20.2.2007 | 07:25
Þekking stjórnmálamanna á upplýsingatækni?
Samfélagið hefur breyst mjög hratt, og kannski sérstaklega síðustu 10 ár. Nýverið voru einmitt 10 ár síðan ég "varð háður" internetinu, þeim óendanlegu möguleikum í upplýsingaöflun og samskiptum sem það opnaði mér aðgengi að. Ég er forritari, með sérstaklega mikla reynslu af þróun fyrir netið, og mjög sterkar skoðanir á því hvernig þarf að viðhalda því frelsi sem tölvur og internetið geta veitt fólki.
Í gegnum árin hef ég rekið mig á ýmislegt áhugavert í tengslum við stjórnmál og upplýsingatækni. Allt frá því þegar ég skrifaði "skuldateljarann" fyrir framboð sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur árið 2002, í skiptum fyrir kassa af bjór ef ég man rétt, fram til þess þegar ég gat ekki sett inn comment á færslu á vefsíðu Róberts Marshall, því skv. síðunni svaraði ég ekki "öryggisspurningunni", sem snýst um að reikna eitthvað -- og annaðhvort hefur grunnskólinn brugðist mér og 13+4 er ekki 17, og 0+56 er ekki 56, eða þá síðan styður ekki vafrann Safari, sem ég nota, eins og margir, á Apple PowerBook vélinni minni.
Nú er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að stjórnmálamenn séu sérfræðingar í öllu, og upplýsingatækni er auðvitað frekar esóterískt svið þekkingar, sem nýtist kannski ekki í stjórnsýslu almennt? Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum gjörsamlega furðað mig á vanefnum stjórnmálaflokkanna sem ég hef hallast frekar til, til að vega og meta kosti og galla hugbúnaðar, eða hugbúnaðarstefna.
Ath. nú mun færslan mín taka skarpa beygju í átt að umræðunni um frjálsan hugbúnað, en fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira um hann mæli ég með vefsíðu RGLUG, fyrirtækis míns, ODG ehf, eða hins nýstofnaða fyrirtækis 1984, sem ég er mjög ánægður með :-)
Til dæmis má nefna að vefsíðurnar www.xs.is og www.vg.is, eru báðar keyrandi á Microsoft IIS vefþjóni, notandi líklega eingöngu lokaðan, ófrjálsan (fjötraðan?) hugbúnað, sem krefst árlegra leyfisgjalda, osfrv. Á meðan að t.d. vefsíða SUS, www.sus.is, keyrir á frjálsum hugbúnaði (Linux, Apache..).
En þetta eru kannski smáatriði. Smávægilegar, en forvitnilegar, upplýsingatæknilegar staðreyndir sem virðast stinga örlítið í stúf við stefnu a.m.k. vinstriflokkana -- en smáatriði engu að síður.
Meira máli skiptir kannski þegar stjórnvöld taka ákvarðanir fyrir þegna sína, í tengslum við upplýsingatækni, sem hafa afdrifaríkar fjárhagslegar afleiðingar fyrir alla sem að máli koma. Til dæmis með því að ákveða að nota lokuð og ófrjáls snið fyrir gögn í opinberum tilgangi (t.d. ef fólk þarf að skila opinberum gögnum á "doc" eða "xls" sniðum -- sem eru lokuð snið í eigu Microsoft).
Eitt versta dæmið sem ég man eftir, þar sem þekkingarskortur stjórnvalda á upplýsingatækni á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar, er þegar Reykjavíkurborg gerði samning við ameríska fyrirtækið Blackboard, um kennslukerfi fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Samstarfsmaður minn, Sigurður Fjalar fjallar vel um málið á vefsíðu sinni -- og kallar m.a. þessa ákvörðun "mestu vonbrigði ársins á innlendum vettvangi".
Ég vil nú geta þess að ég hef auðvitað hagsmuna að gæta í þessum efnum, en fyrirtækið mitt ODG ehf, sérhæfir sig m.a. í Moodle uppsetningum.
Hinsvegar finnst mér samt afskaplega áhugavert hvernig staðið var að þessu vali -- en skv. svörum Sigþórs Arnars Guðmundssonar, þá voru í raun bara kerfin "WebCD" (ég reikna með að átt sé við WebCT, sem er nú í eigu Blackboard Inc.) og Blackboard -- engin frjáls kerfi komu til greina, og engin almennileg svör hafa borist frá Reykjavíkurborg.
Þetta var kannski dálítið víð og breið færsla hjá mér, en spurningin sem vaknar óneitanlega er hvenær þekking stjórnmálamanna á upplýsingatækni fer að vega nógu þungt til að svona ákvarðanir verði ekki teknar án útskýringa og raka? Sjálfum finnst mér þessi vanþekking sem virðist vera algeng í dag skiptast milli þess að vera skondin, þreytandi, sorgleg og hreint út sagt ergjandi.
Í gegnum árin hef ég rekið mig á ýmislegt áhugavert í tengslum við stjórnmál og upplýsingatækni. Allt frá því þegar ég skrifaði "skuldateljarann" fyrir framboð sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur árið 2002, í skiptum fyrir kassa af bjór ef ég man rétt, fram til þess þegar ég gat ekki sett inn comment á færslu á vefsíðu Róberts Marshall, því skv. síðunni svaraði ég ekki "öryggisspurningunni", sem snýst um að reikna eitthvað -- og annaðhvort hefur grunnskólinn brugðist mér og 13+4 er ekki 17, og 0+56 er ekki 56, eða þá síðan styður ekki vafrann Safari, sem ég nota, eins og margir, á Apple PowerBook vélinni minni.
Nú er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að stjórnmálamenn séu sérfræðingar í öllu, og upplýsingatækni er auðvitað frekar esóterískt svið þekkingar, sem nýtist kannski ekki í stjórnsýslu almennt? Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum gjörsamlega furðað mig á vanefnum stjórnmálaflokkanna sem ég hef hallast frekar til, til að vega og meta kosti og galla hugbúnaðar, eða hugbúnaðarstefna.
Ath. nú mun færslan mín taka skarpa beygju í átt að umræðunni um frjálsan hugbúnað, en fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira um hann mæli ég með vefsíðu RGLUG, fyrirtækis míns, ODG ehf, eða hins nýstofnaða fyrirtækis 1984, sem ég er mjög ánægður með :-)
Til dæmis má nefna að vefsíðurnar www.xs.is og www.vg.is, eru báðar keyrandi á Microsoft IIS vefþjóni, notandi líklega eingöngu lokaðan, ófrjálsan (fjötraðan?) hugbúnað, sem krefst árlegra leyfisgjalda, osfrv. Á meðan að t.d. vefsíða SUS, www.sus.is, keyrir á frjálsum hugbúnaði (Linux, Apache..).
En þetta eru kannski smáatriði. Smávægilegar, en forvitnilegar, upplýsingatæknilegar staðreyndir sem virðast stinga örlítið í stúf við stefnu a.m.k. vinstriflokkana -- en smáatriði engu að síður.
Meira máli skiptir kannski þegar stjórnvöld taka ákvarðanir fyrir þegna sína, í tengslum við upplýsingatækni, sem hafa afdrifaríkar fjárhagslegar afleiðingar fyrir alla sem að máli koma. Til dæmis með því að ákveða að nota lokuð og ófrjáls snið fyrir gögn í opinberum tilgangi (t.d. ef fólk þarf að skila opinberum gögnum á "doc" eða "xls" sniðum -- sem eru lokuð snið í eigu Microsoft).
Eitt versta dæmið sem ég man eftir, þar sem þekkingarskortur stjórnvalda á upplýsingatækni á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar, er þegar Reykjavíkurborg gerði samning við ameríska fyrirtækið Blackboard, um kennslukerfi fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Samstarfsmaður minn, Sigurður Fjalar fjallar vel um málið á vefsíðu sinni -- og kallar m.a. þessa ákvörðun "mestu vonbrigði ársins á innlendum vettvangi".
Ég vil nú geta þess að ég hef auðvitað hagsmuna að gæta í þessum efnum, en fyrirtækið mitt ODG ehf, sérhæfir sig m.a. í Moodle uppsetningum.
Hinsvegar finnst mér samt afskaplega áhugavert hvernig staðið var að þessu vali -- en skv. svörum Sigþórs Arnars Guðmundssonar, þá voru í raun bara kerfin "WebCD" (ég reikna með að átt sé við WebCT, sem er nú í eigu Blackboard Inc.) og Blackboard -- engin frjáls kerfi komu til greina, og engin almennileg svör hafa borist frá Reykjavíkurborg.
Þetta var kannski dálítið víð og breið færsla hjá mér, en spurningin sem vaknar óneitanlega er hvenær þekking stjórnmálamanna á upplýsingatækni fer að vega nógu þungt til að svona ákvarðanir verði ekki teknar án útskýringa og raka? Sjálfum finnst mér þessi vanþekking sem virðist vera algeng í dag skiptast milli þess að vera skondin, þreytandi, sorgleg og hreint út sagt ergjandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 07:27 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er þvílíkur frumskógur, þ.e. tölvu- og upplýsingatæknimál, sem hinn almenni borgari þekki ekki nægilega vel til að mínu mati. Ég held að það þurfi svona aðila eins og þig til að opna augu fólks fyrir þessu. Því fleiri augu sem opnast, því fyrr mun eitthvað gerast og málið ratar inná borð fjölmiðla og fær umræðu. Eða það held ég
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 20.2.2007 kl. 08:22
Ég fór samt að pæla í einu þegar ég las færslu Bjarkar Vilhelms um ferðaþjónustu fatlaðra... Ætli það þurfi bara ekki að fá inn fleiri "vitringa" inná fundi ráðamanna? Af hverju er verið að ganga framhjá sérþekkingu þeirra sem vinna störfin eða þekkja til? Alveg eins með upplýsingatæknina sem þú kemur inná, ætli það þurfi ekki bara "vitringa" um þau mál inná fund þeirra sem ætla að setja upp heimasíðu eða svipað?
Nú eru samt fyrirtæki auglýst í fjölmiðlum sem gefa sig út fyrir þetta, þ.e. þessa ráðgjöf. Af hverju er það ekki sjálfsagt að ráða til sín "vitringa"? Ég held þetta fari að breytast. Fólk er búið að gera sér grein fyrir því að netið er komið til að vera og verður æ stærri þáttur af lífi hvers borgara. Við það verða stjórnmálaflokkar (og auðvitað aðrir) að huga betur að þessum málum eins og þú kemur réttilega inná.
Sjáumst svo á Food and fun!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:48
Ég er sammála þér. Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að gera meira af því að kalla til óháða sérfræðinga til að koma að hinujm ýmsu ákvörðunum -- vandinn er kannski að í dag (og líklega um komandi framtíð) þá eru ráðnir sérfræðingar af ríkisstjórninni, sem eru oft ekki nógu hæfir, eða nógu hlutlausir til að taka þær ákvarðanir sem koma skattborgurum best.
Það á vonandi eftir að breytast, því annars munum við sjá afskaplega hættulega hluti gerast. Dæmi um slíkt á vettvangi upplýsingatæknimála, væri lögleiðing hugbúnaðareinkaleyfa, og áframhaldandi hunsun opins og frjáls hugbúnaðar, þegar kemur að hugbúnaðarvali fyrir ríki og þjóð.
Það hryggir mann til dæmis að skólakerfið okkar fjársvelta skuli ekki notfæra sér þann aragrúa af frjálsum hugbúnaði sem er til, til að spara dýrmæta aura. Til dæmis með notkun OpenOffice.org, í stað Microsoft Office -- næstum því alveg sambærilegur hugbúnaðar, nema OpenOffice.org er ókeypis, og ófjötrað.
Það sem þarf til að tryggja að framferði stjórnmálamanna verði í þessu, og öðru, í þágu almennings, þarf að halda þjóðfélagsumræðunni gangandi og gefa skattgreiðendum (kjósendum?) færi á því að vega og meta þessi mál, til að viðbrögð verði við slæmum áætlunum í þessum efnum.
Ég vona að það verði þróun á þessum málum, og fólk horfi gagnrýnari augum til stjórnvalda en áður, eða hvað sem þarf svo almennt verði leitað meira til óháðra sérfræðinga.
Hvað varðar Food and fun.. þá er ég ekki á Íslandi.. en ég er búsettur í Vín, svo það verður því miður erfitt fyrir mig að mæta :-(
Steinn E. Sigurðarson, 22.2.2007 kl. 00:28
Isss.. að þú fórnir ekki tugum þúsunda í flugseðil til að berja hátíðina augum..
Ef ég fer til Rvk þá skal ég taka extra vel eftir öllu og koma með myndarlegan pistil. Það er þó skömminni skárra en að fá engar fréttir af þessari snilld :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.2.2007 kl. 01:33
Getur verið að E-ið í nafinu þínu standi fyrir Eldjárn og að þú eigir eldri bróður sem heitir Bergur?
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:44
Já, ég heiti Steinn Eldjárn, og á bróður sem heitir Bergur, þekkirðu hann?
Annars hlakka ég til að lesa um Food and fun :-)
Steinn E. Sigurðarson, 22.2.2007 kl. 10:48
Ég þekki hann reyndar ekki... var að skoða myndaalbúmið þitt og fannst þú kunnuglegur. Held ég hafi verið með ykkur bræðrum á Spáni hér í denn... amk fyrir 10-12 árum Svei mér ef mamma ykkar heitir ekki Bergþóra eða Bergljót og er góð að elda. Fengum hjá henni uppskrift af grænmetissúpu og gulrótarbrauði. Er ég í ruglinu eða??
Jasko.. þetta man ég, en ekki hvað ég gerði í síðustu viku!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:50
Ah, mamma heitir Steinunn, en annars passar þetta ágætlega. Líklega samt svona 14-15 ár síðan við vorum síðast á spáni :-)
Steinn E. Sigurðarson, 22.2.2007 kl. 11:49
Þá er minnið ekki eins gott og ég hélt.. En einhverjar perur kveikti þetta hjá mér, hlýt að fá prik fyrir það :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.2.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.