Ofvirkni..

Gaea sl. sumar

Svei mér þá, ég held að kötturinn minn hafi fundið amfetamín neyðarbirgðirnar mínar, hún er gjörsamlega að fara á límingunum!

Hleypur um allt, ræðst á hvað sem fyrir finnst, tappa, kveikjara, lappir, föt, bækur, skó (já það er allur andskotinn á gólfinu hjá mér!).

Greinilegt að ég neyðist til að fara aðeins í bæinn meðan hún Gaea litla róar sig ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Kötturinn er að kvarta. Hún þarf meiri athygli. Gælur. Skiluru?

Sigurður G. Tómasson, 14.4.2006 kl. 23:39

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Yfirleitt virkar það, en ekki í gær... Hinsvegar er ég svo lítið heima, að greyjið er ástarsvelt :-/

Steinn E. Sigurðarson, 15.4.2006 kl. 22:43

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Úr því við erum að tala um ketti. Herra Völundur var í essinu sínu í dag. Eins og þú veist er hann óður í súkkulaði. Hann fékk smámola úr egginu hennar Nikki, en það er eina páskaeggið á heimilinu. Hann fékk ekki sjálfur páskaegg, sem mér finnst raunar að við hefðum átt að kaupa handa honum. Og, nota bene, hann vill bara egg frá Nóa.

Sigurður G. Tómasson, 16.4.2006 kl. 13:33

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, hann Völundur er ansi sólginn í súkkulaði, verst fannst mér að komast að því að í súkkulaði eru efni sem geta verið köttum eitruð -- ekki sykurinn, heldur eitthvað sem er í súkkulaði sérstaklega :-(

Steinn E. Sigurðarson, 16.4.2006 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband