birtist efst, ég veit ekki betur en hún sé nýskráð?

En já, ef það sem þú segir er satt, þá er kenning mín röng. Hinsvegar grunar mig að það hafi alls ekki bara verið selt hass í Kristjaníu, er öll sala kannski enn í fullum gangi þar?

Steinn E. Sigurðarson, 28.2.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband