Pacino boðinn í partýið?

Þetta finnst mér alveg magnað, eftir að hafa framleitt þetta hrikalega Ocean's 12 flopp, sem var líklega ekkert nema afsökun til að leyfa hollywood stjörnum að hanga saman við miðjarðarhafið í nokkra mánuði, þá vilja einhverjir borga undir Ocean's 13.

Frábært Steven Soderbergh og co, endilega haldið nokkura mánaða partý þar sem hrekkir stjarnanna geta birst undir Fólk á mbl.is, en ekki pína okkur með öðrum eins ósöltuðum hafragraut og Ocean's 12 var.


mbl.is Pacino mun leika í Ocean´s 13
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já vá þvílíka ruglið
i þessu hollywood liði ,al pacino er náttúrulega löngu búinn að gera í buxurnar greyið (synd) og Steven Soderbergh var alveg að gera fína hluti áður en Ocean's 11 kom út. Hann var að gerði flottar myndir eins og Out of Sight ,Traffic og The Limey hún var snilld. Maður er bara algjörlega kominn með ógeð á 93,9% af öllu sem kemur frá Hollywood ! já sem betur fer er ég forfallinn aðdáandi austurlenska kvikmynda ójá allt að gerast í asíu vinir :) enda gerir kaninn ekkert annað en að endurgera japanskar og kóreskar myndir .hmmm

BuBBi (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 22:28

2 Smámynd: Sigrún

úff þessir kanar eru svo heimskir eitthvað (allavega ansi oft hehe) !! fyrsta myndin var góð - önnur mynd ÖMURLEG .. hvernig verður sú þriðja!! rugl rugl rugl og aftur rugl! þessir lúðar hafa greinilega aldrei heyrt um að hætta á TOPPNUM!!! þeir eru líka að búa til Mission Impossible 3 !! úff segi ég bara!

spái því að ocean13 verði algjört hollywoodKLÚÐUR!

Sigrún, 28.4.2006 kl. 01:37

3 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Heat var fokking awesome, ein rosalegasta mynd bara.

Ekki vera að þessu nöldri ;) Billjón af myndum sem koma út á ári hverju .. maður verður bara að fara með mismunandi hugarfari á myndir og gera sér grein fyrir því hvernig mynd maður er að fara glápa á. Ferð ekkert á Mission Impossible 3 og býst við hjartahitandi ástardrama .. nei kaupir þér popp og kók og horfir á sprengingarnar :D

Allaveganna er ég svo rosalega líbó gaur að ég get horft á næstum allar bíómyndir til enda .. hafði allaveganna af að horfa á The Fog remeikið .. og hún er afburðarslök :)

Ólafur N. Sigurðsson, 28.4.2006 kl. 03:38

4 identicon

Heat (og Michael Mann) er í miklu uppáhaldi hjá mér. Næsta verk hans er myndin Miami Vice. Spurning hvernig það mun heppnast.

Hallgrímur H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 10:14

5 identicon

Ég er mjög psenntur fyrir Miami Vice. Var einmitt að horfa aftur á Heat í dag.

Mér fannst Ocean's 11 alveg frábær mynd. Bara hrein skemmtun. Ocean's 12 var algjör stefnulaus lognmolla (með einstaka atriðum sem voru ágæt), og ég botna ekkert í því hvernig þeim datt í hug að mynda þetta handrit. Það er spurning hvort Ocean's 13 sé tilraun til að blása vindi í seglin á ný, eða hvort hún sé einungis gróðavon án nokkurs metnaðs.

Örn Arnarson (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 21:41

6 identicon

* metnaðar, afsakið

Örn Arnarson (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 21:43

7 identicon

Held að Michael Mann eigi eftir að gera í brækurnar með miami vice! þetta er bara Bad boys með svörtum og hvítum. Er samt sammála halla að michael Mann er búinn að gera margar mjög fínar myndir en mér líst ekkert á þessa.

BuBBi (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband