Breytingar?

Jæja, ekki það að ég reikni með því að einhver lesi þennan alltof sjaldan uppfærða blogg lengur, en ég er kominn með smá uppsafnaðan skammt.

Í fyrsta lagi, þá er ég að fara til Vínar 7. september næstkomandi, í viðtal vegna starfs og náms hjá Wirtschaftsuniversitat Wien. Ef til þess kemur að ég fari út myndi ég loksins drífa mig í BS-inn, og fara að vinna hjá Informatiks deildinni þeirra við útfærslu á iCamp e-Learning umgjörðinni. Að mörgu leiti yrði þetta mjög skemmtileg reynsla, ég fór þarna út á fund í desember sl. og kynntist skemmtilegu fólki (sem ég myndi vinna með) og heillaðist talsvert af borginni. Einnig er margt sem heldur mér hér heima, og gefur mér vægan hnút í magann yfir þessum möguleika.

Eitt atriðið er auðvitað COVCELL verkefnið sem fyrirtækið mitt ODG starfar við þessa dagana, um lýkur ekki fyrr en haustið 2007. En nú á næstu önn á að byrja að keyra Moodle kennslu umhverfið uppí Háskóla Íslands m.a., og notast á við einhverjar breytingar á kerfinu sem ég hef unnið að (eftir bestu getu) sl. mánuði, þrátt fyrir alltof mikið annríki, og misvel heppnaðar tilraunir til að eiga líf.

Annað atriði er litla tónlistarfyrirtækið sem ég er að reyna að setja á laggirnar ásamt honum Varða félaga mínum, Andrými. Í haust reiknum við með að gefa út a.m.k. tvær plötur, og teljum líklegt að við náum þeirri þriðju einnig -- meira um þau mál síðar.

Einnig liggja að baki nokkrar persónulegar ástæður, sem ég veit ekki hvort sé ráðlegt að fara djúpt útí að svo stöddu, en það er a.m.k. ein manneskja sem mér þætti afskaplega leiðinlegt að vera frá í lengri tíma. 

Hinsvegar er spurning hvort ég, sem hef yfirleitt látið "gut-instinctið" mitt ráða ferðinni, með ágætis árangri nb., ætti að fara að nota lógíkina meira og grípa þetta tækifæri fyrst það gefst -- ég hef nú alltaf átt ágætis samband við rökstöðvar heilans míns, og jafnvel skilgreint mig sem "creature of logic", þó svo ég vilji forðast að vera þræll hennar.

Kannski að ég fái ekki starfið þarna úti eftir allt saman, og þetta verði þá bara áhugaverð æfing í sjálfsskoðun, sem er heppilega laus við alvöru ákvörðunartöku? Eða óheppilega, hver veit? Ætli það sé ekki mannlegt að hugsa með sér stundum að lífið væri einfaldara ef maður fengi ekki erfiða valkosti öðru hverju -- en þá er spurning hvort maður sé á annað borð við stjórnvölinn í eigin lífi held ég. 

Að öðrum, léttvægari málum, þá benti hann Árni mér á gott íslenskt metal band sem heitir Shima, og skv. vefsíðu þeirra var stofnaði snemma árið 2005. Mæli með þeim.

Einnig hef ég verið að gjörsamlega missa mig yfir Clap your hands say yeah! undanfarnar vikur, en diskurinn þeirra (sem er btw skínandi dæmi um hvernig internetið er að breyta indie tónlistarútgáfu hvað varðar kynningu og dreifingu) sem kom út sl. haust er bara æðislegur, kemur mér pottþétt í gott skap við hverja hlustun.

 

Jæja -- búinn að tappa af -- en ekki í merkingunni sem andhetjan hann gillz reyndi að gera vinsæla.

 

Harðar geirvörtur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þú ert búinn að vera latur að skrifa *SKAMM* en þetta var gott blogg. Margt að gerast og án efa þá tekuru rétta ákvörðun. May the force be with you my young padawan !

Ása (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband