VAR: Rangfærsla

Svandís sagði að stefna flokksins væri að leggja þetta fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Þetta er ömurlegt blaðamennska.

Ath. Það er búið að breyta fréttinni afskaplega mikið frá því að ég skrifaði þetta blogg og tengdi við hana -- kannski ætti Morgunblaðið að senda manni tilkynningu þegar fréttum er breytt, og hvort maður vilji halda tengingunni?

Ég vildi þess óska að ég hefði tekið skjáskot af fréttinni eins og hún var, því gagnrýni mín átti við hana, ekki fréttina sem nú er tengd.


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

WHAT?  Hver oddvitinn á fætur öðrum úr röðum VG hefur hafnað inngöngu í ESB í þessum sömu kosningafundaþáttum á RÚV! Vill VG ekki kannast við afkvæmi sín?

Varaformaðurinn búinn að viðurkenna stefnu VG um ESB og skattahækkanir og launalækkanir! Ályktun landsfundar um upptöku eignaskatts! Þið getið ekkert breitt yfir ykkar stefnu (NB. til á prenti eftir landsfund VG) hún hafnar inngöngu í ESB en boðar skattahækkanir!

Hinsvegar er komið svolítið annað hljóð í strokkinn síðustu dagana varðandi ESB, þegar ljóst þykir að hér verði mynduð (ef ekki sé búið að mynda hana) vinstri stjórn VG og Samfó! Össur slær i´og úr varðandi álver á Bakka, og við gamlir Húsvíkingar skulum nú hugsa okkar gang! VG hafnar samningum um Helguvík í minnihlutaríkistjórninni, og verða undir, en samt skal horft til áframhaldandi stjórnarsamstarfs VG og Samfó! Er þetta trúverðugt gott fólk?

Fróðlegt líka að hlýða á Svanhvíti Svavars í kvöld, talandi um framfarirnar sem urðu hér á landi eftir miðja síðustu öld! Hún kom hinsvegar ekki inná eitt sem situr í mínum límheila frá því að ég var unglingur og verið var að ræða á Alþingi hvort ætti að halda sig við svarthvítt sjónvarp eða leggja í kostnað hjá RÚV og hefja útsendingar í lit! Svavar Gestsson, faðir Svanhvítar, talaði sig hásan á Alþingi tímunum saman gegn slíkri fyrru! Hér gætum við bara haldið okkur við það sjónvarp sem hér hefði verið frá upphafi ('76. ca. 10 ár í sv.hv.)! Þetta er grunnurinn sem VG byggir á, Steingrímur frá Gunnarstöðum  í Þistilfirði sem kom inná þing, ja, mig brestur minni, það er svo djö.... langt síðan, Ögmundur BSRB ( sem hefur farið svo nett í það að verja opinbera starfmenn, þar á meðal  lögreglumenn uppá síðkastið) og Álfheiður Ingadóttir , (aðalklappstýra árásarmanna á Alþingi og lögreglu í jan s.l.) og síðan er komin kynslóðaskipting í fylkinguna með blessaðri Svanhvíti Sv. og vafalaust fleirum.

Ég bý í dag á Álftanesi, hér höfum við haft yfir okkur Vinstri stjórn (tjón) síðan 2006. Bæjarsjóður er gjaldþrota, skuldar í það minnsta 3 x tekjur !

Er það þetta sem við viljum ?  Ég segi NEI - við vinstri stjórn, hún hefur og mun aldrei bæta stöðu neinna nema þeirra sem veljast í feitar stöður sem skipað er í af stjórnvöldum!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, þetta voru loðin svör sérstaklega Samfylkingar megin, hinsvegar var þetta mjög einfalt svar hjá henni Svanhvíti -- ég horfði á þáttinn.

Steinn E. Sigurðarson, 22.4.2009 kl. 22:02

3 Smámynd: Sólveig Ingólfsdóttir

Hvernig er þetta með ykkur flokkafólk flokkurinn fyrst ræður öllu.  Ég tel að þjóðin hljóti að,vera nógu læs til að geta lesið samning og ákveðið svo það er lýðræði og ef vinstri græni flokkur vill ráða yfir þjóðinni og ákveða fyrir hana er það ekki lýðræði.  Vona bara að þeir sjái að þjóðin á að ákveða þetta engir flokkkar,, þjóðin mun segja já eða nei ekki bara nokkrir menn á þingi ekki fyrir mig ég vil lesa samninginn og  ákveða svo.

kv,Sólveig

Sólveig Ingólfsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, vonandi verður þetta lagt á borðið fyrir þjóðina. Þrátt fyrir að inn á milli leynist sauðir eins og ég sem kalli hana Svandísi, Svanhvíti í næstu andrá!

Hinsvegar er staðreyndin sú að meirihluti flokksmanna VG eru andvígir ESB aðild, en telja samt að þjóðin eigi að kjósa um það. Á hinn bóginn er meirihluti flokksmanna Samfylkingarinnar fylgjandi ESB aðild, en telja samt að þjóðin eigi að kjósa um það.

Mér finnst þetta alls ekki "óyfirstíganlegur" ágreiningur -- báðir flokkar hafa sínar skoðanir, en stjórnarsamstarf stendur ekki eða fellur með málefni sem báðir flokkar eru sammála um að leggja fyrir þjóðina.

Steinn E. Sigurðarson, 22.4.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband