Glæpur án fórnarlambs?

Nú er ég kannski frekar frjálslyndur, en mér finnst einfaldlega rangt að dæma þennan gamla mann í fangelsi fyrir að veita friðsömu fólki þjónustu sem samfélagið veitir ekki. Kannabis er örugglega ekki verra eða óhollara "lyf" til að lina þjáningar þessa gamla fólks, heldur en einhver manngerð, mögulega ónáttúruleg, efnasambönd sem stóru lyfjafyrirtækin græða á að selja. Viðhorf flestra stjórnvalda til kannabis efna er því miður ekki til þess fallið að vernda samfélagið, þar sem enginn ávinningur felst í því að gera friðsama þegna samfélagsins að lögbrjótum fyrir athæfi sem skaðar ekki samfélagið. Það sýndi sig og sannaði á 20. öld þegar mörg vesturlönd bönnuðu áfengi, með miður skemmtilegum afleiðingum og örum vexti skipulagðra glæpasamtaka, sem sum hver eru enn við lýði.
mbl.is Seldi kannabis með mjólkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband