Milton fucking Keynes

Jæja, tími kominn á smá update held ég.

Í augnablikinu er ég staddur í bretlandi, í einhverjum versta breska bæ sem ég hef farið til. Kannski liggur vandinn í því að þetta er einhver minnst breski breski bær sem ég hef séð, en Milton Keynes var víst byggður skv. "ameríska mátanum", og er að mínu mati risastór misheppnuð tilraun. Það er endalaust pláss hérna, mjög langt á milli allra staða, og 2-3 akreina hringtorg á gatnamótum allra "blokka". Blokkirnar eru líka risastórar, og flestar þeirra eru ekki með neinum göngustígum eða slíku, og því það er ekkert hérna nema tré og hringtorg, er ómögulegt að rata.

Þetta er samt aðeins toppur ísjakans, til að nefna nokkur fleiri atriði vil ég byrja með að nefna að hótel hér eru rándýr, 4 nætur á Express by Holiday Inn (lesist: ekki fancy hótel) eru að kosta 50 þúsund krónur, það er já ómögulegt að fara neitt gangandi svo maður neyðist til að taka leigubíla útum allt, þrátt fyrir rándýr hótel (og ekkert að sjá hér) var allt fullbókað svo ég er ekki á sama hóteli og samstarfsmenn mínir, leigubílar eru lengi á leiðinni og jafnvel með attitude við mann, pizza staðurinn sem segist vera opinn til miðnættis og senda frítt svarar ekki í síma eftir 11:30, svo ég veit ekki hvort sendingin er frí, einnig virðast hraðbankar vera fáir og langt á milli þeirra hér (næstum nauðsynlegt að taka leigubíl til að finna slíkan). Til að toppa þetta allt saman þá virðist vera að eftir að bærinn var byggður hafi menn fattað að það var enginn miðbær. Ekkert mál, reddum því, byggjum bara risastóra verslunarmiðstöð, ca 300 verslanir, 16000 bílastæði.

Eins og ég sagði, bær byggður eftir ameríska mátanum. Dálítið mikið ömurlegt.

Nú spyrja kannski einhverjir hvað ég er að gera, hangandi á þessum rándýra, óáhugaverða, generally frekar crappy stað? Ég er á ráðstefnu hér; þriðju MoodleMoot ráðstefnu bretlands, sem er að verða eiginlega alþjóðlega Moodle ráðstefnan í heiminum, en fyrir þá sem þekkja ekki Moodle er það frjálst kennslukerfi (free software virtual learning environment), sem fyrirtækið mitt ODG er að vinna talsvert í, og COVCELL verkefnið snýst um vissar breytingar á því.

Hér hefur allt gengið ágætlega vel, og bráðum förum við að setja á netið demo af því sem við höfum verið að gera, fáum feedback á kóðanum okkar frá Moodle HQ (fyrirtæki Martin Dougiamas, þess sem skrifaði Moodle upprunalega, og er mjög viðkunnalegur maður), og í kjölfarið releasum þessu á moodle.org osfrv.

Ég sný heim annað kvöld, en í dag er síðasti dagur ráðstefnunnar og er mig farið að dauðlanga heim, en fyrir utan almenn óþægindi sem fylgja svona ferðalögum og þvælingi sakna ég þess líka að geta farið í ræktina eða borðað heilsusamlegar en ég geri hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það verður gaman hjá þér að koma í grámygluna á Íslandi

Ása Laufey (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 11:32

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Það verður gaman, þá er ég ekki fastur alls staðar sem ég fer nema að hringja á leigubíl (!), og ég verð ekki svitnandi allan daginn útaf þessum steikjandi hita hérna (og skorti á loftkælingu)... osfrv.

Steinn E. Sigurðarson, 26.7.2006 kl. 11:37

3 identicon

LOL !

bubbi (IP-tala skráð) 29.7.2006 kl. 14:56

4 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Þessi bær hljómar skemmtilega. Ég ætla þangað út, takk fyrir að láta mig vita af honum.

Ómar Kjartan Yasin, 31.7.2006 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband