Regnhlífarhugtak til heimsyfirráða

Hugtakið hryðjuverk er alveg ótrúlega öflugt vopn. Síðan "hryðjuverkamenn" urðu hinn sameiginlegi draugkenndi óvinur sem Bandaríkin ákváðu að sameina hinn vestræna heim gegn, þá hefur hugtakið þróast frá því að þýða ofbeldisverk öfgahópa gegn saklausum, óvopnuðum borgurum í yfirleitt pólitískum tilgangi [1], yfir í ofbeldisverk allra hópa sem samræmast ekki vestrænum judeo-christian hugmyndafræðum sem viðhafðar eru á flestum vesturlöndum [2].

Við nánari athugun á stöðu mála í Sómalíu, þá stendur þar yfir borgarastyrjöld sem hófst í núverandi mynd árið 2006 þegar ca 2 ára brothætt vald TFG (Transitional Federal Government, samsuðu stjórn stríðsherranna) fór að liðast í sundur vegna bardaga í borginni Mogadishu milli ICU (Islamic Court Union) og ARPCT (Alliance for the Restoration of Peace and Counter-Terrorism) [3].  Athugið að ARPCT var ekki nýstofnaða samsuðustjórnin TFG, heldur aðeins samkurl ýmissa stríðsherra og viðskiptamanna sem höfðu haldið völdum í Mogadishu síðan borgarstyrjöldin árið 1991 hófst [4]).

Miðað við þessar aðstæður sem ríkja í Sómalíu er mér ómögulegt að sjá aðrar ástæður en trúarlegar og hugmyndafræðilegar fyrir því að ICU eru flokkaðir sem hryðjuverkamenn -- að vísu hafa ICU verið uppvísir að sjálfsmorðsárásum en þær hafa skv. minni bestu vitund verið gegn hernaðarlegum skotmörkum og forsætisráðherra TFG [5,6]-- sem er kannski ekki skrítið þegar styrjöld ríkir?

Það sem situr í mér, þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilega mótfallinn ICU, eins og flestir vesturlandabúar, er að aðferðirnar sem eru notaðar til að "verja" okkar vestrænu hugmyndafræði eru á afskaplega gráu svæði hvað varðar skoðanafrelsi einstaklinga.

Munu framvegis allar styrjaldir þar sem önnur hliðin samræmist ekki hugmyndafræði vesturlanda (mögulega hvort sem um ræðir siðferði, trú, efnishyggju, eða annað) ekki vera flokkaðar sem styrjaldir, heldur sem borgarastríð? Borgarastríð milli riddara réttlætisins annars vegar og hryðjuverkamanna hinsvegar, og hlutleysi vestrænna þjóða er úr sögunni? Er þetta góð þróun?

Hættan að mínu mati er sú að þetta sé skref í útvíkkun orðsins "hryðjuverk" yfir í regnhlífarhugtak yfir allt sem þóknast ekki valdamestu þjóð heims. Hvað líður langt þar til eitthvað annað sjálfsagt frelsi eins og að taka þátt í borgarastyrjöld í Afríku verður orðið "hryðjuverk"?

 

Tilvísanir: 

1. "One official's 'refugee' is another's 'terrorist'", National Post, brot: 'The notion of terrorism is fairly straightforward — it is ideologically or politically motivated violence directed against civilian targets.' said Professor Martin Rudner, director of the Canadian Centre of Intelligence and Security Studies at Ottawa's Carleton University." (http://www.canada.com/nationalpost/news/story.html?id=a64f73d2-f672-4bd0-abb3-2584029db496)

2. "The Real War: Islam vs Judeo-Christian Ideology", The Shepherd's Voice
(http://theshepherdsvoice.org/prophecy/the_real_war.html)

3. "Somali deaths in fierce clashes", BBC World
(http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/africa/4839726.stm)

4. ''Intelligence Brief: I.C.U. Expels Warlords from Mogadishu''
(http://www.pinr.com/report.php?ac=view_report&report_id=505&language_id=1)

5. "Martyr videos debut in Somalia", Press TV (http://www.presstv.ir/detail.aspx?id=10912&sectionid=3510205 

6. "Suicide bomber strikes near Somali PM's house", Reuters AlertNet
(http://www.alertnet.org/thenews/newsdesk/L03310263.htm)


mbl.is Svíi grunaður um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein og þörf lesning/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband