10.5.2007 | 13:16
Afhverju ekki?
Við borgum jú tvöfalt meira fyrir eiginlega allt annað (nema kannski gott vatn?).
Samkeppnin á fjarskiptamarkaði ætti eftir alltsaman að tryggja okkur hagstæð skilyrði í þessu sem og öðru, er það ekki? Greinilegt bara að íslenskar aðstæður bjóða ekki uppá betri kjör.
Einnig má benda á það að það er líklega svipað erfitt að setja upp símakosningakerfi fyrir 300.000 manns, og fyrir 30.000.000 manns, þ.e. mælt í greindarkerfisvinnu fyrir símfyrirtækin hér, svo þrátt fyrir að verðið sé lægra úti eru fyrirtækin þar að græða margfalt meira.
Ef 30.000 manns greiða eitt atkvæði hver á Íslandi, kostar það neytendur þá 99.99*30.000, eða í kringum 2.999.700 krónur, þar af fær símfyrirtækið kannski helminginn, eða 1.204.698 utan VSK. Miðað við verðlag á Íslandi þá er þetta bara brot af kostnaði við að hafa starfsmann með nauðsynlega menntun fyrir þetta starf, hvað þá þegar kostnaður við að mennta starfsmanninn er tekinn með í reikninginn.
Eftir þessar bollaleggingar velti ég því bara fyrir mér afhverju þetta kostar ekki meira?!
Íslendingar greiða hátt verð fyrir Evróvisjónatkvæðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður hreinlega skammast sín og ætti kanski að styrkja símafyrirtækin eins og verið er að gera með munaðarlaus börn í Afríku?
Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.