18.10.2006 | 16:41
Gott að breskur almenningur hefur forgangsatriðin á hreinu
Guð forði þeim frá því að mótmæla einhverju mikilvægu eins og stríði eða hörmungum.
Nei, það er deginum ljósara að veiði (og rannsóknir) á einhverjum sterkasta hvalastofni (og með sterkari stofnum villtra dýra af þessari stærð) í heiminum hefur forgang yfir smáatriði eins og mannlegar hörmungar.
Breskur almenningur mótmælir hvalveiðum Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bjó sjálf í Bretlandi og get alveg verið sammála þér! Þeir vita bókstaflega ekki hvar forgangsröðin byrjar og hvar hún endar!
Ég var að vinna á hjúkrunarheimili þarna og sjúklingarnir eru sko ekki númer 1 í forgangsröðinni, aðstandendurnir eru númer 1 afþví þeir borga fyrir vistunina, sparnaður er svo í 2, 3, og 4 sæti svo koma sjúklingarnir og svo starfsmennirnir skríðandi á botninum!
Bretar eru sko ekki með gáfaðasta fólki í heiminum og stéttarskiptingin hjá þeim gera þá ennþá heimskari!
jakobína anna magnúsdóttir, 18.10.2006 kl. 17:03
Stéttaskiptingin gerir það etv að verkum að neðri-millistétt trúir því að vera "grænn" lyfti þeim upp á næsta þrep.
En það afsakar ekki fáfræðina. Hvalir eru rándýr og viðkomandi yrðu skrýtnir í framan ef þeir sæju uppáhaldshvalinn sinn gleypa lifandi litla sæta selkópinn hennar Bardot?
Kolbrún (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 17:59
takk fyrir spaugið. íslendingur að gagnrýna aðrar þjóðir fyrir að mótmæla ekki stríði, mjög fyndið. Hef horft uppá mörg mótmæli hérlendis þarsem vel undir 50 manns er samankomið til að tjá andstöðu sína við svoleiðis.... Þeir sem mættu ekki bæta oft um betur og hæðast svo að þessum hræðum sem nenna því!
tilhugsunin um hrefnu eða langreyð að gleypa sætann, lítinn selkóp lifandi, það er fyndið af því að það er svo fáránlegt, en samt sorglegt að verið sé að gagnrýna fáfræði breta þegar hún er svona gríðarlega mikil á heimabænum ;) sumir þurfa að lesa sér aðeins til.
halkatla, 26.10.2006 kl. 15:26
Fyrirgefðu, vissulega var kaldhæðni mín eitthvað töpuð á þér Anna Karen, því auðvitað veit ég vel hversu mikil mótmæli hafa verið gagnvart stríðinu í Írak, í Bretlandi. Hinsvegar er það deginum ljósara að ýmislegt annað er mörgu fólki þar kærara, eins og til dæmis skepnur í hafinu.
Áhersla þessa innskots míns var ekki stríðið, heldur fáfræðin sem liggur bakvið þessi mótmæli, þessir hvalastofnar sem við veiðum eru ekki í neinni útrýmingarhættu, sérstaklega ekki miðað við það magn sem við stundum veiðar.
Takk fyrir ábendingar um að ég eigi að lesa mér til.
Steinn E. Sigurðarson, 26.10.2006 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.