26.6.2006 | 17:34
Næsta kynslóð vefumhverfa?
Eins og glöggir menn vita þá er mbl.is (og blog.is) vefur smíðaður í umhverfi sem heitir Mason. Mason er í raun öflugt templating kerfi með caching, þar sem Perl er notað til að prósessa templatin.
Mason byggir allt upp á svokölluðum Mason componentum, sem eru í raun blanda af HTML og perl, ekki ósvipað PHP og öðrum "embedded" málum að sumu leiti, nema Mason býður uppá mun meiri strúktur, componentnum er skipt í blokkir sem eru keyrðar á mismunandi tímum, þ.m.t. er möguleiki á method blokkum, sem leyfir manni að búa til methodur sem aðrir Mason módúlar geta einnig kallað á.
Eins og í flestum svona umhverfum erfir keyrslu umhverfið einhverja hluti sem leyfa manni að vinna með umhverfi sitt, svo sem $m mason hlutinn, $r request hlutinn. Mason hluturinn inniheldur ýmis föll til að bæði kalla í aðra Mason módúla, stjórna cache-i ofl.
Mason keyrandi undir Apache með mod_perl er ansi hraðvirkt, og caching kerfið er skemmtilegt -- eftir 1 ár og 9 mánuði ca. af því að vinna með þetta kerfi finnst mér það mun þægilegra en t.d. PHP, fyrir utan skiptingu hvers módúls í blokkir, má segja að aðal ástæðan fyrir því að Mason verður þægilegra sé að það notar autohandlera. Autohandler er í raun mason component sem maður setur í möppu og er keyrður á undan öllum componentunum í möppunni. Þar getur maður auðveldlega t.d. wrappað öllu outputti inní eitthvað umlykjandi template, passað uppá HTTP authorization, osfrv -- allt í einni skrá, án þess að koma nálægt hinum skránnum. Componentarnir sem autohandlerinn keyrir svo geta síðan átt frekar frumstæð samskipti við autohandlerinn gegnum attributes sem er ein tegund af blokkum í Mason componentum, svo autohandlerinn getur vitað hitt og þetta um componentinn sem hann er að umlykja, og hægt er að taka gáfulegri ákvarðanir.
Mason er ekki fullkomið en það er frekar þægilegt, og var svolítill eye-opener fyrir mig, þar sem ég hafði í nokkur ár, fyrir kynni mín af Mason, einungis forritað fyrir vefinn með PHP, og svo plain CGI.
Eftir að hafa fiktað með Mason er ég með ágætlega opinn huga og hef í hyggju að kynna mér nokkur önnur vefumhverfi, en þar ber helst að nefna Ruby on Rails, Django, og TurboGears. Þessi síðari tvö eru fyrir python, en það er mál sem mér finnst ansi skemmtilegt, en kannski aðallega vegna þess að python túlkurinn hegðar sér eins og gagnvirk forritunarskel ef ræstur upp án parametra, og því mjög auðvelt og skemmtilegt að kanna málið og fikta.
Það væri áhugavert að heyra reynslusögur fólks af einhverjum af þessum vefumhverfum sem eru að ryðja sér rúms núna, og kannski smá lýsingar umfram "Rails er frábært", eða þann kalíber sem maður sér þetta yfirleitt á, kannski hægt að miða við þessa half-assed lýsingu mína á Mason?
Bloggar | Breytt 18.7.2006 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2006 | 18:08
Veljið mistökin vandlega
Já, kominn hátt í mánuður síðan ég bloggaði síðast. Ég kann satt að segja varla skýringu á þessu, ég er líklega bara svona mikill andskotans ræfill.
Svo sem ýmislegt á daga mína drifið undanfarnar vikur, þar ber kannski helst að nefna að ég og vinur minn og samstarfsmaður Henrý skráðum okkur í ræktina loksins, eftir miklar pælingar varðandi svoleiðis undanfarna mánuði, en kannski mætti segja að við höfum báðir verið í slitróttu heilsuátaki sl. ár eða svo.
Þetta er náttúrulega fínt, verst að ég kann ekkert að lyfta í rauninni, en þetta kemur með leiðsögn og þjálfun eins og allt annað. Eftir meiðsli síðasta sumar vil ég fara varlega og frekar ná hægar árangri en að meiðast aftur og vera úr leik svo vikum skiptir.
Til annara tíðinda ber kannski að nefna að ég átti afmæli á miðvikudaginn í síðustu viku, 23 ára gamall. Með öðrum orðum, kominn með annan fótinn í gröfina. Ég man að fyrir ári síðan, þegar ég varð 22 ára, þá var ég staddur á Akureyri, á bíladögum 2005, sötraði kaffi eða pepsi max og bloggaði af kaffihúsinu Karólínu um hvað 21. aldursár mitt hefði verið lærdómsríkt og blah blah. Núna sit ég við skrifborðið mitt í Morgunblaðshúsinu, við Kringluna, einn af síðustu dögunum sem ég mun verja í þessu húsi reikna ég með, en við flytjum uppí Hádegismóa (við Rauðavatn, þar sem prentsmiðjan er) í næstu viku.
Ég held ég tali lítið um hvað 22. árið hafi verið lærdómsríkt, þó svo það vissulega hafi verið það, ég er líklega kaldhæðnari, raunsærri og mögulega leiðinlegri en áður. Hinsvegar var 22. aldursárið frekar blautt, og stórum hluta eytt á ýmsum börum borgarinnar, líklega sérstaklega kaffibarnum. Mikill bjór hefur runnið í maga síðan ég varð 22 ára, og held ég að nú sé kominn tími til að minnka það svolítið, en áfengi hefur náttúrulega slæm áhrif á framleiðslu testósteróns og þar af leiðandi árangurs í ræktinni, sem og vitleysan og mistökin sem maður verður uppvís að fullur -- síðustu helgi tókst mér t.d. að láta lemja mig, og að sögn viðstaddra var það algjörlega uppá mitt einsdæmi að svona fór. Það getur verið alveg æðislegt að vera fullur og vitlaus.
Síðustu viku eyddi ég í "fríi", en það fólst aðallega í því að sofa, klára að horfa á x-files þriðja season, og vinna í COVCELL verkefninu fyrir ODG, svo um helgina fór ég í fínt innflutnings partý hjá Kötlu og Sigga, þar sem þemað var að allir áttu að mæta sem rokkstjörnur, en einnig var þó leyfilegt að mæta sem pönk eða popp stjarna.
Eftir þrjá bjóra heima á föstudagskvöldið, og miklar pælingar um það hvað ég ætti að vera -- þó var pönkari ofarlega á lista, þar sem enn vottaði sæmilega fyrir glóðarauga sem ég fékk helgina á undan -- þá datt mér skyndilega í hug að ódýr leið út fyrir mig væri að fara sem Josh Homme, þar sem hann er einn af fáum rokkstjörnum sem er ekki skinn og bein að mínu mati, og þar sem ég er nú sæmilega vel byggður, þá fer mér illa að þykjast vera heróín-skel af manni.
Ég arkaði útí búð til að kaupa rauðan hárlit, þar sem kappinn er svo óheppinn að hafa fæðst rauðhærður, en ekkert var til nema dökkrautt, tók ég þá svona vægt fulla ákvörðun um að kaupa bara dökkrauða litinn og sjá hvað myndi gerast. Hið ótrúlega gerðist, og hárið á mér er svona kastaníu rauðbrúnt í dag. Við að sjá afraksturinn afréð ég að mæta bara í rifnum hlírabol og þröngum svörtum buxum, og pulla bara johnny rotten á þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2006 | 04:13
Upprisan úr langvinnum veikindum..
Já, ég hef verið veikur undanfarinn mánuð rúmlega. Ekki fyrr en í þessari viku að ég fékk endanlegt ógeð á þessum lasleika og ákvað að fara bara alls ekkert útúr húsi nema ill nauðsyn krefðist, því þrátt fyrir að ullartrefillinn væri orðinn mér samvaxinn lét þessi veirusýking sem herjaði á háls minn ekkert á sig fá.
Nú dugði ekkert nema stórskotaárás, þykkustu sokkar sem ég átti til, bolur, peysa, ullartrefill, ullarpeysa, ullarteppi. Best að sofa í öllum fötunum líka, best að svitna þetta út bara. Þessi aðferð bar árangur, því eftir helgina og það sem af er þessari viku er ég 99% laus við þetta ógeð, þarf bara að passa að verða ekki sérlega kalt næstu vikuna eða svo, og ég verð líklega, loksins, orðinn nógu frískur til að fara út og hlaupa eða eitthvað.
Í öðrum fréttum þá virðist fátt annað komast að en yfirvofandi kosningar, og eins og venjulega eru allir of uppteknir við að leiðrétta orðróma sem hinir komu af stað, til að kynna eigin stefnumál almennilega, og til þess að kynnast stefnu flokkanna þarf virkilega að gramsa og lesa gegnum misgóðar framboðssíður.
Ég ákvað að fara og athuga hvort fleiri ástæður en frábærar auglýsingar væri fyrir því að ég myndi leggja samfylkingunni til mitt atkvæði næstkomandi laugardag, og eins og yfirleitt þegar ég skoða samskipti vinstri flokkana við þá hægri, þá sannfærist ég enn frekar um að brögð séu einhverstaðar í tafli. Eins og t.d. ásakanir sjálfstæðismanna um að borgin hafi ekkert gert til að standa við loforð sín um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Fyrir fjórum árum var gert samkomulag við heilbrigðisráðherra um samstarf við byggingu hjúkrunarheimila, og síðan þá hefur borgin lagt til hliðar 360 milljónir og ítrekað reynt að fá ríkisstjórnina til að uppfylla sinn hluta samkomulagsins, en það gengur lítið. Enda væri nú erfiðara fyrir kallana að ná borginni ef þeir myndu hjálpa kommunum að ná markmiðum sínum og standa við kosningaloforð, það væri ekki sérlega gott fyrir flokkinn amk. Hverjum er svo sem ekki sama um gamla fólkið, eða kjósendur almennt? Ef maður er ekki við völd getur maður ekki hjálpað neinum, svo það er best að hafa völdin í fyrsta sæti, hagsmuni fólksins í öðru.. eða eitthvað.
Já samfylking, ég held þið fáið mitt atkvæði, mér einfaldlega býður við sjálfstæðisflokknum og þeirri kosningabaráttu sem þar er háð.
Skemmst er að minnast þegar ummæli Gísla Marteins í Íslandi í dag hrintu af stað einhverri móðursýki á barnalands spjallborðunum, móðursýkin finnst mér ekki hafa átt rétt á sér að vísu, en það var áhugavert hvernig hann staðhæfði ítrekað að fjármál borgarinnar væru í slæmum málum, og svo þegar hann stóð frammi fyrir rökstuðningi hinnar hliðarinnar, hvað gerðist þá? Hann vældi útúr sér,
Voðalega eru þær agressívar þessar dömur hérna ... Ég ætla svo sem ekkert að vera að tala um skuldir borgarinnar
Vá, ætlar ekkert að vera að tala um skuldir borgarinnar, þú bara varst að því? Varst að staðhæfa að fjármálin væru í rúst? Erum við kjósendur kannski ekki þeim gáfum gædd að geta skilið afhverju, eða ertu kannski ekki viss? Flestir strákar vita að þeir eiga ekki að stofna til slagsmála sem þeir geta ekki klárað, kannski Gísli litli hafi bara aldrei þurft að leggja hönd bakvið orð?
Ég átti nýlega umræðu um stjórnmál við vinkonu mína, og þegar talið barst að Gísla Marteini, sagði ég, í fúlustu alvöru, að ef hann hefði orðið næsti borgarstjóri þá hefði ég neyðst til að flytja úr landi, því ég vil búa í Reykjavík. Hún kom með áhugaverða athugasemd, "æj hann er svo mikill kútur", sem ég er alveg sammála, hann er mjög geðþekkur maður og t.d. ágætis sjónvarpspersónuleiki, en það sem ég sagði henni var einfaldlega, að hann ætti hinsvegar ekkert með að sýsla með mín mál og mína peninga, þó hann væri kútur.
Vandamálið er kannski að allir eru búnir að gleyma því hvernig ástandið var í borginni fyrir 15-20 árum, ég var t.d. aldrei meira en hálfan dag á leikskóla, og hinn helminginn hjá dagmömmu eða eitthvað. Eða þá þegar stærsta ísbúð landsins var byggð, og látin snúast. Ævintýri eins og Perlan eru ekki ókeypis, og ég persónulega kæri mig ekki um að borga næsta ævintýri borgarstjóra með áráttu, eins og Davíð Oddsson var (og er líklega enn) með.
Jæja, nóg næturhrafl, best að fara aftur að vinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2006 | 17:17
Úlfur úlfur?
Undanfarna mánuði hefur mikil umræða geysað um kjarnorkunotkun, og þá helst auðgun úrans, Írana. Í stuttu máli sagt (fyrir þá sem hafa búið undir hraunhellu) þá vilja Íranar meina að auðgun þeirra á úrani sé einungis til notkunar í kjarnorkuver, en sumar aðrar þjóðir, bandaríkjamenn fremstir í flokki, hafa lýst yfir áhyggjum sínum um að búi Íranar yfir auðguðu úrani gætu þeir (og muni líklega) notað það til framleiðslu kjarnorkuvopna.
Allir eru líklega á eitt sáttir um að kjarnorkuvopn í höndum fleiri þjóða en hafa þau nú þegar sé ekki heiminum fyrir bestu, en hinsvegar eftir nýlega reynslu okkar af Írak, þar sem engin gjöreyðingarvopn var að finna, þrátt fyrir ótta og sannanir bandaríkjamanna þá eru margir, ég þar á meðal, skeptískir á að hlusta á bandaríkin nú, þegar þeir vilja banna Írönum að auðga úran.
Að sjálfsögðu vill enginn fleiri kjarnavopn, en sum okkar hugsa með sér, ja, kannski er í lagi að íranskt fólk fái að njóta rafmagns eins og við hin?
Þessi frétt sem ég tengi færsluna við hinsvegar gefur til kynna að fundist hafi leifar af "mjög auðguðu" úrani, leikmaðurinn ég les þetta sem úran auðgað meira en svo að það nýtist eingöngu til raforkuvinnslu. Kannski hafa bandaríkjamenn rétt fyrir sér að vera hræddir? Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran hefur nú oft lýst því yfir að þurrka eigi Ísrael af yfirborði jarðar t.d.?
Ég veit satt best að segja ekki hvað skal halda, fátt vildi ég heitar en að gjörvallur heimurinn hætti að líða fyrir handónýta utanríkisstefnu bandaríkjanna sem allt frá því fyrir síðari heimsstyrjöld virðist hafa einkennst að of stórum hluta af hagsmunum einkafyrirtækja. Ef sú breyting yrði á að bandaríkjunum yrði stýrt með það hugarfar að sameina heiminn frekar en að halda honum eins óbreyttum, þá kannski myndi ég hætta að sjá eitthvað líkt með bandaríkjunum og stráknum sem hrópaði Úlfur úlfur!
Leifar af mjög auðguðu úrani fundust í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2006 | 12:24
Viðurstyggð
Ég fór í gær á tónleika á Grand Rokk, var svolítið í seinni kantinum því við Varði gleymdum tímanum við leit að kínverskum black metal, því misstum við af Númer Núll, en náðum síðara bandinu, Viðurstyggð.
Þetta var frekar skemmtilegt band fannst mér, óheflað og pönkað stelpuband. Skemmtileg uppreisn þar á ferð. Ég verð að viðurkenna fáfræði mína varðandi tvo upprunalegu meðlimi viðurstyggðar, þó ég hafi náð því í gær að sú sem spilar á gítar og syngur heitir Katla, því miður veit ég ekki hvað snótin sem lemur húðir í Viðurstyggð heitir, kannski einhver geti frætt mig um það?
Bassaleikara Viðurstyggðar kannaðist ég hinsvegar svolítið við, en hún Gunna er fyrrverandi bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút sem ég bloggaði um hér ekki alls fyrir löngu. En sagan á götunni er sú að Gunna hafi hætt í Mammút því stefna bandsins sé að breytast of mikið með tilkomu plötusamnings, umboðsmanns, og svo framvegis. Þetta getur ekki talist gott. Gunna er góður bassaleikari, og hefur þetta varla verið auðveld ákvörðun.
Það verður áhugavert að heyra hvort tónlistin hjá Mammút breytist mikið í kjölfar þessa. Hún mun pottþétt breytast, það er engin spurning, en því miður þykir mér ólíklegt að hún muni breytast til hins betra :-/
Í öðrum fréttum þá er ég að hlusta á ýmislegt þessa dagana, keypti plötuna Mineur Aggressif með Kimono og er bara mjög hrifinn af þessari dimmu, lágstemmdu plötu. Síðan tók ég mig til og fór loksins að hlusta á Hunting for Happiness með Diktu, sem er vægast sagt helvíti góð rokk plata.
Annars hef ég verið veikur eiginlega alla þessa viku og bróðurpart síðustu, og milli þess að vinna og hlusta á tónlist varla haft orku til eins né neins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2006 | 20:00
Pacino boðinn í partýið?
Þetta finnst mér alveg magnað, eftir að hafa framleitt þetta hrikalega Ocean's 12 flopp, sem var líklega ekkert nema afsökun til að leyfa hollywood stjörnum að hanga saman við miðjarðarhafið í nokkra mánuði, þá vilja einhverjir borga undir Ocean's 13.
Frábært Steven Soderbergh og co, endilega haldið nokkura mánaða partý þar sem hrekkir stjarnanna geta birst undir Fólk á mbl.is, en ekki pína okkur með öðrum eins ósöltuðum hafragraut og Ocean's 12 var.
Pacino mun leika í Ocean´s 13 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.4.2006 | 18:54
Shadow Parade og Telepathetics 19. apríl
Síðastliðinn miðvikudag skellti ég mér á tónleika á Gauknum. Aðal ástæða farar minnar var áhugi minn á hljómsveit sem heitir Shadow Parade, en hljómsveitin vildi bæta mér við á MySpace í haust -- og eins og yfirleitt þegar það gerist, þá ákvað ég að hlusta á efnið þeirra, og ef mér líkar vel, þá samþykki ég beiðnina, eingöngu til að fleiri rekist á sveitina.
Ég fór á rokk.is, þar sem þeir hafa skráð tvö lög inn, en þau eru bæði eins og þeir orða það sjálfir "lágstemmd rokklög". Ég er persónulega mjög hrifinn af báðum þessum lögum, en þau eru í grunninn róleg og melódísk en eiga samt sína spretti -- í stuttu máli sagt, fallegt, vel gert rokk.
En aftur að tónleikunum, eftir að ég hafði ákveðið að taka góðu boði Shadow Parade manna til MySpace vina sinna um að koma á tónleikana, þá komst ég að því að önnur hljómsveit sem vakið hefur svolitla athygli undanfarið, Telepathetics, voru einnig að spila, og voru þeir á undan Shadow Parade á svið. Mér fannst Telepathetics minna mig svolítið á Muse hvað varðar hraða og basic sánd, en lögin að sjálfsögðu einfaldari en Muse lög en engu að síður mjög þétt og þokkalegir sprettir á ferð, þó svo mér hafi þótt þetta örlítið of mónótónískt. Mér skilst að þeirra eigin sögn þá séu meðal þeirra helstu áhrifavalda þeir Jeff Buckley og Thom Yorke, sem ég gat nú varla merkt af tónlistinni, en það gæti sagt ýmislegt um mína vanþekkingu, sem og að þrátt fyrir að verða fyrir áhrifum þurfa hljómsveitir alls ekki að hljóma eins og áhrifavaldarnir, sem betur fer.
Ég var mjög sáttur með að heyra í Telepathetics, en sérstaklega þótti mér söngvarinn vera góður, en einnig hefur hljómsveitin flottan stíl (svartar skyrtur, hvít mjó bindi), eru góðir saman, og kæmi mér ekki á óvart ef mér líkaði betur við lögin þeirra eftir meiri hlustun. Ég veit ekki hvað það er, mögulega klæðaburður og örlítið sándið þeirra, en mér varð oft hugsað til Interpol á meðan þeir spiluðu.
Jæja, nú er komið að safaríka bitanum, Shadow Parade, en ég er algjör sökker fyrir lágstemmdu, góðu rokki, og þessi tvö lög sem ég hafði heyrt á netinu lofuðu góðu, minntu mig svolítið á eina af mínum uppáhalds hljómsveitum, The Veils. Ég get í raun lítið sagt um þessa tónleika, nema að strákarnir í Shadow Parade voru betri en ég bjóst við, og ég bjóst við mjög góðum tónleikum, þeir spiluðu nýtt (amk fyrir mér), aðeins harðara efni, og það var að virka ótrúlega vel, hörkugott rokk hér á ferð, í lokin tóku þeir svo It Grows ásamt Jenna úr Brain Police, sem var að sjálfsögðu rosalegt enda er Jenni að mínu mati einhver besti rokksöngvari Íslands, og enduðu svo showið á coveri af Doors smellnum Love her madly, má segja að á þessum tímapunkti hafi verið orðin hörkustemning.
Ef ég skildi þá rétt var eitt lagið, Dead man's hand, spilað opinberlega í fyrsta sinn, og fannst mér talsvert varið í það, talsvert hraðara og harðara en Eyes Meet og Nothing for me, lögin tvö sem vöktu áhuga minn upprunalega, en gott rokk þar á ferð engu að síður. Mér finnst hljómsveitin minna mig talsvert á Radiohead, og getur það ekki talist annað en gott, en skv. þeim sjálfum mun Radiohead vera ein af þeirra uppáhalds hljómsveitum, sem og the Doors.
Ég fór á tónleikana með talsverðar vonir, sem veit yfirleitt ekki á gott, því vonir eru forsendur vonbrigða, sem ég varð alls alls ekki fyrir í þetta sinn, í staðinn reyndist bandið fjölhæfara og betra en ég hafði vonast til, spiluðu af öryggi og innlifun, lögin eru vel smíðuð með góðum melódíum, og nú bíð ég bara í ofvæni eftir plötu með meira efni, en þangað til reikna ég með að láta sjá mig á tónleikum með þeim reglulega.
Edit; misskilningur hjá mér varðandi nýtt efni, svo ég strikaði yfir það hér að ofan, hinsvegar var Beggi söngvari Shadow Parade að tjá mér að platan þeirra sé næstum tilbúin, svo ég bíð spenntur ;-)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 17:07
Lögreglan og upplýsingar
Mikið svakalega hefur þetta verið skemmtilegt símtal fyrir fréttamenn mbl.is;
mbl.is: Góðan dag, er eitthvað að frétta af þessum manni sem er týndur?
Lögreglan: Já, hann fannst látinn.
mbl.is: Ah, með hvaða hætti bar lát hans að?
Lögreglan: Við teljum að það hafi ekki borið að með saknæmum hætti.
*KLIKKS*
*DUUUUUUU*
Jæja, frétt er svo sem frétt, en frekar leiðinlegt að engin málsatvik hafi verið gefin upp, en flestu fólki finnst hræðilegt að heyra af láti svona ungs manns, og verður forvitið um aðstæður -- slíkt er mannlegt eðli.
Ég er a.m.k. forvitinn um hvað gerðist.
Maður sem lýst var eftir fannst látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2006 | 10:59
Framhald sl. föstudags, og Kaffibarinn brennur
Já, ég bloggaði hérna aðeins sl. föstudag, um að ég myndi neyðast til að fara í bæinn á meðan kisa væri að róa sig. Þegar komið var á kaffibarinn var verið að taka staðinn til fyrir opnun á miðnætti, svo ég slakaði þar á með bjór og ræddi við staffið þar til opnaði.
Fred mætir á svæðið til að vera í dyrunum, og spyr hvort ég sé að vinna með honum þetta kvöld, og svarið er nei. Í ljós kemur að reiknað var með rólegu kvöldi svo hann átti að vera einn í dyrunum, ég bauðst til að hjálpa til ef þetta yrði of brjálað. Strax frá miðnætti virtist allt stefna í það, ég rakst á Kötlu, Flóka og Miru, og átti síðan símtal við Henrý félaga minn útí porti. Í portinu stend ég og spjalla í símann þegar það kemur einhver gaur útum bakdyrnar og ætlar að rölta út að portdyrunum, ég spyr hann "Bíddu, hvað ertu að gera?", og hann svarar mér, mjög forviða "Uhh.. hvað ert þú að gera?", svo ég segi náttúrulega "Ég er að vinna hérna, og tala í símann, hvað ertu að gera hérna úti?". Við þessi orð hypjaði maðurinn sig aftur inn, en ætlunin var án efa að hleypa fólki inn bakdyra megin.
Á þessum tímapunkti var ég orðinn frekar þreyttur og latur, kl. alveg að verða 2, svo ég ákvað að ég skildi kannski bara fara heim, en ákveð að fara inn og skila bjórglasinu mínu. Þegar inn kemur rekst ég á Líf sem var nýkomin með einhverjum vinum sínum, og ég sé að það er allt að verða vitlaust af aðsókn í staðinn, brjáluð röð osfrv. Svo ég sest niður með Líf í kannski hálftíma áður en hún vill kíkja eitthvert annað, og ég ákveð að fara bara að hjálpa Fred með hurðina.
Við tekur talsverð geðveiki, á meðan ég hafði verið úti að tala í símann klúðraðist talningin, og líklega hafa einhverjir tussusnúðar tekið sig til og smyglað slatta af fólki inn á bakvið, því staðurinn var fáránlega fullur. Svo einhverntímann í kringum 3:30-4:00 þá fer rafmagnið, og talsverð rafmagnsbrunalykt gýs upp.
Fred fer inn til að athuga hvað gangi á, á meðan ég reyni að útskýra fyrir fólkinu í röðinni að það sé enginn að fara inn meðan ástandið sé svona. Svo koma ljósin aftur í gang, og ég reikna með að allt sé í lagi, og fer að hleypa ólmum lýðnum aftur inn í skömmtum miðað við þá sem fara út. Kemur Fred skyndilega aftur, ekki hress, og spyr hvað í andskotanum ég sé að gera, það sé ekki þverfótað fyrir fólki inni, og allt sé í hassi -- sem ég vissi að sjálfsögðu ekki, búinn að vera einn að halda þvögunni sl. kortér, og sá ekkert nema að rafmagnið var komið aftur á, og hleypti jafn mörgum inn og út.
Einhver hafði víst hellt bjór yfir DJ græjurnar og ofan í jarðtengt fjöltengi, og ekki var hægt að kveikja á neinum afgreiðslukössum, né hljóðgræjum, og helmingur ljósanna á staðnum var hættur að virka, ofan í þetta lagðist þessi góða brunalykt -- nú fór fólkið að streyma út. Það sem mér þótti mest áhugavert var líklega allt fólkið í röðinni, sem beið samviskusamlega, og kvartaði í mér yfir því að fara ekki inn þegar fólk fór út.
Orðaskiptin hafa líklega verið eitthvað á þessa leið;
Ég: Það er ekkert áfengi, engin tónlist, og það er kviknað í! Það er enginn að fara hérna inn!
Þau: Ok, svo það er hvað langt þar til við förum inn? Hálftími?
Ég: Nei, viljiði fara inn, ekkert áfengi, engin tónlist, og eldur!?
Þau: Já, hvað er löng bið?
Þetta bjargaði kvöldinu mínu, ég hló bara að þeim, á endanum tókst okkur að vera búin að klára eiginlega allt milli 5 og 6, og hringdum á slökkviliðið til að líta yfir þetta, enda Kaffibarinn gamalt timburhús, og aldrei hægt að fara of varlega. Jafnvel á meðan slökkvibíllinn (stór rauður trukkur með krana og látum) var fyrir utan var fólk sem vildi komast inn!
Svo sem ekki áhugaverðasta kvöld í heimi, en fyrst ég bloggaði rétt áður en það hófst þá ákvað ég að láta afgang sögunnar fylgja hér líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.4.2006 | 23:31
Ofvirkni..
Svei mér þá, ég held að kötturinn minn hafi fundið amfetamín neyðarbirgðirnar mínar, hún er gjörsamlega að fara á límingunum!
Hleypur um allt, ræðst á hvað sem fyrir finnst, tappa, kveikjara, lappir, föt, bækur, skó (já það er allur andskotinn á gólfinu hjá mér!).
Greinilegt að ég neyðist til að fara aðeins í bæinn meðan hún Gaea litla róar sig ;-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)