25.9.2006 | 13:27
Mikilvægara en lækkun tekjuskatts
Aðgerð sem þessi hefur mun meira að segja fyrir almenning landsins heldur en lækkun tekjuskatts, því hlutfallslega fer stærstur hluti tekna þeirra í grunn framfærslu, og þar spila matvæli auðvitað stóran þátt.
Það er óþarfi að eyða mörgum orðum í það hvað skattlagning á algjöra nauðsynjavöru eins og matvæli er slæm fyrir þá sem minnst mega sín, eða hvað lengi er búið að lofa því að afnema "matarskattinn", það er hinsvegar augljóslega mjög brýnt.
Einnig vil ég benda á að ég veit ekki betur en að þessi lækkun hafi verið eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins, sem og Samfylkingar, og þætti mér afar glatað ef þingmenn stjórnar geta ekki séð sóma sinn í því að standa við gefin loforð og stutt þessa tillögu -- þó hún komi frá stjórnarandstöðunni. Góðar hugmyndir og tillögur geta komið beggja vegna frá, og sem óflokksbundnum leikmanni þykir mér leitt að sjá hversu oft þessar stríðandi fylkingar geta ekki viðurkennt góðar hugmyndir hinum aðilanum frá, og unnið saman að betri kjörum fyrir þjóðina.
Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu Samfylkingarinnar um lækkun matvælaverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég þarf greinilega að fara að stúdera stjórnmál meira
Ása (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.