Vefþróarar víðsvegar um heim fagna?

Lengi höfum við beðið eftir þessum vafra, en gamli Internet Explorer 6 er eitthvað í kringum fimm ára gamall. Lengi hafa flestir sem þróa fyrir vefinn þurft að hárreita sig á meðan draumar um staðlastuðning á borð við firefox, í Internet Explorer, ásóttu þá, og frá Microsoft var grafarþögn varðandi þróun á IE.

Persónulega bind ég miklar vonir við að AJAX applicationir geti núna búið til fleiri en einn instance af httprequest objectnum, en það er hundleiðinlegt að queua upp aðgerðir utan um einn hlut finnst mér, þegar flókin apps eru skrifuð.

Annars fór ég að velta fyrir mér hvort þetta kveiki ekki stærra bál undir Firefox mönnum að klára útgáfu 2.0, sem er í RC3 síðast þegar ég vissi. 


mbl.is Ný útgáfa Internet Explorer vafrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband