Færsluflokkur: Bloggar
10.3.2006 | 17:01
Íslenskt blogg..
Jæja, þá er kominn tími til að taka þátt í bloggbyltingu þeirri sem við hjá Morgunblaðinu hyggjumst ýta úr vör með þessu frábæra nýja blog kerfi. Já ég, Steinn, öðru nafni þekktur sem "the driver" á bloggi mínu fyrir hinn enskumælandi heim, thoughts of the driver.
Á þessu bloggi hér reikna ég með að tjá mig um mál sem standa Íslandi nær, og kannski meiri áhersla á mitt einkalíf, en eins og áður verður þetta auðvitað vel flokkað svo fólki leiðist ekki of mikið ;-)
Annars langar mig að segja nokkur orð um þetta nýja blogkerfi, en ég veit ekki hvort orð fá því lýst hvað það er frábært, sérstaklega miðað við önnur ókeypis blogkerfi hérna heima, hann Baldur Kristinsson á hrós skilið fyrir bróðurpartinn af þeirri vinnu sem farið hefur í kerfið.
Bloggar | Breytt 30.3.2006 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)