5.7.2007 | 12:19
Frábært
Hvað þjóðverjar taka hart á svona trufluðum trúarsöfnuðum.
Cruise aftur meinaður aðgangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Tenglar
Aðrir bloggarar
- Kristinn Örn Hann Kiddi hefur ákveðið að segja heiminum loksins frá því hvað hann er góður strákur :-P
- Musteri letinnar Öddi segist að vísu vera hættur að blogga, en sjáum til hvað það endist
- Friðrik Thor Gamall vinur og reyndur bloggari lætur ljós sitt skína.
- Ómar Kjartan Yasin Ómar hefur oft eitthvað áhugavert að segja..
- Radddálkar Radddálkablogggrísinn sem margir fylgdust spenntir með þegar þróun blog.is stóð yfir, hefur ákveðið að skrifa coherent færslur fyrir okkur mannfólkið ;-)
- Blæti í borginni Henrý á íslensku
- arnim Árni lætur gamminn geysa..!
- Einherji Já, pabbi loksins farinn að blogga ;-)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Bækur
Lestrarlistinn
Bækur sem ég er að lesa núna, gef stjörnur útfrá því hversu góð bókin er, enn sem komið er.
-
Peter Lamont: The Rise of the Indian Rope Trick (ISBN: 0349118248)
Eftir rúmlega þrjá kafla af þessu léttmeti get ég ekki kvartað, nema undan eigin leti
**** -
Roy Jacobsen: Frost (ISBN: ?)
Ágætis bók enn sem komið er, málar áhugaverða mynd af lífinu á Íslandi fyrir ca. 1000 árum.
***
Tónlist
Þverskurðurinn
-
Elbow - Leaders of the free world
Æðislega heilsteyptur og góður rokkdiskur í rólegri kantinum, strákarnir í Elbow eru að fara að sigra heiminn..
*****
-
The Decemberists - Her Majesty
Vel heppnaður diskur sem verður betri með hverri spilun, sérstaklega mæli ég með Bachelor and the Bride, og svo persónulegu uppáhaldi mínu, Red Right Ankle
****
-
Varði - Undergone
Industrial útgáfa af Undergone, verður á nýju plötunni sem kemur út í sumar, hægt að downloada því á síðunni hans.
*****
Um bloggið
mikil mildi
Ég er eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Ég er sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem ég get ekki staðið við. Vissulega er ég vel gefinn, en ég sóa hæfileikum mínum í blaður og óþarfa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 25765
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé að þú hefur áhuga (áhugi er reyndar ekki sama og styðja ákveðin mál) á einstaklingsfrelsi og félagslegu jafnrétti en þér er slétt sama um trúfrelsi.
Alvy Singer, 5.7.2007 kl. 13:58
Síðan er það annað mál hvort Vísindakirkjan geti verið kölluð trúarsöfnunður
Alvy Singer, 5.7.2007 kl. 14:05
Nei, mér finnst fátt hættulegra í þessari veröld en skipulögð trúarbrögð, það er ekki það sama og að vera sama um trúfrelsi.
Mér er í stuttu máli sagt, sama hvað hver vill trúa fyrir sig, en um leið og fólk fer að hópast saman til að trúa sama ruglinu, heilaþvo aðra (og hvaða önnur vitleysa það er sem svona söfnuðir taka sér fyrir hendur), þá er það að mínu mati hættulegt. Vísindakirkjan er dæmi um sérlega hættulegan trúsöfnuð, sem var stofnaður eingöngu í þeim tilgangi að svíkja undan skatti, og græða peninga á saklausu, einföldu fólki.
Frábært að þjóðverjar sjái þetta svona í hendi sér. Ég vona bara að skipulagðri trú verði úthýst sem þeirri geðveiki sem hún er fyrr frekar en síðar.. en ég er ekki bjartsýnn varðandi það.
Steinn E. Sigurðarson, 5.7.2007 kl. 14:15
Málið er bara það að Vísindakirkjan er ekki viðurkennd þar sem trúfélag - og getur engum um það kennt nema sjálfri sér, því hún reyndi að hindra birtingu rita sinna á þeim forsendum að þar væri um viðskiptaleyndarmál að ræða. Dómstóll úrskurðaði að einungis fyrirtæki gætu átt viðskiptaleyndarmál, þannig að lokaniðurstaðan varð sú að Vísindakirkjan væri ekki trúfélag.
Púkinn hefur annars skrifað nokkru sinnum (sjá þennan hlekk) um leyndarmál Vísindakirkjunnar, en hins vegar er það skoðun Púkans að þótt boðskapur Vísindakirkjunnar sé fáránlegur og siðferði þeirra vafasamt, þá eigi það sama við um allt, allt of mörg "hefðbundin" trúfélög.
Púkinn, 5.7.2007 kl. 15:44
Sammála þér Steinn/þetta er ekki ekki liðandi alls ekki/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 5.7.2007 kl. 17:17
Ég er bara svo innilega sammála þér Steinn. Trú er góð en trúarbrögð er bara það, brögð til að nýta fólk fjárhagslega eða persónulega. Það finnst mér segja mikið að vísindakirkjan var sett á laggirnar af höfundi vísindaskáldsagna.
Arnþór Guðjón Benediktsson, 5.7.2007 kl. 20:46
Það er merkilegt að fólk haldi að það geti aðskilið persónulega trú og trúarbrögð, líkt og fyrirbærin séu ekki skyld. Fólk hópar sig alltaf saman með það sem það hefur áhuga á hvort sem það er trú eða annað. Áhugi einstaklinga er oft sprottinn úr akveðnu samfélagi og öfugt. Skiplögð trúarbrögð viðhalda áhuganum og breiða út humyndakerfin, sama hversu heimsk þau eru. Heimsk trú einstaklinga er ekkert endilega skárri. Það er ekkert þannig að trú sé góð en trúarbrögð slæm. Það er svipað eins og að segja að fótbolti sé fínn en fótboltafélög slæm. Ef að hugmyndin er slæm til að byrja með verður hún auðvitað ekkert betri í félagi með öðrum.
Svanur Sigurbjörnsson, 6.7.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.