26.10.2006 | 15:04
Hræsnin ætlar engan endi að taka
Ég veit ekki betur en að bretar séu einhverjir áhugasömustu veiðimenn sem til eru? Hvað í ósköpunum gerir hvalveiðar grimmilegri heldur en hverja aðra veiði? Afhverju í ósköpunum er í lagi að skjóta dádýr en ekki hval?
Þetta er endalaus farsi. Ef eitthvað er grimmilegt er það kjötiðnaðurinn, þar sem dýr eru framleidd til að drepa þau, og yfirleitt við viðbjóðslegar aðstæður allt sitt líf. Þessir soja latté aumingjar þurfa bara að horfast í augu við að maðurinn er rándýr, og við drepum og étum önnur dýr, gjörsamlega fáránlegt að halda því fram að eitt dráp sé verra en annað.
Þetta eru greinilega viðbrögð fædd af fáfræði og ranghugmyndum -- um eðli mannsins, kvóta íslands, og kjötiðnað heimsins.
![]() |
Bretar botna ekkert í ákvörðun Íslendinga um að hefja hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
breskir dýraverndunarhópar eru ekkert grín - innan þeirra eru næstum allir vegans eða amk hafa andstyggð á öllum sem borða kjöt. Hér á Íslandi er ekkert í lýkingu við þessa baráttu í gangi og því er eiginlega ekki hægt að tala um mikla hræsni. Þetta er öflugur þrýstihópur í Bretlandi sem hefur næstum náð að stöðva t.d refaveiðar. Mótmælin hjá þeim telja tugi þúsunda sem dreifast um allar sveitirnar á góðum degi. Þetta eru sannir dýravinir sem einbeita sér að verndun dýra útum allan heim.
halkatla, 26.10.2006 kl. 15:16
Mér finnst þetta hræsni af hálfu breskra stjórnvalda, ekki af hálfu dýraverndunarsinna.
Steinn E. Sigurðarson, 26.10.2006 kl. 15:22
Fyrir utan hvað mér finnst mikil hræsni að vera á móti veiðum á villtum dýrum, í litlu magni, þegar umtalsvert meiri grimmd er í kringum kjötiðnaðinn, sem blómstrar sem aldrei fyrr. Satt best að segja finnst mér bara mjög náttúrulegt og eðlilegt að rándýr veiði önnur dýr, og maðurinn er þar engin undantekning.
Steinn E. Sigurðarson, 26.10.2006 kl. 15:23
það er satt að kjötiðnaðurinn er víðast hvar mjög grimmur, en það er verið að gera mikið til að reyna að bæta hann, sérstaklega breskir dýraverndunar sinnar ;) Ég held að umræðan um dýravernd sé búin að vera svo sterk í bretlandi í svo langan tíma, að ráðherrar þar eru undir þrýstingi um að gleðja dýraverndahópa og Íslendingar þurfa því miður að díla við það.
halkatla, 26.10.2006 kl. 15:30
Ert þú í dýraverndunarhóp í Bretlandi? ;-)
Steinn E. Sigurðarson, 26.10.2006 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.