Afhverju?

Ég er kannski forvitnari en næsti maður, en mér finnst svona frétt þurfa að innihalda einhverja útskýringu. Ef báðar komu í mark á 11,01 sekúndu, þá sér maður ekki í svipinn neina ástæðu til að dæma aðra hvora í 2. sætið. Nema ef ske kynni að vera að bandaríkjamenn tapi by default fyrir utanríkisstefnuna sína.

Frá öðru sjónarhorni má náttúrulega spyrja hvort þetta þýði að nú sé kominn tími á betri mælitæki?


mbl.is Í mark á sama sekúndubroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig er nú að einhver verður að vera sigurvegari, þannig eru frjálsíþróttir einfaldlega. Misjafnt er hve langt þarf að ganga til að finna sigurvegara. Til dæmis í hástökki er til fyrirbærið "umstökk" þar sem stokkið er þar til einn er sigurvegari.

Og... mælitækin eru svo góð að þau ná orðið að finna út tíma í minna en hundraðshluta úr sekúndu. Það er það sem dómararnir væntanlega gerðu í þessu tilfelli. Hins vegar eru tímar í hlaupum ekki skráðir í nema 1/100 og því voru báðar opinberlega á sama tímanum 11,01

Freyr frjálsíþróttaþjálfari (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ah svo sú sem vann var á undan, en tímarnir eru skráðir bara niður á 1/100 úr sekúndu, en ekki niður í millisekúndur?

Þá þarf kannski að breyta skráningunum svo við amatörarnir skiljum þetta ;-)

Takk fyrir að útskýra málið, Freyr!

Steinn E. Sigurðarson, 27.8.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband