Fyrirsögn stórfréttar,

Verst að ekkert í innihaldi fréttarinnar rennir stoðum undir þessa fyrirsögn, og eftir stendur aðeins sorgleg staðreynd íslenska réttarkerfisins. Það er miklu léttvægara að valda fólki líkamlegum og/eða kynferðislegum skaða en fjárhagslegum.

Uppfærsla:
Greinilega var innihald fréttarinnar rangt, en ekki fyrirsögnin, og hafa blaðamenn mbl.is uppfært fréttina samkvæmt því. Hér er því vissulega stórfrétt á ferð. Nauðgunardómur þyngdur 12-falt! Þetta gerist ekki á hverjum degi.


mbl.is 3 ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka miklu einfaldara að bulla bara og rugla eitthvað á bloggi heldur en að kynna sér málavöxtu.   Þessi dómur eins og aðrir er á vef dómstólana.

Fransman (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Sæll Fransman, athugasemd mín átti við um innihald fréttarinnar, þar sem stóð skýrt og greinilega "3 mánaða".

Greinilega hefur innihaldið verið lagfært, en mér er spurn: ertu ósammála mér um að það séu þyngri dómar fyrir auðgunarbrot en ofbeldisglæpi? 

Steinn E. Sigurðarson, 13.6.2008 kl. 17:47

3 identicon

Er hægt að bera þá saman ?   Þyrfti ekki að búa til verðlista fyrir ofbeldisglæpi til a það væri hægt ?

Það eru einnig oftast fleiri þolendur í auðgunarglæpum heldur en ofbeldis.  Á þann hátt mætti segja að auðgunarbrotin séu "ódýrari" 

Fransman (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ég skil þig ekki alveg Fransman -- það er mjög erfitt að bera saman þessa glæpi, en mér þætti "verðlisti" ekki góð byrjun, enda ósmekkleg hugmynd. Áhugavert nokk þá virðist vera til einhverskonar verðlisti engu að síður, að minnsta kosti eru dómþegar látnir greiða fórnarlömbum sínum fjársektir samkvæmt einhverju kerfi. Mig grunar þó að fangelsisdómar þeirra væru oft þyngri ef þeir hefðu stolið fé að jafngildi þess sem þeim er gert að greiða.

Steinn E. Sigurðarson, 13.6.2008 kl. 17:54

5 identicon

Fer ekki dómurinn eftir eðli brotsins frekar en upphæð þess sem stolið er.

 Ef þú ræðst að einhverjum í Austurstræti, slærð hann niður og rænir af honum veski með 10.000 kr þá  færð þú alveg örugglega lengri dóm en ef þú grípur seðlabúnt úr opnum kassa í Bónur og hleypur með það á braut.

Fransman (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:01

6 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Mögulega, ég veit það ekki. En hinsvegar er þarna um tvo auðgunarbrot að dæma, þó að smá ofbeldi hafi "slæðst með" í seinna dæmi ;-)

Ég er ekki viss hversu mikið vægi upphæðin hefur, en stundum finnst mér eins og "stofnrefsing" auðgunarbrots sé mun hærri en "stofnrefsing" flestra ofbeldisbrota, svo hinsvegar er mjög ólíklegt að refsingin stigaukist línulega með upphæðinni sem um ræðir, þvert á móti er eins og ef maður steli nógu miklu þá sleppi maður yfirleitt með skrekkinn ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 13.6.2008 kl. 18:06

7 identicon

Og þætti þér skynsamlegt að refsingin ykist línulega ? 

Fransman (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:10

8 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Nei, þætti þér það?

Steinn E. Sigurðarson, 13.6.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband