Stór orð, lítið innihald

Fyrir nokkrum vikum gerði ég uppgötvun.

Uppgötvun mín fólst í því að ég gerði mér grein fyrir að ást mín á einfeldni er ekki eins takmörkuð og ég hélt, ég komst nefnilega að því að verkefni mitt í lífinu væri ekki að vera riddari réttlætisins (eins og svo margir halda sitt hlutverk vera), heldur kannski frekar einherja einfeldninnar (ég varð að stuðla þetta líka!).

Einfeldnin er svo vanmetin -- Um hvað snýst það að leysa vandamál? Til að svara þessari spurningu þarf maður að skilgreina hvað sé vandamál. Ef ég ætti að gera fljótfærnislega tilraun til þess myndi ég segja að vandamál sé ástand sem skapast þegar einn eða fleiri aðilar hafa markmið sem engin skýr leið eða sátt ríkir um hvernig á að ná.

Yfirleitt þegar vandamál hinsvegar eru brotin niður í frumeindir sínar, sem eru yfirleitt einfaldari viðureignar en heildin, virðast þau oft hverfa eins og dögg fyrir sólu! Einfeldni er aðlaðandi, náttúran verðlaunar hana, m.a.s. í tónlist er það oftast eitthvað einfalt sem grípur mann. Í forritun og að ég myndi telja allri verkefnaþróun í praxís er einfeldni það sem "makes or breaks", svo ég sletti nú aðeins meira.

Ég hangi í þessum hugleiðingum því undanfarnar 20 klukkustundir eða svo hef ég legið yfir skýrslum Evrópusambandsins um TEL (Technology-Enhanced Learning) verkefni sem fengu fjármögnun skv. sjöttu rammaáætlun EC til styrktar rannsóknar og þróunar þvert yfir evrópu. Í þessum skýrslum, sem ættu að lýsa einföldum, skýrum skrefum til framþróunar -- litlar, viðráðanlegar einingar? -- er álíka auðvelt að finna einfalda, raunsæja verkefnislýsingu og fljúgandi mörgæs.

Eftirfarandi orð eru hér með á bannlista;

  • innovative
  • significant
  • competency
  • extensible
  • advanced
  • intelligent

Ég gæti haldið áfram, en ég held það væri best að taka einfaldlega nokkur dæmi;

"an innovative technology-enhanced learning approach based on the dynamic modeling of individual behaviours in different organisational contexts and situations, taking into consideration the specificities of individuals, of their relationship and social networks (both formal and informal), and cultural factors".

Hver sem er einhverju nær því hvað stendur til að gera eftir að lesa þessa setningu fær bjór frá mér næst þegar ég er á Íslandi (og nei, það er ekkert rétt svar).

Ég viðurkenni nú alveg að ég er alls ekki saklaus hvað þetta varðar, þar sem ég lifi á tveimur svona "Evrópuverkefnum", annars vegar "COVCELL - Cohort-Oriented Virtual Campus for Effective Language Learning", og hinsvegar "iCamp - Innovative, Inclusive, Interactive & Intercultural Learning Campus". Ég hinsvegar tók aðeins þátt í uppruna COVCELL verkefnisins, var ráðinn til hins síðar -- og þrátt fyrir hauga af skjölum, og aðgang að þeim sem skrifuðu umsóknina, þá tók það nokkra mánuði fyrir mig að skilja hvað í andsk#"$ ég átti að gera!?

Hvað var svarið? Jú einfeldni, ég ákvað að eina leiðin til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram í samningnum um iCamp, væri að einbeita mér að litlum einingum sem geta haft mikil áhrif (stærsta tæknilega vandamálið sem iCamp tekst á við er interoperability eða millivirkni kerfa, sem er flókið vandamál, og stærra en svo að við leysum það á næstu 16 mánuðunum). 

Ég er víst kominn á smá tangens, þar sem það sem ég ætlaði upprunalega að skrifa var;

"Er heimurinn betri því að það er til fólk sem myndi kalla þetta:

 ISETAS - Intelligent Socially Extensible Traffic mAnagement System

Intelligent socially extensible traffic management system ?"

 

Jæja, ég á víst eftir að fara yfir 13 kerfi eða svo (og það er bara rammaáætlun 6!).

Eða ætti ég að segja, I've yet to deploy intelligent assessment measures for competency driven data preparation on thirteen distinct knowledge objects.

Einhverjir í Brussel fara til helvítis fyrir að starta þessu trendi..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Gleymdi víst einu; þetta vandamál sem ég tala um, heitir meðal innvígðra "eurospeak" ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 22.5.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband