9.6.2007 | 18:03
Mennt er máttur!
Ég er hjartanlega sammála Þorsteini Gunnarssyni rektor.
Ég velti því fyrir mér hvað við þurfum margar stíflur, og mörg álver, til að öll þjóðin verði okkur sammála.
![]() |
Brýnt að skapa háskólum fjárhagsleg skilyrði til vaxtar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarnn er eg sko sammál Ment er máttur ,en eg tel lika Iðnment mátt/ekki bara Haskolaborgara/i Iðmnet vantar mikið fólk/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 10.6.2007 kl. 15:06
Já, svo sannarlega! Við megum ekki gleyma því að mikið af því sem við köllum hugvísindanám í dag verður í raun eins og iðnnám í framtíðinni. Iðngreinarnar eru grundvöllur sem margir gleyma, og ekki síst mikilvægt að gott framboð sé á slíku námi.
Samhliða því að auka veg þess finnst mér að það mætti bæta hag þeirra ætla sér af vinnumarkaði í nám aftur. Til dæmis kemst ég ekki í háskóla á Íslandi sem stendur, þrátt fyrir að í störfum mínum hjá Viðskiptaháskólanum í Vín leiðbeini ég nokkrum masters nemum í tölvunarfræði, og á vegum iCamp tek ég þátt í umsjón 15 doktorsnema. Þessu fólki finnst ég hæfur til þess að hjálpa þeim. Skólakerfið er hinsvegar þannig úr garði gert að ég er bara stúdentslaus, og verð að fara í kvöldskólann á næstu önn til að loksins verða þess heiðurs aðnjótandi að "læra" tölvunarfræði.
Þrátt fyrir að menntakerfið sé ekki fullkomið, þá er það okkar besta vopn í baráttunni fyrir betri framtíð.
Steinn E. Sigurðarson, 10.6.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.