22.4.2009 | 21:10
VAR: Rangfærsla
Svandís sagði að stefna flokksins væri að leggja þetta fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Þetta er ömurlegt blaðamennska.
Ath. Það er búið að breyta fréttinni afskaplega mikið frá því að ég skrifaði þetta blogg og tengdi við hana -- kannski ætti Morgunblaðið að senda manni tilkynningu þegar fréttum er breytt, og hvort maður vilji halda tengingunni?
Ég vildi þess óska að ég hefði tekið skjáskot af fréttinni eins og hún var, því gagnrýni mín átti við hana, ekki fréttina sem nú er tengd.
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2009 | 09:55
Hvar finn ég niðurstöðurnar?
Ef farið er inn á vef ASÍ og þar athugað verðlagseftirlit: http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-200/ þá finnst ekkert um þessa könnun, né aðrar yngri en ársgamlar eða svo.
Varla heldur ASÍ að verðlagseftirlitið gagnist alþýðunni ef niðurstöðurnar eru svona torsóttar?
Mikill verðmunur á páskaeggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 11:25
Villandi frétt. Kolrangur myndatexti.
Myndatextinn er: "Meirihluti þeirra sem nota kannabis nota einnig örvandi efni á borð við kókaín og amfetamín."
Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.3.2009 | 20:10
Það er ekki svo auðvelt að fella niður húsnæðislán!
Margir kvarta og kveina yfir "tregðu" ríkisins til að "leysa" vanda þeirra sem eru mjög skuldsettir og sérstaklega í ljósi þess að nýsamþykkt frumvarp um greiðsluaðlögun nær aðeins til veðlausra lána. Staðreynd málsins er hinsvegar sú, að þar sem við vorum hluti af, og afar virk í, alþjóðlegu fjármálakerfi þegar bólan okkar stóð sem hæst, þá eru þessi lán okkar ekki svo einföld viðureignar.
Þegar bankarnir koma inná húsnæðismarkaðinn árið 2004, og bjóða fólki þessi sérdeilis góðu lán, þá fór húsnæðisverð að hækka uppúr öllu valdi -- talsvert hraðar en verðbólga, og margir sem höfðu keypt eign fyrir kannski 10 milljónir árið 2004, gátu selt fyrir hátt í 20 milljónir 2007. Mismunurinn sem einhver "græddi" þarna á 3 árum, kom í langflestum tilfellum ekki úr djúpum vasa kaupanda, heldur var hann fenginn að láni frá banka. Þessi banki tók svo aftur lán erlendis frá, til að lána aftur hér, og svo framvegis.
Þannig er mál með vexti að skuldirnar okkar, eru að stórum hluta líka skuldir bankanna. Auðvitað skulda þeir fleira, og töpuðu fé á fjárfestingum, en lánin þeirra til okkar á þessum þenslutíma á húsnæðismarkaði eru líklega einn stærsti hluti þessa gífurlega innflæðis lánsfjármagns sem keyrði áfram þensluna sem var hér í gangi.
Ef við leggjum niður þessi lán núna, þá erum við einfaldlega að draga úr (þegar takmarkaðri) getu bankanna til að greiða af erlendum lánum sínum, og óbeint erum það þá við sem erum ekki að standa undir skuldbindingum okkar. Ef við gerum það, þá getum við ekki lengur talað um "þá" óreiðumennina, heldur erum það orðin við.
Nú spyr ég sjálfan mig, erum við ekki komin í þá stöðu að um leið og einhver verður gjaldþrota hér í dag, og hættir að geta greitt af sínum skuldum, þá tekur ríkið (bankinn) eignina hans yfir, getur ekki selt hana og er einu skrefi fjær því að standa við sínar skuldbindingar erlendis. Ef lánið hefði hinsvegar verið tekið beint hjá erlendum banka, eða íslensku bankarnir látnir fara á hausinn (og þessi lán yfirtekin af þeirra lánadrottnum beint), hefði ríkið kannski frjálsari hendur til að gera eitthvað? Eins og staðan er núna, þá er eina leiðin áfram að mjólka okkur sem allra mest?
Mér fróðari menn mega endilega leiðrétta þessar pælingar :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 10:28
Stafrænt frelsi og rétturinn til að vita
[Grein upprunalega birt á vefsvæði Félags um stafrænt frelsi á Íslandi]
Vegna yfirstandandi heimskreppu og alvarlegra áhrifa hennar á Íslandi hefur umræða um stafrænt frelsi og þá sérstaklega frjálsan hugbúnað snúist að stórum hluta um efnahagslegar afleiðingar þess að borga fyrir eitthvað sem hægt er að fá ókeypis. Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning, sem samkvæmt mér og fleirum á sér einfalt svar: Það er aldrei réttlætanlegt að eyða fjármunum almennings að óþörfu. Þetta er staðreynd sem er sönn í hvaða samhengi sem er. Þess vegna langar mig að ræða um stafrænt frelsi frá öðru sjónarmiði, frá mannréttindasjónarmiði og hvaða áhrif það getur haft á líf og möguleika komandi kynslóða.
Einn gesta okkar (FSFÍ) á ráðstefnunni síðasta sumar var John Perry Barlow, og hélt hann afar vandaða ræðu um réttinn til að vita, en það eru mannréttindi sem hann telur nauðsynlegt að ríkisstjórnir heimsins tryggi komandi kynslóðum: að þær séu ekki hnepptar í þrældóm vanþekkingar og tapi frelsi sínu í stafrænum heimi þar sem upplýsingar og þekking eru hráefni nýs iðnaðar. Þetta er áhugavert sjónarmið þar sem það lýsir í fáum orðum nákvæmlega því sem baráttumenn stafræns frelsis berjast fyrir.
Stafrænt frelsi er hugtak sem við neyddumst til að nota, ekki því að það sé auðvelt að skilgreina það, heldur því að okkur steðjar mikil ógn nú þegar samfélagið samræmist tækninni í sífellt auknum mæli, og okkar daglega líf á sér sífellt fleiri stafrænar hliðar. Spurningarnar sem vakna upp eru til dæmis hver á upplýsingarnar mínar, og hvenær á ég upplýsingar og hvenær ekki? Get ég treyst því að hugbúnaðurinn sem ég nota setji mig ekki í hættu? Má ég athuga hvað hugbúnaðurinn er að gera? Hvenær er ég að brjóta lög í tölvunni?
Svörin við þessum spurningum eru oft óljós og gráa svæðið virðist stórt, og samt eru þær aðeins örfá dæmi um þær hættur sem getja steðjað að almenningi í stafrænu umhverfi þar sem lagalegt virki er ekki fullgert eða sniðið að nýjum aðstæðum til að vernda rétt einstaklinga í stafrænu samhengi. Það getur t.d. átt við um að stjórna eigin umhverfi, stýra aðgengi að sínum upplýsingum, deila upplýsingum og svo framvegis.
Nú hef ég minnst á nokkrar mikilvægar hliðar stafræns frelsis, og reynt að gefa örlitla kynningu á því en þar sem ég er hvorki siðfræðingur né lögfræðingur treysti ég mér ekki til að skilgreina það frekar hér, og vona að þessi inngangur dugi. Næst vil ég nefnilega tala um eitthvað sem ég þekki persónulega, frjálsan hugbúnað Frjáls hugbúnaður er m.a.s. frekar villandi nafn, því það er ekki bara hugbúnaðurinn sem er frjáls, heldur fyrst og fremst notandinn, og frelsi það sem hugbúnaðurinn býr yfir notendum sínum til góða, hefur gífurlega jákvæðar aukaverkanir í stærra samhengi stafræns frelsis.
Mikilvægi frjáls hugbúnaðar fyrir mannlegt samfélag nær nefnilega langt, langt útfyrir fjárhagslegan sparnað til skamms tíma. Frjáls hugbúnaður er samkvæmt eðli sínu öllum opinn, aðgengilegur, og gegnsær, svo allt samfélagið getur skoðað og gagnrýnt þá virkni og ferla sem notast er við, öryggisholur má finna og laga, bakdyr get ekki leynst bakvið óskiljanlegt vélamál, og sama gildir um þau ferli sem meðhöndla persónulegar upplýsingar. Við höfum rétt á því að vita hvernig (stafræni) heimurinn virkar, og notkun og útbreiðsla frjáls hugbúnaðar er stórt skref í átt til þess. Viljum við stafrænar kosningar þar sem enginn getur gagnrýnt hugbúnaðarferlana, eða fundið villur eða öryggisholur? Viljum við stafrænt umhverfi þar sem okkar gögn, okkar réttur, okkar frelsi er bundið ákvörðunum aðila (hugbúnaðarframleiðanda) sem við höfum engin áhrif á, enga stjórn yfir?
Viljum við að komandi kynslóðir búi við umhverfi sem leyfir þeim að skilja, leyfir þeim að vita hvernig umhverfi þeirra virkar, eða viljum við að komandi kynslóðir, þekking þeirra og örlög verði fjötruð af lögum og reglum sem samræmast ekki nýju umhverfi, fjötruð í upplýsingakerfum sem hafa sitt fyrsta markmið að skapa verðmæti fyrir eigendur sína, og kannski sem næsta markmið að veita þjónustu. Eins og Barlow sagði þá snýst þetta um réttinn til að vita allt sem snertir mann persónulega, vita hvað skattpeningurinn manns fer í, hver hefur aðgang að gögnunum manns, og þar sem tækni nútímans leyfir okkur að deila upplýsingum með því sem næst engum kostnaði þá höfum við öll réttinn á að vita allt sem varðar okkur sjálf eða engan annan. Eðli stafræna heimsins er slíkt að upplýsingar geta flætt því sem næst óendanlega og kostnaðarlaus milli okkar. Það eina sem heftir frjálst flæði þekkingar og hraðari framþróun mannkyns er okkar eigi hræðsla við að aðlagast breyttum aðstæðum.
Ég segi, bregðumst við strax! Gegnsæji og frjálst flæði upplýsinga strax! Stjórnvöld á Íslandi hafa undanfarin ár gert meira rétt en rangt í þessum efnum, og við í FSFÍ höfum síðan félagið var stofnað átt góð samskipt við stjórnvöld, og við trúum því að viljinn sé fyrir hendi hjá flestum flokkum til að tryggja það að á Ísland skapist umhverfi þar sem stafrænu frelsi okkar er ekki ógnað, þar sem allar mikilvægar hliðar samfélagsin eru okkur skiljanlegar, og upplýsingar og þekking sem við byggjum upp saman er okkur öllum aðgengileg, hvort sem um ræðir fyriræki eða einstaklinga. En nú er komið að þér, kæri lesandi, að láta stafrænt frelsi þig varða, og ekki sætta þig við fjötra vanþekkingar og ógegnsæjis. Án almennrar vitundarvakningar samfélagsins og þrýstings frá almenningi er ólíklegt að frelsissjónarmið okkar nái fram að ganga, og því miður líklegt að einkahagsmunir fárra en stórra fyrirtækja sem hafa grætt vel á óbreyttu ástandi muni fá framsætið, og afleiðingar þess til lengri tíma gætu orðið skelfilegar.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 09:40
Súpa seyðið af lokun Kristjaníu
Maður skotinn til bana í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.2.2009 | 13:33
Glæpur án fórnarlambs?
Seldi kannabis með mjólkinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.2.2009 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 15:57
Hlakka til að smakka!
Mér finnst alltaf jafn spennandi þegar bændur taka sér eitthvað svona fyrir hendur á okkar kalda landi. Mér finnst eitthvað rómantískt við að borða matvæli sem tókst að framleiða á Íslandi, og að verið getum fundið harðgerari plöntuafbrigði sem lifa af okkar svala loftslag.
Ég vil óska Ólafi til hamingju, og þakka honum fyrir þetta frábæra framtak!
Alíslenskt heilhveiti frá Þorvaldseyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 10:57
Góðar fréttir fyrir marga
Fyrir aðra skiptir þetta hinsvegar engu máli. Sumir hafa sagt skilið við séreignarhugbúnað á borð við þann sem Microsoft leigir út, og skipt yfir í frjálsan hugbúnað.
Frjáls hugbúnaður er sá hugbúnaður sem tryggir notandanum eftirfarandi grunnfrelsi:
- Hugbúnaðinn má nota í hvað sem er
- Hugbúnaðinn má rannsaka og breyta
- Hugbúnaðinum má dreifa að vild
- Hugbúnaðinn má betrumbæta og dreifa samfélaginu til góða
Þetta er lauslega þýtt, en í grunninn til þýðir þetta að frjáls hugbúnaður er ekki bundinn þeim takmörkunum séreignahugbúnaðar, um dreifingu, rannsökun, breytingar og notkun. Þetta hefur þá skemmtilegu aukaverkun að frjáls hugbúnaður fæst í langflestum tilfellum endurgjaldslaus til niðurhals á netinu.
Í sumum tilfellum getur verið að sá frjálsi hugbúnaður sem þegar er til á vissu sviði sé ekki nægilega þróaður til að leysa vandamál einhverra stofnana, fyrirtækja eða einstaklinga, í því tilfelli er yfirleitt einfaldasta lausnin að kaupa sér séreignarhugbúnað sem leysir vandamálið. Hinsvegar er framboð á frjálsum hugbúnaði sífellt að aukast, og í dag eru margir netnotendur nú þegar að nota slíkan í formi Firefox vefvafrans, sem fengið hefur góða dóma og viðtökur vegna hraða og öryggis (þó alltaf megi gott batna). Það vill svo til að ég skrifa þessa bloggfærslu í hugbúnaðarhlaða sem telst alveg frjáls, ég er með Linux dreifinguna Ubuntu sem stýrikerfi, gluggakerfið er samsett af GNOME gluggastjóranum, ofaná X.Org gluggaþjóninum, og svo loks nota ég fyrrnefndan vafra, Firefox.
Frjáls hugbúnaður, og notkun hans, er í dag líklega stærsta baráttumál Félags um Stafrænt Frelsi á Íslandi, og mikilvægur hluti af stafrænu frelsi -- sem fæst okkar vita hvað þýðir: Stafrænt frelsi er í stuttu einfölduðu máli sama frelsi og á við um frjálsan hugbúnað, nema almennara og nær þá yfir alla stafræna hluti -- skjöl, margmiðlunarefni, rafræna samskiptastaðla, osfrv.
Í dag hef ég ekki aðeins notið þess að vinna og vafra í ókeypis, frjálsu umhverfi, heldur þurfti ég einnig að bæta við virkni í kerfi sem ég er að þróa, og gat fundið íkon sem mér var leyfilegt að nota undir svokölluðu Creative Commons leyfi, gegn því að taka fram hvaðan íkonið kemur. Myndina gat ég einnig sniðið aðeins að mínum þörfum, og gerði það með frjálsa grafíkvinnslu forritinu GIMP. Frelsið er yndislegt .
Svona í lokin vil ég hrósa Microsoft fyrir þessa viðleitni sína, vonandi þetta hjálpi einhversstaðar þar sem er hart í ári, en þar sem er virkilega hart í ári þá mæli ég sterklega með því að skoða möguleika á innleiðingu frjáls hugbúnaðar -- það gæti margborgað sig. FSFÍ getur aðstoðað við það.
Microsoft tekur stöðu með krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 14:49
Hvað er hryðjuverkamaður?
Það er mjög áhugavert hvernig okkur Íslendingum hefur tekist að gera okkur mat og píslarvottun úr merkimiðanum "hryðjuverkalög". Áður en lengra er haldið er best að taka fram að ég er sammála því að aðför breskra stjórnvalda að Íslenskum fyrirtækjum, og yfirlýsingum þeirra vegna Icesave hafi verið yfirdrifin og lituð af pólitísku bakkaklóri Brúna-Garðars. Þessi leðjuslagur sem hann ákvað að draga okkur útí hefur ekki verið íslensku þjóðinni eða fjármálakerfi blíður, og má segja að þetta lúalega pólitíska bragð hans hafi virkað fyllilega á okkar kostnað. Sérstaklega er það súr staðreynd í ljósi þess að síðast þegar við vissum þá var Ísland ekki eitt af keppnisliðunum í breskum stjórnmálum.
Aftur að kjarna málsins hinsvegar, þá finnst mér ámátlegar myndir af okkur Íslendingum haldandi á skiltum eins og "Why Brown? Do we look like terrorists!?", horfandi í myndavélarnar með okkar bláu augu, fölu húð, vera einskonar samþykki á þessum móðukennda stimpli "hryðjuverkamenn". Í dag eru flestir "hryðjuverkamenn" með dökka húð, dökkt hár, brún augu, skegg og klæddir í einhver hvít föt og stundum er eitthvað köflótt hér og þar -- við vitum það varla, þeir eru svo ægilegir. Þegar maður sér slíkan mann, þá hugsar maður bara "ætli þessi sé...", og forðar sér án frekari pælinga um útlitið. Svona svipað og þegar maður sér stóra könguló, og hugsar hvort hún sé eitruð.
Auðvitað erum við fæst svona smáborgaraleg, og ég vona að flestir Íslendingar deili reiði minni yfir hinu meinta "stríði" gegn hryðjuverkum, veru okkar í NATO og stuðningi okkar við mun stærra og ógeðfelldara pólitískt bragð amerísks kollega hans Brúna. Bragð sem snýst ekki um að fólk þurfi að hætta við sólarlandaferðina eða endursemja um húsnæðislánin, heldur frelsi, lífsviðurværi og þ.a.l. mannslíf margra milljóna saklausra manna, kvenna og barna í austurlöndum nær.
Nei það er rétt að við erum víst ekki hryðjuverkamenn, en hvað eru eiginlega hryðjuverkamenn annað en stórhættulegt regnhlífarhugtak sem valdamenn "vina" okkar í NATO nota til að hræða múginn og hrifsa góða bita fyrir sig og sína.
No Mr. Brown, we aren't terrorists, and we aren't witches either.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)