Veljið mistökin vandlega

Já, kominn hátt í mánuður síðan ég bloggaði síðast. Ég kann satt að segja varla skýringu á þessu, ég er líklega bara svona mikill andskotans ræfill.

Svo sem ýmislegt á daga mína drifið undanfarnar vikur, þar ber kannski helst að nefna að ég og vinur minn og samstarfsmaður Henrý skráðum okkur í ræktina loksins, eftir miklar pælingar varðandi svoleiðis undanfarna mánuði, en kannski mætti segja að við höfum báðir verið í slitróttu heilsuátaki sl. ár eða svo.

Þetta er náttúrulega fínt, verst að ég kann ekkert að lyfta í rauninni, en þetta kemur með leiðsögn og þjálfun eins og allt annað. Eftir meiðsli síðasta sumar vil ég fara varlega og frekar ná hægar árangri en að meiðast aftur og vera úr leik svo vikum skiptir.

Til annara tíðinda ber kannski að nefna að ég átti afmæli á miðvikudaginn í síðustu viku, 23 ára gamall. Með öðrum orðum, kominn með annan fótinn í gröfina. Ég man að fyrir ári síðan, þegar ég varð 22 ára, þá var ég staddur á Akureyri, á bíladögum 2005, sötraði kaffi eða pepsi max og bloggaði af kaffihúsinu Karólínu um hvað 21. aldursár mitt hefði verið lærdómsríkt og blah blah. Núna sit ég við skrifborðið mitt í Morgunblaðshúsinu, við Kringluna, einn af síðustu dögunum sem ég mun verja í þessu húsi reikna ég með, en við flytjum uppí Hádegismóa (við Rauðavatn, þar sem prentsmiðjan er) í næstu viku.

Ég held ég tali lítið um hvað 22. árið hafi verið lærdómsríkt, þó svo það vissulega hafi verið það, ég er líklega kaldhæðnari, raunsærri og mögulega leiðinlegri en áður. Hinsvegar var 22. aldursárið frekar blautt, og stórum hluta eytt á ýmsum börum borgarinnar, líklega sérstaklega kaffibarnum. Mikill bjór hefur runnið í maga síðan ég varð 22 ára, og held ég að nú sé kominn tími til að minnka það svolítið, en áfengi hefur náttúrulega slæm áhrif á framleiðslu testósteróns og þar af leiðandi árangurs í ræktinni, sem og vitleysan og mistökin sem maður verður uppvís að fullur -- síðustu helgi tókst mér t.d. að láta lemja mig, og að sögn viðstaddra var það algjörlega uppá mitt einsdæmi að svona fór. Það getur verið alveg æðislegt að vera fullur og vitlaus.

Síðustu viku eyddi ég í "fríi", en það fólst aðallega í því að sofa, klára að horfa á x-files þriðja season, og vinna í COVCELL verkefninu fyrir ODG, svo um helgina fór ég í fínt innflutnings partý hjá Kötlu og Sigga, þar sem þemað var að allir áttu að mæta sem rokkstjörnur, en einnig var þó leyfilegt að mæta sem pönk eða popp stjarna.

Eftir þrjá bjóra heima á föstudagskvöldið, og miklar pælingar um það hvað ég ætti að vera -- þó var pönkari ofarlega á lista, þar sem enn vottaði sæmilega fyrir glóðarauga sem ég fékk helgina á undan -- þá datt mér skyndilega í hug að ódýr leið út fyrir mig væri að fara sem Josh Homme, þar sem hann er einn af fáum rokkstjörnum sem er ekki skinn og bein að mínu mati, og þar sem ég er nú sæmilega vel byggður, þá fer mér illa að þykjast vera heróín-skel af manni.

Ég arkaði útí búð til að kaupa rauðan hárlit, þar sem kappinn er svo óheppinn að hafa fæðst rauðhærður, en ekkert var til nema dökkrautt, tók ég þá svona vægt fulla ákvörðun um að kaupa bara dökkrauða litinn og sjá hvað myndi gerast. Hið ótrúlega gerðist, og hárið á mér er svona kastaníu rauðbrúnt í dag. Við að sjá afraksturinn afréð ég að mæta bara í rifnum hlírabol og þröngum svörtum buxum, og pulla bara johnny rotten á þetta. 


Johnny Rotten

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg frásögn. Hversvegna reyndirðu ekki að pulla Pink á þetta, kaupa bleikan lit, og setja brodda í hárið? Ferð í hvítan hlýrabol, og þú ert kominn ansi nálægt því. Hún er ekki alveg sú kvenlegasta :-)

Öddi (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 00:32

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, ég er af þeirri gerð að muna varla eigin afmælisdag heldur, fatta það yfirleitt daginn áður ca. að þessi afmælisdagur sé framundan.. en takk fyrir hamingjuóskir =)

Steinn E. Sigurðarson, 21.6.2006 kl. 10:10

3 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Til hamingju með afmælið!

Ólafur N. Sigurðsson, 22.6.2006 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband