10.4.2006 | 17:09
Góðar stundir á KB í gær
Í gærkvöldi ákvað ég að kíkja á "hangover treatment" kvöldið hans Nuno á Kaffibarnum, en hann var að spila, og stóð sig bara helvíti vel, sérstaklega kætti smá reggí session hann Berg bróður minn, og var mjög skemmtileg stemmning allt kvöldið.
Uppúr lokun voru nokkrir fastagestir þarna eftir ásamt staffi í góðu spjalli, og leyfði hann Svanur okkur að heyra mjög svo áhugaverðan disk. Diskur þessi hafði fallið í skaut hans Helga sem vann á kaffibarnum fyrir nokkrum árum, gegnum mann/kærasta vinkonu fyrrverandi konu sinnar, sá er Kanadamaður, og hafði skv. sögunni fengið þennan disk við að hreinsa út úr skáp manns sem hafði starfað með honum, eftir að sá síðarnefndi hætti.
Diskurinn er 16 lög, og samin, upptekin, og performuð af þessum óþekkta starfsmann. Sögunni fylgdi að lögin hefðu verið samin fyrir einhverja konu, og fyrstu fjögur lögin endurspegla góðu tíma sambands þeirra, og svo færir maðurinn sig út í sorglegri sálma, og ekki er hægt að dæma þetta öðruvísi en þessi diskur hafi verið stórfengleg síðasta tilraun hans til að bjarga sambandinu, eða fá hana aftur.
Tónlistarspekúlantar á svæðinu í gær voru sammála um að þetta væri talsvert stórvirki í ljósi þess að maðurinn hafði ekkert nema tilfinningar og skemmtara -- útkoman er kannski á mörkum þess að vera hlægileg, en einlægnin skín svo í gegn að erfitt er að finna ekki til með manninum og eins og allir (vonandi) vita snýst tónlist mun meira um að miðla hugmyndum og tilfinningum heldur en fullkominn performans.
Ég verð að segja að þessi saga var mjög áhugaverð, og skilst mér á Svani að í bígerð sé að gera heimildamynd um þennan disk, og finna þennan tilfinningaríka huldumann og sjá viðbrögð hans við því að tónlistin hans hafi endað á Íslandi og jafnvel fengið að óma á loftbylgjum landsins, en lög af disknum hafa verið notuð til að gjörsigra vondulagakeppni X-ins, nokkrum sinnum, og líklega fengið að óma á einhverjum fleiri börum borgarinnar líka.
Ætli hann hafi náð henni aftur með ástaróði sínum, eða er svarið við átakanlegu spurnöskri hans í síðasta laginu "Does anybody hear me cry?" flatt nei frá hennar hálfu?
Hvar/hver sem þú ert, we hear you cry man.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Athugasemdir
hehe, vondulagakeppin - maður hefur nú heyrt ansi já - misjöfn lög þar hehehehe!!! annars er þetta spenntileg saga - myndi samt ekki alveg nenna að horfa á heimildarmynd um hana held ég .. :)
annars flott síða hjá þér ;) blog.is RULES ;) JEBEIBÍJE!!!
Sigrún, 11.4.2006 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.