Hárrétt, en gömul tugga

Þetta er víst bláköld staðreynd í þessari vetnisumræðu -- reyndar er þetta einmitt ástæðan fyrir því að vetnisbifreiðar eru ekki orðnar útbreiddari en raun ber vitn -- það er svo erfitt að geyma vetni í nægjanlegu magni.

Mér finnst áhugavert að þetta teljist frétt, þar sem þetta hefur verið hindrun í vegi vetnisbíla ja, síðan hugmyndin að þeim kviknaði. Einnig finnst mér áhugavert að ekki er minnst á þær vonir sem menn binda við aðrar leiðir til að geyma vetnið en þjöppun, sér í lagi aðferðir sem byggja á að binda vetnið við ýmsa málma (Lithium hefur mikið verið rætt í þessum skilningi) svo vetnið komist fyrir í minna rými. Vandræðin við flestar þessar aðferðir er að sjálfsögðu kostnaður, en gerð "metal hydrite" tanks sem notar Lithium væri líklega ekki minna en 40 sinnum dýrari en gerð hefðbundins eldsneytis tanks.

Margar aðrar leiðir en "metal hydrite" koma til greina að sjálfsögðu, m.a. birtu danskir vísindamenn aðferð til að binda vetni með ammóníaki í einskonar salt, sem ku vera auðvelt að leysa vetnið úr aftur -- ódýr, þægileg leið? Það er aldrei að vita.

Annars finnst mér metan aðferðin í raun og veru mjög sniðug, þar eð, litlar breytingar þarf á núverandi vélum til að nota það skilst mér, hinsvegar er mér spurn ef þetta er sniðug leið til að endurnýta koltvísýring sem sé mengunarvaldur, er hann ekki alveg jafn mengandi þegar hann kemur úr metan bílum, eða hvaða efnasambönd verða annars til við bruna metans? Vonandi ekki vatn og koltvísýringur ;-)


mbl.is Hreint vetni ekki fýsilegur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held reyndar að það sé alvarlegur misskilningur í málflutningi Baldurs í þessari grein. Hann talar um að "vegirnir myndu fyllast af flutningabílum" sem væru að flytja vetni á kútum á vetnisáfyllistöðvar. Nú er það svo að á vetnisstöðinni uppi á Höfða t.d. þá er vetnið einmitt framleitt á staðnum. Þannig að það sem þarf á slíka stöð er vatns- og rafmagnsinntak, og - voila - þú ert kominn með áfyllingarstöð.

Sem þýðir að það eru alls engir flutningar á vetni á vegunum.

Þetta breytir hins vegar auðvitað engu um það að orkubinding í rúmmálseiningu af vetni, gerir það að ófýsilegum orkugjafa. Metanblandan er skemmtileg nálgun.

Hjalli (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband