Garðbæjingar geta verið stoltir :-)

Ég hef að vísu ekki notað þennan vef, enda aldrei verið  búsettur í Garðabæ, en það er hrósvert að notfæra upplýsingatæknina til að auðvelda borgurum að taka þátt í bæjarmálefnum, og aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu, sem getur nú verið ærið flókið fyrstu árin (ég veit ekki hversu oft ég hef fengið einhver bréf frá Reykjavíkurborg um eitthvað sem mig hafði aldrei órað fyrir að ég þyrfti að hugsa útí, kynningar á skipulagsbreytingum sem ég þurfi að mæta í ráðhúsið á vissum dögum til að kynna mér t.d., eða einhver gjöld sem maður veit ekkert afhverju eru ekki inní útsvari t.d.?).

Önnur sveitarfélög á Íslandi mega örugglega taka Garðabæ sér til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Sem starfandi forritari get ég fullyrt að það á ekki að vera óyfirstíganlegt fyrir flest sveitarfélög Íslands að setja upp vef af þessu tagi, og jafnvel gætu nokkur þeirra skotið saman í að borga fyrir að frjálst (free software) kerfi af þessu tagi yrði gert sem væri hægt að aðlaga og nota í öllum sveitarfélögum landsins með litlum tilkostnaði :-)


mbl.is Garðabæjarvefur slær í gegn í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband