21.4.2007 | 20:54
Já, það ber árangur að standa sig vel!
Ef maður situr í ríkisstjórn í 16 ár, þ.á.m. gegnum mesta gullaldartímabil vestrænna efnahaga sl. 30 ár (fyrst USA, svo Evrópa), bætir umhverfi fyrirtækja, dregur úr hömlum og sköttum á fyrirtæki og fjársterkum einingum, heldur góð kosningapartý á 4ra ára fresti þar sem öllum með kosningarétt býðst kostur á því að djamma sjalla style, og síðast en ekki síst láta hornsteina velferðar svo sem heilbrigðiskerfið og Háskóla Íslands svelta, þá dafnar samfélagið, og kjósendurnir flykkjast til manns!
Flame on bitches!
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.4.2007 kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2007 | 12:15
Áhrif hugbúnaðareinkaleyfa
Microsoft er einn stærsti eigandi hugbúnaðareinkaleyfa í heiminum, svo það getur ekki talist annað en kaldhæðnislegt að þeir hafi verið dæmdir til að greiða þessa formúgu í sekt fyrir að brjóta gegn einkaleyfum annara.
Nú verð ég að segja að samkvæmt minni vitund, þá er það einmitt Fraunhofer stofnunin sem á einkaleyfið fyrir MP3 hljóð umbreyti reikniritið, en þar sem að hugbúnaðareinkaleyfi eru afskaplega óljós oft á tíðum gæti vel verið að þrátt fyrir að hafa greitt þeim 16 milljón dollara fyrir að nota það reiknirit í Media Player forriti sínu, eru ótal önnur einkaleyfi sem þeir gætu hafa brotið gegn.
Vandamálið með hugbúnaðareinkaleyfi er það að þau brjóta gegn grundvallarstoð einkaleyfalaga. Þ.e.a.s. einkaleyfi er ekki hægt að veita fyrir hugmyndum eða abstrakt aðferðum, heldur einungis fyrir áþreifanlegum aðgerðum sem greinilega þarfnast mikilla rannsókna eða hugvits til að láta sér detta í hug. Vissulega geta flókin reiknirit þarfnast mikilla rannsókna og hugvits til að verða til, en þau eru að grunninum til einungis uppsetning aðgerða með einfaldri rökfræði þar sem erfitt er að draga línuna milli þess hvað er uppfinningin og hvað er stærðfræði sem hver sem er gæti uppgötvað.
Hvað sem líður eðli reiknirita, er staðreyndin sú að ef einkaleyfi á hugbúnaði eru veitt, þá er kominn möguleikinn fyrir því að fá einkaleyfi fyrir hugmynd -- þ.e. "hugmyndinni að lesa hljóðskrá, skoða tíðni hvers tifs hljóðbylgjunnar, og sleppa því að skrifa út þær tíðnir sem mannseyrað heyrir ekki" -- einföld hugmynd ekki satt? MP3 einkaleyfið er auðvitað mun sértækara og flóknara -- sem betur fer, því annars væru "þjöppunar" reiknirit eins og OggVorbis að brjóta í bága við það. Vandamálið er að ekkert stöðvar fyrirtæki í því að sækja um (og yfirleitt fá úthlutað) svo almennum einkaleyfum.
Gott dæmi er einkaleyfið fyrir "browser plugin"; sjáanlegt hér. En eigandi þess Eolas kærði Microsoft og fékk dæmt í skaðabætur 521 milljón bandaríkjadala. Að öllum líkindum hafði Microsoft aldrei heyrt um þetta einkaleyfi, því án efa hefði verið ódýrara að borga fyrirfram fyrir notkun þess.
Annað svipað dæmi er einkaleyfið fyrir "one click buy"; sjáanlegt hér. Amazon bókaverslunin eigandi þesskærði bókaverslunina Barnes & Noble fyrir brot gegn því, og var samið um málið utan réttar á endanum, og það fellt niður -- án efa með stórri greiðslu frá Barnes & Noble til Amazon.
Eitt af verstu dæmunum er einkaleyfi IBM fyrir "Presenting Advertising in an Interactive Service", sjáanlegt hér. Þetta einkaleyfi gæti til dæmis leyft IBM að fara í mál við Morgunblaðið (ef hugbúnaðareinkaleyfi verða viðurkennd á Íslandi) fyrir að hafa auglýsingar á vef sínum, og ef einhver trúir mér ekki, þá fóru þeir í mál við Amazon.com! Það eina sem verndar aðila eins og Morgunblaðið, er að þeir eru ekki nógu fjársterkir til að vera virði tíma risanna eins og IBM. Mál sem þessi ógna öllum efnahag internetsins.
Afhverju er þetta slæmt?
Í september á síðasta ári, var búið að úthluta yfir þrjátíu þúsund hugbúnaðareinkaleyfum í bandaríkjunum á árinu 2006. Allt stefndi í að metár yrði, sem síðast var árið 2004, en þá var yfir fjörutíu þúsund einkaleyfum á hugbúnaðaraðferðum úthlutað. Samtals fjöldi hugbúnaðareinkaleyfa í bandaríkjunum er án efa kominn vel yfir 200.000, en einungis á árunum 2004, 2005 og 2006 voru veitt í kringum 100.000 hugbúnaðareinkaleyfi.
Lang stærstur hluti þessara einkaleyfa er í höndum stórfyrirtækja sem vinna ekki mestmegnis í hugbúnaðargerð, og aðeins 6% þeirra endar í eigu fyrirtækja sem eru hugbúnaðarframleiðendur (Bessen, Hunt, 2003).
Fyrir ca. 2 árum las ég að meðal mannklukkustundirnar sem hvert einkaleyfi er skoðað áður en ákvörðun er tekin um réttmæti þess, hjá einkaleyfastofum sé 18 klukkustundir (þetta var hjá EPO eða USPTO). Og fáránleg einkaleyfi hafa verið útgefin, og tilvist þeirra ógnar sérstaklega smærri hugbúnaðarframleiðendum (og notendum!) sem í sakleysi sínu framleiða hugbúnað eftir bestu getu, án nokkurra möguleika á því að skoða þá tugi þúsunda einkaleyfa sem fyrir eru til að rata í gegnum þetta jarðsprengjusvæði upplýsingaaldarinnar sem hugbúnaðareinkaleyfi eru á góðri leið með að skapa.
Stærri fyrirtækin sem eiga meirihluta einkaleyfanna standa því afskaplega vel að vígi til að ógna smærri fyrirtækjum sem hafa ekkert gert af sér nema stritað við gerð góðs hugbúnaðar, til að gefa upp á bátinn arðbæra starfsemi sína, gegn því að sleppa undan réttarhöldum.
Allar afleiðingar þessarar þróunar er erfitt að sjá fyrir, en nú þegar höfum við séð mikið af hegðun sem virðist brjóta algerlega gegn tilgangi einkaleyfa. Fyrir þá sem hafa ekki enn lært að gagnrýna stöpla samfélagsins, þá eru einkaleyfi auðvitað ekki sjálfsagður hlutur. Einkaleyfakerfinu var komið á til að verðlauna þróun og framfarir, koma í veg fyrir iðnaðarnjósnir og arðrán uppfinningamanna, og auðvelda framleiðslufyrirtækjum að þróa nýjar, góðar vörur án þess að sérhæfa sig í rannsóknum og þróun -- heldur framleiðslu. Hugbúnaðareinkaleyfi í dag virðast alls ekki hjálpa þeim sem rannsakar og þróar hugbúnað, þvert á móti virðast þau draga úr möguleikum þess sem slíkt gerir til að athafna sig án hræðslu við lögsóknir og fjársektir.
Þetta málefni er eiginlega of flókið fyrir mig til að rekja almennilega í einni svona bloggfærslu, hvað þá með mínatakmörkuðu þekkingu á því, en hér skulu fylgja nokkur áhugaverðar tilvísanir í þekkta menn innan tölvugeirans;
Bill Gates (Microsoft) 1991
Internal memo
"If people had understood how patents would be granted when most of today's ideas were invented and had taken out patents, the industry would be at a complete standstill today...The solution is patenting as much as we can. A future startup with no patents of its own will be forced to pay whatever price the giants choose to impose. That price might be high. Established companies have an interest in excluding future competitors."
Donald Knuth 2003
In a letter to the US Patent Office in 2003
"I strongly believe that the recent trend in patenting algorithms is of benefit only to a very small number of attorneys and inventors, while it is seriously harmful to the vast majority of people who want to do useful things with computers."
"When I think of the computer programs I require daily to get my own work done, I cannot help but realize that none of them would exist today if software patents had been prevalent in the 1960s and 1970s. Changing the rules now will have the effect of freezing progress at essentially its current level."
"If software patents had been commonplace in 1980, I would not have been able to create TEX"
Bruce Schneier and Niels Ferguson 2003
"We don't believe that patents serve the security community."
"In our opinion, the cost of the current patent system for the IT industry far outweighs the advantages."
John Carmack (id Software) 2005
"In the majority of cases in software, patents [affect] independent invention. Get a dozen sharp programmers together, give them all a hard problem to work on, and a bunch of them will come up with solutions that would probably be patentable, and be similar enough that the first programmer to file the patent could sue the others for patent infringement. Why should society reward that? ... The programmer that filed the patent didn't work any harder because a patent might be available, solving the problem was his job and he had to do it anyway. ... Yes, it is a legal tool that may help you against your competitors, but I'll have no part of it. It's basically mugging someone."
Oracle Corporation 1994
Submission to USPTO
"Oracle Corporation opposes the patentability of software. The Company believes that existing copyright law and available trade secret protections, as opposed to patent law, are better suited to protecting computer software developments..."
Prof. Hasso Plattner when Chair of SAP Board
"...SAP would not need patents to protect its investments and is collecting them only as a defensive weapon to prepare for litigation in the U.S..."
Pierre Haren, board director of ILOG 2001
"...The American experience of software patents is a disaster. Before imitating them we should rather try to see if they won't agree to change their system..."
Robert Barr (Cisco Systems Intellectual Property Department) 2002
"...The time and money we spend on patent filings, prosecution, and maintenance, litigation and licensing could be better spent on product development and research leading to more innovation.."
Douglas Brotz (Adobe Systems) 1994
"...I believe that software per se should not be allowed patent protection..."
Jim Warren (Autodesk) 1994
"...There is absolutely no evidence, whatsoevernot a single iotathat software patents have promoted or will promote progress...
Mitch Kapor 1994 (Founder of Lotus 123)
"Because it is impossible to know what patent applications are in the application pipeline, it is entirely possible, even likely, to develop software which incorporates features that are the subject of another firm's patent application. Thus, there is no avoiding the risk of inadvertently finding oneself being accused of a patent infringement simply because no information was publicly available at the time which could have offered guidance of what to avoid."
Richard Stallman (GNU project) 2004
"When you are restricting what the citizens can do with their own computers that's not just an economic issue any more. That's an issue of people's rights."
Þessar tilvísanir eru stolnar af wikipedia síðunni http://en.wikipedia.org/wiki/Software_patent_debate
En ég mæli einnig með að lesa ritgerðina "An Empirical View of Software Patents", Bessen, Hunt, 2003.
Ég vona innilega að þessi hugbúnaðareinkaleyfi verði aldrei lögleg á Íslandi, og að þau verði afnumin í afganginum af heiminum. Ákvörðun bandaríska þingsins á 8. áratugnum um að höfundaréttarlög væru nóg til að vernda hugbúnaðariðnaðinn var bersýnilega rétt, og sést það glöggt með því að engin sjáanleg aukning er í rannsóknum og þróun hugbúnaðar þrátt fyrir stóraukinn fjölda einkaleyfa sl. ár.
Microsoft gert að greiða 1,5 milljarða dala í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.2.2007 | 07:25
Þekking stjórnmálamanna á upplýsingatækni?
Í gegnum árin hef ég rekið mig á ýmislegt áhugavert í tengslum við stjórnmál og upplýsingatækni. Allt frá því þegar ég skrifaði "skuldateljarann" fyrir framboð sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur árið 2002, í skiptum fyrir kassa af bjór ef ég man rétt, fram til þess þegar ég gat ekki sett inn comment á færslu á vefsíðu Róberts Marshall, því skv. síðunni svaraði ég ekki "öryggisspurningunni", sem snýst um að reikna eitthvað -- og annaðhvort hefur grunnskólinn brugðist mér og 13+4 er ekki 17, og 0+56 er ekki 56, eða þá síðan styður ekki vafrann Safari, sem ég nota, eins og margir, á Apple PowerBook vélinni minni.
Nú er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að stjórnmálamenn séu sérfræðingar í öllu, og upplýsingatækni er auðvitað frekar esóterískt svið þekkingar, sem nýtist kannski ekki í stjórnsýslu almennt? Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum gjörsamlega furðað mig á vanefnum stjórnmálaflokkanna sem ég hef hallast frekar til, til að vega og meta kosti og galla hugbúnaðar, eða hugbúnaðarstefna.
Ath. nú mun færslan mín taka skarpa beygju í átt að umræðunni um frjálsan hugbúnað, en fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira um hann mæli ég með vefsíðu RGLUG, fyrirtækis míns, ODG ehf, eða hins nýstofnaða fyrirtækis 1984, sem ég er mjög ánægður með :-)
Til dæmis má nefna að vefsíðurnar www.xs.is og www.vg.is, eru báðar keyrandi á Microsoft IIS vefþjóni, notandi líklega eingöngu lokaðan, ófrjálsan (fjötraðan?) hugbúnað, sem krefst árlegra leyfisgjalda, osfrv. Á meðan að t.d. vefsíða SUS, www.sus.is, keyrir á frjálsum hugbúnaði (Linux, Apache..).
En þetta eru kannski smáatriði. Smávægilegar, en forvitnilegar, upplýsingatæknilegar staðreyndir sem virðast stinga örlítið í stúf við stefnu a.m.k. vinstriflokkana -- en smáatriði engu að síður.
Meira máli skiptir kannski þegar stjórnvöld taka ákvarðanir fyrir þegna sína, í tengslum við upplýsingatækni, sem hafa afdrifaríkar fjárhagslegar afleiðingar fyrir alla sem að máli koma. Til dæmis með því að ákveða að nota lokuð og ófrjáls snið fyrir gögn í opinberum tilgangi (t.d. ef fólk þarf að skila opinberum gögnum á "doc" eða "xls" sniðum -- sem eru lokuð snið í eigu Microsoft).
Eitt versta dæmið sem ég man eftir, þar sem þekkingarskortur stjórnvalda á upplýsingatækni á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar, er þegar Reykjavíkurborg gerði samning við ameríska fyrirtækið Blackboard, um kennslukerfi fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Samstarfsmaður minn, Sigurður Fjalar fjallar vel um málið á vefsíðu sinni -- og kallar m.a. þessa ákvörðun "mestu vonbrigði ársins á innlendum vettvangi".
Ég vil nú geta þess að ég hef auðvitað hagsmuna að gæta í þessum efnum, en fyrirtækið mitt ODG ehf, sérhæfir sig m.a. í Moodle uppsetningum.
Hinsvegar finnst mér samt afskaplega áhugavert hvernig staðið var að þessu vali -- en skv. svörum Sigþórs Arnars Guðmundssonar, þá voru í raun bara kerfin "WebCD" (ég reikna með að átt sé við WebCT, sem er nú í eigu Blackboard Inc.) og Blackboard -- engin frjáls kerfi komu til greina, og engin almennileg svör hafa borist frá Reykjavíkurborg.
Þetta var kannski dálítið víð og breið færsla hjá mér, en spurningin sem vaknar óneitanlega er hvenær þekking stjórnmálamanna á upplýsingatækni fer að vega nógu þungt til að svona ákvarðanir verði ekki teknar án útskýringa og raka? Sjálfum finnst mér þessi vanþekking sem virðist vera algeng í dag skiptast milli þess að vera skondin, þreytandi, sorgleg og hreint út sagt ergjandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.2.2007 | 15:54
Framfarir, pirringur og innantómt blaður
Nú kem ég heim til Íslands á morgun eftir mánuð hér í útlandinu. Margt áhugavert á daga mína drifið svo sem, þar á meðal hef ég komist að því hvað það þýðir að vera "úgglendingur" -- Ég tala ekki þýsku, og xenofóbísk hægristefna er sterkari hér í Austurríki en gerist og gengur í Evrópu.
Sérstaklega hef ég fengið að kenna á úgglendi mínu í samskiptum við símafyrirtækið A1, sem er í eigu Vodafone. Hjálparlínan hefur verið sérstaklega hjálpleg, t.a.m. skellt á mig þegar ég spyr hvort viðkomandi tali ensku (eftir að hafa sérstaklega valið að fá samband við enskumælandi fulltrúa), eða gengið svo langt á að æpa á mig að ég eigi einfaldlega að fara í búðina þar sem ég keypti áskriftina mína og tala við fólkið þar. Ég vona að fólk á Íslandi sem talar ekki íslensku þurfi ekki að sæta svona meðferð.
Varðandi framfarir, þá er ég enn að reyna að finna mér herbergi til að búa í svona fyrst um sinn, og gengur ekki mjög vel, hverjar ástæðurnar gætu verið hingað til er ég ekki alveg viss, en ég veit að mér var neitað a.m.k. einu sinni því ég tala ekki þýsku, og í hin skiptin reikna ég með að eitthvað svipað óöryggi hafi verið uppá teningnum. Hinsvegar er ég vongóður um að finna herbergi í seinnihluta þessa mánaðar, en ég skoðaði eitt í gær sem var á góðu verði í frábærri íbúð (og mér sýndist íbúum líka mjög vel við mig), einnig fer ég og skoða annað núna á eftir.
Ég gerði mér ferð í síðustu viku til að skoða líkamsræktarstöð, og var það frekar niðurdrepandi upplifun, þar sem í fyrsta lagi var svo ógeðslega mikið af mönnum (ég nota orðið lauslega) að lyfta (nota orðið lauslega), og virtust flestir klipptir útúr Abercrombie & Fitch bæklingi, eða með öðrum orðum, ræfilslegir, heltanaðir metróar. Ég sakna satt best að segja gömlu góðu daganna í Gym 80, þar sem hlaupabrettin voru lúin, járnið ryðgað, en almennur andi stöðvarinnar margtumfalt betri en greinilega gengur og gerist. Þangað fóru menn til að ýta sér útá ystu nöf, etja kappi við þyngdaraflið og frumefnin, og maður naut þess heiðurs að í kringum mann voru margir kappar í heimsflokki, þar af heimsmeistarar og methafar, og enginn yfir það hafinn að rétta byrjanda eins og mér hjálparhönd.
Smá sólarglætu má þó nema í ástandi mínu hér, en ég er búinn að finna fjölmarga staði þar sem ég get stundað badminton, íþrótt sem mér hefur ávallt þótt skemmtileg, og virkar sem ágætis mótvægi við lyftingarnar, en snerpa og úthald skipta öllu máli í badminton. Einnig er mikið um tennis hér -- íþrótt sem ég hef oft íhugað að prófa, en aldrei gert... fyrr en í gær!
Ég er ömurlegur í tennis. Ég hélt þetta væri eitthvað svipað og badminton, en í fyrsta lagi er talsvert flóknara að meta feril boltans, þar sem hann ferðast yfirleitt hraðar og skoppar einnig og breytir um feril, í öðru lagi þá ef maður ætlar að þrykkja honum yfir á hinn völlinn eins og maður sér í sjónvarpinu, þá þeytist hann yfirleitt eitthvert útí geim, ef möguleiki er. Meirihluta tímans í gær var eytt í uppgjafir, og undir lokin ákváðum við að reyna bara að láta þetta ganga, rólega, svona til að æfa sig í að slá boltann án þess að hann fari til næsta sólkerfis.
Ég get hinsvegar ekki sagt annað en að mig hlakki mikið til að koma til Íslands, mörg mál þar sem frá þarf að ganga, og svo sakna ég auðvitað hennar Hildar meira en orð fá lýst. Þegar ég kem heim á morgun verður sléttur mánuður, skv. dagsetningum, frá því ég fór frá Íslandi, og sagði skilið við lífið eins og það var (og það var ansi gott, sýnist mér í baksýnisspeglinum).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2007 | 12:28
Hahah.. hún hefur ekkert annað fram að færa?
Ég gerðist svo frægur um daginn að elta link á eitt af þessum "sex videos" sem hafa "lekið" á internetið af Paris Hilton. Ég hef sjaldan barið augum leiðinlegri, óáhugaverðari manneskju, og leiðinn og áhugaleysið leiddi beint útí kynlífið. Satt best að segja þá nennti ég ekki einu sinni að horfa á þetta allt. Áhugavert nokk, þá voru flest allir á spjallborðinu þar sem linknum var póstað sammála um þetta!
Ég hef séð brot úr öðru slíku myndbandi með henni, og þar var eitthvað nightvision dót í gangi, svo hún leit út eins og þvottabjörn (vægast sagt fáránlega fyndið, en kynæsandi var það ekki).
Eftir að sjá þetta, þá er ég orðinn gjörsamlega sannfærður um að hún sé gagngert að notfæra sér (óverðskuldaða) ímynd sína sem kyntákn, til að reyna að auka á frægðarsólina, sérstaklega eftir afskaplega misheppnaða hluti eins og auto-tune pitch correctaða hljómplötu, afleitan leik í einhverjum B-myndum, og "raunveruleika" sjónvarpsþátt. Það er greinilegt að það eina sem virkar fyrir hana til að vekja einhverja athygli er kynlíf, afhverju fer hún ekki bara útí klámmyndaleik?
Paris Hilton best í rúminu segir gamall rekkjunautur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2007 | 11:08
Ætli átt sé við Franz Anton Beckenbauer?
Best að halda HM á Englandi 2018 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 14:46
Beckham pullar Pelé á þetta..
Fyrir rétt rúmum mánuði horfði ég á áhugaverða mynd um fótboltaliðið New York Cosmos, og þar af leiðandi, fótboltastjörnuna ástsælu, Pelé. Pelé tók árið 1975 boði NYC um 4.5 milljón dollara, fyrir að leika í þrjú ár í amerísku deildinni NASL, sem ef ég man rétt, var nýstofnuð eða verið að stofna á þeim tíma.
Vera Pelé á þessum völlum, og í þessari deild, svo ekki sé talað um umfjöllunina um laun og kvennamál hans í pressunni, gerðu fótbolta strax að afar vinsælli íþrótt í bandaríkjunum. Vandamálið var kannski að svo snögglega sópaði deildin að sér mörgum stjörnum, flestar þeirra á samning hjá NYC, að það var eins og deildin hafi orðið hálf fáránleg -- miðlungs áhugamanna leikmenn annars vegar, og svo óstjórnlega færar stórstjörnur hinsvegar. Þetta setti óþarflega mikla pressu á alla.
Í dag er sagan kannski önnur, bandaríkjamenn hafa frá því í kringum 1994 þegar heimsmeistarakeppnin var þar haldin, byggt upp fótbolta þar í landi, sér í lagi kannski frá '96 með nýrri deild MLS (Major League Soccer), sem er með strangari reglum um hálaunaða leikmenn (hvert lið má hafa einn leikmann sem fer yfir launaþak), og miðað við gengi bandaríska landsliðsins undanfarin ár, þá er greinileg gróska í þessum málum -- þó svo almennur áhugi á íþróttinni sé auðvitað margfalt minni í bandaríkjunum en evrópu.
David Beckham er auðvitað stórstjarna af þeim kalíber að allir sem búa í áhrifasvæði amerísku stórfyrirtækjanna hafa séð andlitið á honum klesst uppá vegg með stórri kúlu, sem er blá, hvít og rauð (pepsi). Ætli honum takist að blása enn meira lífi í þessa íþrótt vestanhafs? Eða ætli þetta valdi eins og hjá Pelé, tímabundið auknum áhuga, sem mögulega endar með ósköpum? Báðir þessir menn gera samninga seint á ferli sínum, við fjársterk bandarísk lið, frá tveimur þekktustu borgunum þar í landi, annað nefnt alheimurinn (eða alheimarnir vildu þeir kannski meina) og hitt stjörnuþokan! Það er aðeins of margt líkt þarna til að bera þetta ekki saman!
Ég get ekki sagt til um það, en það er amk ljóst að samningurinn sem gerði Pelé að hæst launaða íþróttamanni allra tíma bliknar í samanburði við þann sem Beckham hefur nýlega gert við LA Galaxy, sem er kannski frekar súrt, því ég held að Pelé hafi nú verið betri, og skemmtilegri.
Nú er kannski bara eitt að gera, og það er að bíða og sjá hvað sé langt þar til hin tólf liðin í amerísku deildinni fá sér leikmann hvert, sem fer yfir launaþakið
Beckham leitaði ráða hjá Tom Cruise | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 02:39
Leiðinlegt mál
Hvernig dettur þeim í hug að ráða ekki hæfustu manneskjuna til starfsins!?
Konan var hæfari, ekki satt?
Háskóli Íslands braut jafnréttislög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2006 | 13:13
rofl
Leggur til að auðugir útlendingar fái að mölva styttur Ásmundar Sveinssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 00:06
Hárrétt, en gömul tugga
Þetta er víst bláköld staðreynd í þessari vetnisumræðu -- reyndar er þetta einmitt ástæðan fyrir því að vetnisbifreiðar eru ekki orðnar útbreiddari en raun ber vitn -- það er svo erfitt að geyma vetni í nægjanlegu magni.
Mér finnst áhugavert að þetta teljist frétt, þar sem þetta hefur verið hindrun í vegi vetnisbíla ja, síðan hugmyndin að þeim kviknaði. Einnig finnst mér áhugavert að ekki er minnst á þær vonir sem menn binda við aðrar leiðir til að geyma vetnið en þjöppun, sér í lagi aðferðir sem byggja á að binda vetnið við ýmsa málma (Lithium hefur mikið verið rætt í þessum skilningi) svo vetnið komist fyrir í minna rými. Vandræðin við flestar þessar aðferðir er að sjálfsögðu kostnaður, en gerð "metal hydrite" tanks sem notar Lithium væri líklega ekki minna en 40 sinnum dýrari en gerð hefðbundins eldsneytis tanks.
Margar aðrar leiðir en "metal hydrite" koma til greina að sjálfsögðu, m.a. birtu danskir vísindamenn aðferð til að binda vetni með ammóníaki í einskonar salt, sem ku vera auðvelt að leysa vetnið úr aftur -- ódýr, þægileg leið? Það er aldrei að vita.
Annars finnst mér metan aðferðin í raun og veru mjög sniðug, þar eð, litlar breytingar þarf á núverandi vélum til að nota það skilst mér, hinsvegar er mér spurn ef þetta er sniðug leið til að endurnýta koltvísýring sem sé mengunarvaldur, er hann ekki alveg jafn mengandi þegar hann kemur úr metan bílum, eða hvaða efnasambönd verða annars til við bruna metans? Vonandi ekki vatn og koltvísýringur ;-)
Hreint vetni ekki fýsilegur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)