31.3.2009 | 11:25
Villandi frétt. Kolrangur myndatexti.
Ekkert í efni fréttarinnar gefur til kynna að meirihluti kannabisnotenda noti einnig örvandi fíkniefni. Fréttin segir að þeir sem leiti sér aðstoðar vegna kannabisfíknar þjáist einnig af öðrum fíknum. Sjúkrahúsið Vog hefur engar upplýsingar um hegðunarmynstur kannabisnotenda, aðeins fíkla. Að sama skapi og hér á landi eru margfalt fleiri áfengisneytendur en áfengisfíklar, hljótum við að reikna með því að hegðun fíklanna sé ekki heimfærð á venjulega notendur?
Myndatextinn er: "Meirihluti þeirra sem nota kannabis nota einnig örvandi efni á borð við kókaín og amfetamín."
Myndatextinn er: "Meirihluti þeirra sem nota kannabis nota einnig örvandi efni á borð við kókaín og amfetamín."
Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Meirihluti þeirra sem nota kannabis nota einnig örvandi efni á borð við kókaín og amfetamín."
Án efa einn mesti áróður sem ég hef séð á mbl.is, þeir ættu að skammast sín.
Ég þekki haug af fólki sem er í kannabisneyslu og ekki neitt af því liði er að nota eitthvað annað "dóp", jafnvel mikill hluti af þessu fólki drekkur ekki áfengi og reykir ekki nema það sé verið að nota það í mall út í grasið.
Þeir fengu þessar niðurstöður út frá FÍKLUM, ekki hinum almenna kannabisneytanda.
Davíð Þór Þorsteinsson, 31.3.2009 kl. 12:05
Léleg frétt hjá mbl
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 12:38
Davíð: Einmitt það sem ég vildi benda á :-)
Sigurbjörg: Sammála.
Steinn E. Sigurðarson, 31.3.2009 kl. 13:13
Nú eru þeir búnir að leiðrétta myndatextann...en fyrirsögnin og "fréttin" eru enn jafn asnaleg.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.3.2009 kl. 14:53
Og þó að textanum við myndina hafi verið breytt er hann ennþá öfugsnúinn:
Meirihluti þeirra sem komu á Vog í fyrra og nota kannabis nota einnig örvandi efni á borð við kókaín og amfetamín
Semsagt... efnin sem éta heilann þinn, bankareikninginn og líkama þinn upp á notime voru ekki orsök þess að fólkið fór í meðferð, heldur kannabis?
Það er ekki möguleiki að ljúga hversu léleg "fréttamennska" þrífst á mbl.is því sannleikurinn tekur öllum slíkum lygum fram...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.3.2009 kl. 19:48
Morgunblaðið = Fox News Íslands.
Maynard (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.