Færsluflokkur: Bloggar

Fljótandi króna

Þetta virðist vera fyrsti liður í viðbrögðum atvinnulífsins við flökti krónunnar, og ef reikna má með áframhaldandi viðbrögðum í sama tón, þá mun fljótandi gjaldmiðillinn okkar brátt vera hálf tilgangslaus, ef þjónusta (og í kjölfarið laun jafnvel) verði læst við grunnverð í öðrum gjaldmiðlum og yfirreiknuð mánaðarlega í krónur.

Óneitanlega finnst mér flökt krónunnar uppá síðkastið minna á hjartaflökt deyjandi manns.


mbl.is Verðskrá Símans endurspeglar gengisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

wir benötigen unseren Lebensraum

Sagði Hitler á sínum tíma, og þýska þjóðin fagnaði.

Af sögunni verða þjóðir dæmdar.


mbl.is Hart barist á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Regnhlífarhugtak til heimsyfirráða

Hugtakið hryðjuverk er alveg ótrúlega öflugt vopn. Síðan "hryðjuverkamenn" urðu hinn sameiginlegi draugkenndi óvinur sem Bandaríkin ákváðu að sameina hinn vestræna heim gegn, þá hefur hugtakið þróast frá því að þýða ofbeldisverk öfgahópa gegn saklausum, óvopnuðum borgurum í yfirleitt pólitískum tilgangi [1], yfir í ofbeldisverk allra hópa sem samræmast ekki vestrænum judeo-christian hugmyndafræðum sem viðhafðar eru á flestum vesturlöndum [2].

Við nánari athugun á stöðu mála í Sómalíu, þá stendur þar yfir borgarastyrjöld sem hófst í núverandi mynd árið 2006 þegar ca 2 ára brothætt vald TFG (Transitional Federal Government, samsuðu stjórn stríðsherranna) fór að liðast í sundur vegna bardaga í borginni Mogadishu milli ICU (Islamic Court Union) og ARPCT (Alliance for the Restoration of Peace and Counter-Terrorism) [3].  Athugið að ARPCT var ekki nýstofnaða samsuðustjórnin TFG, heldur aðeins samkurl ýmissa stríðsherra og viðskiptamanna sem höfðu haldið völdum í Mogadishu síðan borgarstyrjöldin árið 1991 hófst [4]).

Miðað við þessar aðstæður sem ríkja í Sómalíu er mér ómögulegt að sjá aðrar ástæður en trúarlegar og hugmyndafræðilegar fyrir því að ICU eru flokkaðir sem hryðjuverkamenn -- að vísu hafa ICU verið uppvísir að sjálfsmorðsárásum en þær hafa skv. minni bestu vitund verið gegn hernaðarlegum skotmörkum og forsætisráðherra TFG [5,6]-- sem er kannski ekki skrítið þegar styrjöld ríkir?

Það sem situr í mér, þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilega mótfallinn ICU, eins og flestir vesturlandabúar, er að aðferðirnar sem eru notaðar til að "verja" okkar vestrænu hugmyndafræði eru á afskaplega gráu svæði hvað varðar skoðanafrelsi einstaklinga.

Munu framvegis allar styrjaldir þar sem önnur hliðin samræmist ekki hugmyndafræði vesturlanda (mögulega hvort sem um ræðir siðferði, trú, efnishyggju, eða annað) ekki vera flokkaðar sem styrjaldir, heldur sem borgarastríð? Borgarastríð milli riddara réttlætisins annars vegar og hryðjuverkamanna hinsvegar, og hlutleysi vestrænna þjóða er úr sögunni? Er þetta góð þróun?

Hættan að mínu mati er sú að þetta sé skref í útvíkkun orðsins "hryðjuverk" yfir í regnhlífarhugtak yfir allt sem þóknast ekki valdamestu þjóð heims. Hvað líður langt þar til eitthvað annað sjálfsagt frelsi eins og að taka þátt í borgarastyrjöld í Afríku verður orðið "hryðjuverk"?

 

Tilvísanir: 

1. "One official's 'refugee' is another's 'terrorist'", National Post, brot: 'The notion of terrorism is fairly straightforward — it is ideologically or politically motivated violence directed against civilian targets.' said Professor Martin Rudner, director of the Canadian Centre of Intelligence and Security Studies at Ottawa's Carleton University." (http://www.canada.com/nationalpost/news/story.html?id=a64f73d2-f672-4bd0-abb3-2584029db496)

2. "The Real War: Islam vs Judeo-Christian Ideology", The Shepherd's Voice
(http://theshepherdsvoice.org/prophecy/the_real_war.html)

3. "Somali deaths in fierce clashes", BBC World
(http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/africa/4839726.stm)

4. ''Intelligence Brief: I.C.U. Expels Warlords from Mogadishu''
(http://www.pinr.com/report.php?ac=view_report&report_id=505&language_id=1)

5. "Martyr videos debut in Somalia", Press TV (http://www.presstv.ir/detail.aspx?id=10912&sectionid=3510205 

6. "Suicide bomber strikes near Somali PM's house", Reuters AlertNet
(http://www.alertnet.org/thenews/newsdesk/L03310263.htm)


mbl.is Svíi grunaður um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ætli lækningin við Wii heilkenni sé?

Að hreyfa sig ekkert í 2-3 ár, en neyta reglulega áfengis, reykja sígarettur og borða helst franskar kartöflur og pizzur reglulega?

Hvurslags andskotans skottulæknar mæla með því að fólk hætti að hreyfa sig því það fær smá eymsli? Eiga þá ekki allir íþróttamenn að hætta þessu sprikli, fyrst það er svo óhollt? Það eru hátt í 100 ár síðan menn lærðu að væg eymsli í vöðvum vegna hreyfingar eru ekki hættuleg, og vilja margir meina að sé merki um framfarir -- eymslanna gætir meðan líkaminn er ekki átökunum vaxinn, en hætta eftir að framförum er lokið og líkaminn búinn að aðlagast nýju álagi.

Wii heilkenni?  ... Hreyfingarleysi og ræfilsskapur held ég frekar.


mbl.is Tilfellum Wii heilkennis fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar ákvarðanir

Ljósin eru óvirk vegna einhverrar truflunar.

Truflunin er þess eðlis að samskipti við stjórnstöð ganga ekki upp, enda allt ljósakerfi Reykjavíkur nú samstillt og stjórnað af einhverju hátæknikerfi. Það er greinilega mjög hátæknilegt, enda vita starfsmenn framkvæmdasviðs sem sjá um umferðarljós ekki einu sinni hvort sían sem beðið hefur verið eftir, muni hjálpa?

Ég spyr, síðan hvenær er betra að hafa ljós á háannagötu óvirk dögum -- eða jafnvel vikum -- saman, frekar en að setja upp staðbundna stýringu tímabundið.

Það væri þó betra að hafa staðbundin, heimsk ljós, en óvirk? Er samt bara grænt ljós í eina átt í einu og svona.. 

Það verklag og vinnureglur sem liggja að baki þessari atburðarás getur ekki talist annað en afkvæmi vanhæfninnar.


mbl.is Ljósin biluð í meira en viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætasta stelpan á ballinu!

Spurning hvort hún væri það líka á ættarmótinu?
mbl.is Norsk frænka forsætisráðherra vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasisminn lifir (það er satt)

Mér finnst áhugavert að fylgjast þessu máli, því loksins erum við farin að sjá fullar afleiðingar þeirra hræðilegu stjórnarfarsbreytinga sem byrjuðu að eiga sér stað í bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkanna 2001.

Ég kom til New York í janúar 2003, og flaug gegnum BWI. Þar þurfti ég (og allir aðrir!) að svara spurningum vopnaðra hermanna við hvorki meira né minna en fimm vopnaðar stöðvar eða hlið. Spurningar sem við ljóshærðu, bláeygðu, íslensku bræðurnir þurftum að svara voru á borð við:

"What is your business in the United States?"

"Have you ever travelled to the Middle east?" 

"Do you know anyone from the Middle east?"

"Have you ever engaged in any criminal or terrorist activity?"

"Where will you be staying in the United States?"

 

Og svo framvegis, og yfirleitt spurt frekar útí svörin. Mér fannst þarna koma í ljós hvað neoconarnir hafa unnið hörðum höndum að síðastliðin 20 ár, ekki síst þegar kemur að sannfæringu almennings um nauðsyn þess. Samfélag þar sem þarfir yfirvaldsins ganga fyrir þarfir samfélagsins eða einstaklingsins. Völd í krafti vopna. Fasisma.

Greinilegt að þessir fasistar svífast einskis m.a. gagnvart vinveittum þjóðum þeirra, en mikið ofboðslega sterkt ofsóknarbeinhljóta þeir að hafa ef þeim finnst fullorðnar íslenskar konur vera orðnar ógn við öryggi bandaríkjanna!?

Afrek þeirra, að leyna óhugnalegum aðferðum sínum, svona vel, svona lengi, og halda eigin þjóð í þeirri trú að þeir séu riddarar réttlætisins og berjist gegn fasisma og óréttlæti hvarvetna í heiminum, eins mikið og lengi og þeir hafa (og lifið í engri blekkingu, þó svo við sjáum þá í dimmu ljósi nú m.v. fyrir 5-6 árum, þá er engin spurning að afskaplega miklu er enn sópað undir mottuna!) -- það afrek er fálkaorða fjölmiðlanna.


mbl.is Harma meðferðina á Erlu Ósk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegar ráðstafanir

Miðað við þann farsa sem var í kringum sektun Flugleiða af Samkeppniseftirlitinu, vegna aðfara þeirra að Iceland Express, þá er greinilega mikil og brýn þörf á því að hraða þessu ferli öllu saman!

Sem íslenskum reglulegum neytanda flugfara þá svelgist mér á því að þegar Flugleiðir var loks dæmt til að greiða þessar 130 milljónir, var þeim búið að takast að fjársvelta Iceland Express upp að því marki að geta keypt þá. Fyrir utan þá fásinnu að 130 milljónir séu nægilega há fjárhæð til að skipta einhverju einasta máli fyrir svona fyrirtæki.

Ríkið ber ábyrgð gagnvart þegnum sínum til að tryggja jafnan rekstrargrundvöll allra fyrirtækja, og þar af leiðandi samkeppni. Ef kapítalismi á að þjóna grundvallarmarkmiði sínu; að veita neytendum bestu mögulegu þjónustu í hvert skipti, þá er öflugt samkeppniseftirlit ekki síður mikilvægt en öflug samkeppni! 


mbl.is Hæsta sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel tengdur

Afi, ert þú að vinna hjá Morgunblaðinu?

Nei vinur minn, ég vinn eiginlega hjá Tryggingastofnun ríkisins.


Og Lennon sagði

Hættu að nauðga sama gamla laginu, montrass..
mbl.is Liam Gallagher telur afturgöngu Lennons hafa heimsótt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband