26.5.2006 | 04:13
Upprisan úr langvinnum veikindum..
Já, ég hef verið veikur undanfarinn mánuð rúmlega. Ekki fyrr en í þessari viku að ég fékk endanlegt ógeð á þessum lasleika og ákvað að fara bara alls ekkert útúr húsi nema ill nauðsyn krefðist, því þrátt fyrir að ullartrefillinn væri orðinn mér samvaxinn lét þessi veirusýking sem herjaði á háls minn ekkert á sig fá.
Nú dugði ekkert nema stórskotaárás, þykkustu sokkar sem ég átti til, bolur, peysa, ullartrefill, ullarpeysa, ullarteppi. Best að sofa í öllum fötunum líka, best að svitna þetta út bara. Þessi aðferð bar árangur, því eftir helgina og það sem af er þessari viku er ég 99% laus við þetta ógeð, þarf bara að passa að verða ekki sérlega kalt næstu vikuna eða svo, og ég verð líklega, loksins, orðinn nógu frískur til að fara út og hlaupa eða eitthvað.
Í öðrum fréttum þá virðist fátt annað komast að en yfirvofandi kosningar, og eins og venjulega eru allir of uppteknir við að leiðrétta orðróma sem hinir komu af stað, til að kynna eigin stefnumál almennilega, og til þess að kynnast stefnu flokkanna þarf virkilega að gramsa og lesa gegnum misgóðar framboðssíður.
Ég ákvað að fara og athuga hvort fleiri ástæður en frábærar auglýsingar væri fyrir því að ég myndi leggja samfylkingunni til mitt atkvæði næstkomandi laugardag, og eins og yfirleitt þegar ég skoða samskipti vinstri flokkana við þá hægri, þá sannfærist ég enn frekar um að brögð séu einhverstaðar í tafli. Eins og t.d. ásakanir sjálfstæðismanna um að borgin hafi ekkert gert til að standa við loforð sín um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Fyrir fjórum árum var gert samkomulag við heilbrigðisráðherra um samstarf við byggingu hjúkrunarheimila, og síðan þá hefur borgin lagt til hliðar 360 milljónir og ítrekað reynt að fá ríkisstjórnina til að uppfylla sinn hluta samkomulagsins, en það gengur lítið. Enda væri nú erfiðara fyrir kallana að ná borginni ef þeir myndu hjálpa kommunum að ná markmiðum sínum og standa við kosningaloforð, það væri ekki sérlega gott fyrir flokkinn amk. Hverjum er svo sem ekki sama um gamla fólkið, eða kjósendur almennt? Ef maður er ekki við völd getur maður ekki hjálpað neinum, svo það er best að hafa völdin í fyrsta sæti, hagsmuni fólksins í öðru.. eða eitthvað.
Já samfylking, ég held þið fáið mitt atkvæði, mér einfaldlega býður við sjálfstæðisflokknum og þeirri kosningabaráttu sem þar er háð.
Skemmst er að minnast þegar ummæli Gísla Marteins í Íslandi í dag hrintu af stað einhverri móðursýki á barnalands spjallborðunum, móðursýkin finnst mér ekki hafa átt rétt á sér að vísu, en það var áhugavert hvernig hann staðhæfði ítrekað að fjármál borgarinnar væru í slæmum málum, og svo þegar hann stóð frammi fyrir rökstuðningi hinnar hliðarinnar, hvað gerðist þá? Hann vældi útúr sér,
Voðalega eru þær agressívar þessar dömur hérna ... Ég ætla svo sem ekkert að vera að tala um skuldir borgarinnar
Vá, ætlar ekkert að vera að tala um skuldir borgarinnar, þú bara varst að því? Varst að staðhæfa að fjármálin væru í rúst? Erum við kjósendur kannski ekki þeim gáfum gædd að geta skilið afhverju, eða ertu kannski ekki viss? Flestir strákar vita að þeir eiga ekki að stofna til slagsmála sem þeir geta ekki klárað, kannski Gísli litli hafi bara aldrei þurft að leggja hönd bakvið orð?
Ég átti nýlega umræðu um stjórnmál við vinkonu mína, og þegar talið barst að Gísla Marteini, sagði ég, í fúlustu alvöru, að ef hann hefði orðið næsti borgarstjóri þá hefði ég neyðst til að flytja úr landi, því ég vil búa í Reykjavík. Hún kom með áhugaverða athugasemd, "æj hann er svo mikill kútur", sem ég er alveg sammála, hann er mjög geðþekkur maður og t.d. ágætis sjónvarpspersónuleiki, en það sem ég sagði henni var einfaldlega, að hann ætti hinsvegar ekkert með að sýsla með mín mál og mína peninga, þó hann væri kútur.
Vandamálið er kannski að allir eru búnir að gleyma því hvernig ástandið var í borginni fyrir 15-20 árum, ég var t.d. aldrei meira en hálfan dag á leikskóla, og hinn helminginn hjá dagmömmu eða eitthvað. Eða þá þegar stærsta ísbúð landsins var byggð, og látin snúast. Ævintýri eins og Perlan eru ekki ókeypis, og ég persónulega kæri mig ekki um að borga næsta ævintýri borgarstjóra með áráttu, eins og Davíð Oddsson var (og er líklega enn) með.
Jæja, nóg næturhrafl, best að fara aftur að vinna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég verð að segja fyrir mig að þeir sem ég þekki sem eru hvað mest happy-go-lucky eru einstaklingar sem hafa síður en svo átt sjö dagana sæla. Kannski þarf eymdin að byrja að flæða út fyrir til að það gerist. Hver veit. :-)
Öddi (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 23:48
þetta er allt sama ruslið. . . . . . . . . ....
bubbi (IP-tala skráð) 28.5.2006 kl. 16:40
ú ég er með grænar bólur fyrir gísla marteini .. !!!
en ég hata stjórnmál þannig að ég nenni ekki að skipta mér af þeim ..
en vúhú að þér sé LOKSINS BATNAÐ!!!!!!!!!!!!!! kominn tími á það !! farðu nú vel með þig KÚTUR hehe ;) !!
Sigrún, 29.5.2006 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.