Framhald sl. föstudags, og Kaffibarinn brennur

Já, ég bloggaði hérna aðeins sl. föstudag, um að ég myndi neyðast til að fara í bæinn á meðan kisa væri að róa sig. Þegar komið var á kaffibarinn var verið að taka staðinn til fyrir opnun á miðnætti, svo ég slakaði þar á með bjór og ræddi við staffið þar til opnaði.

Fred mætir á svæðið til að vera í dyrunum, og spyr hvort ég sé að vinna með honum þetta kvöld, og svarið er nei. Í ljós kemur að reiknað var með rólegu kvöldi svo hann átti að vera einn í dyrunum, ég bauðst til að hjálpa til ef þetta yrði of brjálað. Strax frá miðnætti virtist allt stefna í það, ég rakst á Kötlu, Flóka og Miru, og átti síðan símtal við Henrý félaga minn útí porti. Í portinu stend ég og spjalla í símann þegar það kemur einhver gaur útum bakdyrnar og ætlar að rölta út að portdyrunum, ég spyr hann "Bíddu, hvað ertu að gera?", og hann svarar mér, mjög forviða "Uhh.. hvað ert þú að gera?", svo ég segi náttúrulega "Ég er að vinna hérna, og tala í símann, hvað ertu að gera hérna úti?". Við þessi orð hypjaði maðurinn sig aftur inn, en ætlunin var án efa að hleypa fólki inn bakdyra megin.

Á þessum tímapunkti var ég orðinn frekar þreyttur og latur, kl. alveg að verða 2, svo ég ákvað að ég skildi kannski bara fara heim, en ákveð að fara inn og skila bjórglasinu mínu. Þegar inn kemur rekst ég á Líf sem var nýkomin með einhverjum vinum sínum, og ég sé að það er allt að verða vitlaust af aðsókn í staðinn, brjáluð röð osfrv. Svo ég sest niður með Líf í kannski hálftíma áður en hún vill kíkja eitthvert annað, og ég ákveð að fara bara að hjálpa Fred með hurðina.

Við tekur talsverð geðveiki, á meðan ég hafði verið úti að tala í símann klúðraðist talningin, og líklega hafa einhverjir tussusnúðar tekið sig til og smyglað slatta af fólki inn á bakvið, því staðurinn var fáránlega fullur. Svo einhverntímann í kringum 3:30-4:00 þá fer rafmagnið, og talsverð rafmagnsbrunalykt gýs upp.

Fred fer inn til að athuga hvað gangi á, á meðan ég reyni að útskýra fyrir fólkinu í röðinni að það sé enginn að fara inn meðan ástandið sé svona. Svo koma ljósin aftur í gang, og ég reikna með að allt sé í lagi, og fer að hleypa ólmum lýðnum aftur inn í skömmtum miðað við þá sem fara út. Kemur Fred skyndilega aftur, ekki hress, og spyr hvað í andskotanum ég sé að gera, það sé ekki þverfótað fyrir fólki inni, og allt sé í hassi -- sem ég vissi að sjálfsögðu ekki, búinn að vera einn að halda þvögunni sl. kortér, og sá ekkert nema að rafmagnið var komið aftur á, og hleypti jafn mörgum inn og út.

Einhver hafði víst hellt bjór yfir DJ græjurnar og ofan í jarðtengt fjöltengi, og ekki var hægt að kveikja á neinum afgreiðslukössum, né hljóðgræjum, og helmingur ljósanna á staðnum var hættur að virka, ofan í þetta lagðist þessi góða brunalykt -- nú fór fólkið að streyma út.  Það sem mér þótti mest áhugavert var líklega allt fólkið í röðinni, sem beið samviskusamlega, og kvartaði í mér yfir því að fara ekki inn þegar fólk fór út.

Orðaskiptin hafa líklega verið eitthvað á þessa leið;

Ég: Það er ekkert áfengi, engin tónlist, og það er kviknað í! Það er enginn að fara hérna inn! 
Þau: Ok, svo það er hvað langt þar til við förum inn? Hálftími?
Ég: Nei, viljiði fara inn, ekkert áfengi, engin tónlist, og eldur!?
Þau: Já, hvað er löng bið?

Þetta bjargaði kvöldinu mínu, ég hló bara að þeim, á endanum tókst okkur að vera búin að klára eiginlega allt milli 5 og 6, og hringdum á slökkviliðið til að líta yfir þetta, enda Kaffibarinn gamalt timburhús, og aldrei hægt að fara of varlega. Jafnvel á meðan slökkvibíllinn (stór rauður trukkur með krana og látum) var fyrir utan var fólk sem vildi komast inn!

Svo sem ekki áhugaverðasta kvöld í heimi, en fyrst ég bloggaði rétt áður en það hófst þá ákvað ég að láta afgang sögunnar fylgja hér líka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Þarna sérðu. Áfengi er böl.

Sigurður G. Tómasson, 18.4.2006 kl. 13:01

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, böl og í miklu uppáhaldi hjá mörgum ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 18.4.2006 kl. 13:10

3 identicon

Fólk er fífl ! :)

BuBBi (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 21:04

4 Smámynd: Sigrún

hhahhahahhah, vá hefði ég drepist úr hlátri yfir svona tregu fólki :D pant ekki fara inn í gamalt timurhús sem er að brenna!!!! æji tek undir - fólk er fífl !!! :)

Sigrún, 19.4.2006 kl. 01:20

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábær saga

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.4.2006 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband