5.7.2006 | 17:34
Whale safari?
Þetta getur ekki talist annað en frekar skondin tilviljun -- ég get ekki vorkennt þessum ferðamönnum mikið amk. Frekar myndi ég vorkenna hvölunum sem voru drepnir, en svona er lífið.
Við mannfólkið erum rándýr (eða amk flest okkar) og við borðum önnur dýr, það er beinlínis okkur hollast.
Satt best að segja kemur það manni á óvart að ekki sé verið að bjóða uppá hvala safari ferðir? Væru veiðimenn heimsins ekki game í svoleiðis -- ég held það gæti verið stuð að finna hval og skutla hann -- north atlantic big game hunting?
Sem minnir mig á það, hvar er allt góða hvalkjötið? Síðasta sumar var allt vaðandi í fersku, góðu hvalkjöti, ég át það jafnvel hrátt (að vísu marínerað), gómsætt og hollt, pottþétt stútfullt af Omega-3 ;-)
Ferðamenn í hvalaskoðunarferð vitni að hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jájá er svosem alveg sammála þér en það verður að viðurkennast að hvernig mannskepnan veiðir hvali er helvíti Brútal ! ha í alvöru frekar svona subbulegt.Ég smakkaði einu sinni grillað hvalkjöt og það var virkilega gott :) held líka að hvalstofninn er mun stærri en þeir gera sér grein fyrir og hann er að éta mikið af fiskinum okkar !
bubbi (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 20:02
Þú ert viðurstyggilegur dýrahatari steinn!
Steinn E. Sigurðarson, 7.7.2006 kl. 19:10
Þú ert viðurstyggilegur dýrahatari steinn!
Steinn E. Sigurðarson, 7.7.2006 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.