Nauðsynlegar ráðstafanir

Miðað við þann farsa sem var í kringum sektun Flugleiða af Samkeppniseftirlitinu, vegna aðfara þeirra að Iceland Express, þá er greinilega mikil og brýn þörf á því að hraða þessu ferli öllu saman!

Sem íslenskum reglulegum neytanda flugfara þá svelgist mér á því að þegar Flugleiðir var loks dæmt til að greiða þessar 130 milljónir, var þeim búið að takast að fjársvelta Iceland Express upp að því marki að geta keypt þá. Fyrir utan þá fásinnu að 130 milljónir séu nægilega há fjárhæð til að skipta einhverju einasta máli fyrir svona fyrirtæki.

Ríkið ber ábyrgð gagnvart þegnum sínum til að tryggja jafnan rekstrargrundvöll allra fyrirtækja, og þar af leiðandi samkeppni. Ef kapítalismi á að þjóna grundvallarmarkmiði sínu; að veita neytendum bestu mögulegu þjónustu í hvert skipti, þá er öflugt samkeppniseftirlit ekki síður mikilvægt en öflug samkeppni! 


mbl.is Hæsta sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband