Beckham pullar Pelé á þetta..

Fyrir rétt rúmum mánuði horfði ég á áhugaverða mynd um fótboltaliðið New York Cosmos, og þar af leiðandi, fótboltastjörnuna ástsælu, Pelé. Pelé tók árið 1975 boði NYC um 4.5 milljón dollara, fyrir að leika í þrjú ár í amerísku deildinni NASL, sem ef ég man rétt, var nýstofnuð eða verið að stofna á þeim tíma.

Vera Pelé á þessum völlum, og í þessari deild, svo ekki sé talað um umfjöllunina um laun og kvennamál hans í pressunni, gerðu fótbolta strax að afar vinsælli íþrótt í bandaríkjunum. Vandamálið var kannski að svo snögglega sópaði deildin að sér mörgum stjörnum, flestar þeirra á samning hjá NYC, að það var eins og deildin hafi orðið hálf fáránleg -- miðlungs áhugamanna leikmenn annars vegar, og svo óstjórnlega færar stórstjörnur hinsvegar. Þetta setti óþarflega mikla pressu á alla.

Í dag er sagan kannski önnur, bandaríkjamenn hafa frá því í kringum 1994 þegar heimsmeistarakeppnin var þar haldin, byggt upp fótbolta þar í landi, sér í lagi kannski frá '96 með nýrri deild MLS (Major League Soccer), sem er með strangari reglum um hálaunaða leikmenn (hvert lið má hafa einn leikmann sem fer yfir launaþak), og miðað við gengi bandaríska landsliðsins undanfarin ár, þá er greinileg gróska í þessum málum -- þó svo almennur áhugi á íþróttinni sé auðvitað margfalt minni í bandaríkjunum en evrópu.

David Beckham er auðvitað stórstjarna af þeim kalíber að allir sem búa í áhrifasvæði amerísku stórfyrirtækjanna hafa séð andlitið á honum klesst uppá vegg með stórri kúlu, sem er blá, hvít og rauð (pepsi). Ætli honum takist að blása enn meira lífi í þessa íþrótt vestanhafs? Eða ætli þetta valdi eins og hjá Pelé, tímabundið auknum áhuga, sem mögulega endar með ósköpum? Báðir þessir menn gera samninga seint á ferli sínum, við fjársterk bandarísk lið, frá tveimur þekktustu borgunum þar í landi, annað nefnt alheimurinn (eða alheimarnir vildu þeir kannski meina) og hitt stjörnuþokan! Það er aðeins of margt líkt þarna til að bera þetta ekki saman!

Ég get ekki sagt til um það, en það er amk ljóst að samningurinn sem gerði Pelé að hæst launaða íþróttamanni allra tíma bliknar í samanburði við þann sem Beckham hefur nýlega gert við LA Galaxy, sem er kannski frekar súrt, því ég held að Pelé hafi nú verið betri, og skemmtilegri. 

Nú er kannski bara eitt að gera, og það er að bíða og sjá hvað sé langt þar til hin tólf liðin í amerísku deildinni fá sér leikmann hvert, sem fer yfir launaþakið


mbl.is Beckham leitaði ráða hjá Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband