9.6.2007 | 18:03
Mennt er máttur!
Ég er hjartanlega sammála Þorsteini Gunnarssyni rektor.
Ég velti því fyrir mér hvað við þurfum margar stíflur, og mörg álver, til að öll þjóðin verði okkur sammála.
Brýnt að skapa háskólum fjárhagsleg skilyrði til vaxtar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 21:45
Gervi kapítalisminn dreginn í dagsljósið enn og aftur
Ég er ekki sérfræðingur í heimsspeki kapítalismans, en mér skilst mjög oft á þeim sem aðhyllast þessa hugmyndafræði að hjarta hennar sé frjáls samkeppni og markaður. Bandaríkin eiga víst að vera skínandi dæmi um hvað kapítalisminn er frábær -- fyrirtæki keppast um hylli neytenda, og verða að gera vel til að græða, og neytandinn græðir (vonandi) á þessari keppni. Þessi keppni er það sem "tryggir" hag almennings -- fyrirtæki sem gerir vel við fólk kemst af, það sem gerir illa, kemst ekki af. Þetta flokkast líklega undir eitt mikilvægasta markaðslögmálið.
Eini vandinn er sýnist mér að þegar miklir peningar eru í spilinu, þá breytast aðstæður -- stór fyrirtæki finna allskyns leiðir til að komast hjá þessari bölvuðu samkeppni og öllu því veseni sem fylgir að gera vel við neytendur, því þannig græða þau meira!
Þessi fyrrnefndi "eini vandi" endurspeglast sérstaklega vel í því hvernig Bandarísk stjórnvöld virðast einungis slapplega uppstrengdur leiksoppur þeirra sem eiga peningana. Núna mun það kannski ekki bitna "beinlínis" á neytendum, heldur smærri samkeppnisaðilum, sem geta ekki keypt sér eins og nokkra stjórnmálamenn til að sleppa sér undan samkeppni!
Bandarísk stjórnvöld = drulla
(já, ég veit að ansi mörg stjórnvöld mætti flokka svona..)
Bandarísk stjórnvöld áfrýja úrskurði um prófanir einkaaðila á kúariðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2007 | 13:56
Lalli Johns er stálheiðarlegur í því sem skiptir máli!
Félagi minn sagði mér sögu af kynnum sínum við hann Lalla, en þannig var mál með vexti að Lalli bað hann um sígarettu á förnum vegi, og félagi minn varð auðvitað við þeirri ósk mannsins, og lítið meira um það að segja.
Þar til einhverjum dögum (eða vikum?) síðar, er félagi minn sitjandi á bekk og sér hvar Lalli gengur framhjá haldandi á sjónvarpi eða tölvuskjá, svo hann kallar til hans "Varstu að fá þér sjónvarp Lalli?".
Samkvæmt sögunni leit Lalli á stráksa, og virtist glaður í bragði að hitta hann aftur, lagði frá sér skjáinn, gekk til hans og rétti honum pakka af rauðum marlboro, og sagði "ég skuldaði þér sígarettu var það ekki?".
Ég man ekki hvort það fylgdi sögunni neitt hvað varð af þessum skjá, en það skiptir svo sem ekki máli.
Önnur er sagan þegar hann Varði félagi minn hafði gleymt að læsa bílnum sínum meðan á æfingu fyrir Airwaves sl. stóð, og úr bílnum var stolið bakpoka, sem innihélt utanáliggjandi harðan disk. Á harða disknum voru nokkur tónverk hans Varða og því afskaplega mikill missir að honum.
Varði hringir á lögregluna og tilkynnir þjófnaðinn -- tæpum hálftíma síðar er bakpokinn fundinn, og ekkert vantar. Lalli hafði tekið hann af einhverri stelpukind sem honum fannst greinilegt að hafði stolið honum, og skilaði honum til lögreglunnar. (Ef ég man rétt -- ég man amk að þetta kvöld vorum við Varði báðir í þeim hugleiðingum að við skulduðum honum Lalla eins og einn bjór fyrir góðverkið!).
Ég hef ekki einu sinni séð myndina sem var gerð um hann, en af þessum kynnum get ég ekki annað sagt en þessi maður sé vænsta sál, og myndi aldrei gera aumum illt!
Öryrkjabandalagið kærir auglýsingar með Lalla Johns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2007 | 09:07
Stór orð, lítið innihald
Fyrir nokkrum vikum gerði ég uppgötvun.
Uppgötvun mín fólst í því að ég gerði mér grein fyrir að ást mín á einfeldni er ekki eins takmörkuð og ég hélt, ég komst nefnilega að því að verkefni mitt í lífinu væri ekki að vera riddari réttlætisins (eins og svo margir halda sitt hlutverk vera), heldur kannski frekar einherja einfeldninnar (ég varð að stuðla þetta líka!).
Einfeldnin er svo vanmetin -- Um hvað snýst það að leysa vandamál? Til að svara þessari spurningu þarf maður að skilgreina hvað sé vandamál. Ef ég ætti að gera fljótfærnislega tilraun til þess myndi ég segja að vandamál sé ástand sem skapast þegar einn eða fleiri aðilar hafa markmið sem engin skýr leið eða sátt ríkir um hvernig á að ná.
Yfirleitt þegar vandamál hinsvegar eru brotin niður í frumeindir sínar, sem eru yfirleitt einfaldari viðureignar en heildin, virðast þau oft hverfa eins og dögg fyrir sólu! Einfeldni er aðlaðandi, náttúran verðlaunar hana, m.a.s. í tónlist er það oftast eitthvað einfalt sem grípur mann. Í forritun og að ég myndi telja allri verkefnaþróun í praxís er einfeldni það sem "makes or breaks", svo ég sletti nú aðeins meira.
Ég hangi í þessum hugleiðingum því undanfarnar 20 klukkustundir eða svo hef ég legið yfir skýrslum Evrópusambandsins um TEL (Technology-Enhanced Learning) verkefni sem fengu fjármögnun skv. sjöttu rammaáætlun EC til styrktar rannsóknar og þróunar þvert yfir evrópu. Í þessum skýrslum, sem ættu að lýsa einföldum, skýrum skrefum til framþróunar -- litlar, viðráðanlegar einingar? -- er álíka auðvelt að finna einfalda, raunsæja verkefnislýsingu og fljúgandi mörgæs.
Eftirfarandi orð eru hér með á bannlista;
- innovative
- significant
- competency
- extensible
- advanced
- intelligent
Ég gæti haldið áfram, en ég held það væri best að taka einfaldlega nokkur dæmi;
"an innovative technology-enhanced learning approach based on the dynamic modeling of individual behaviours in different organisational contexts and situations, taking into consideration the specificities of individuals, of their relationship and social networks (both formal and informal), and cultural factors".
Hver sem er einhverju nær því hvað stendur til að gera eftir að lesa þessa setningu fær bjór frá mér næst þegar ég er á Íslandi (og nei, það er ekkert rétt svar).
Ég viðurkenni nú alveg að ég er alls ekki saklaus hvað þetta varðar, þar sem ég lifi á tveimur svona "Evrópuverkefnum", annars vegar "COVCELL - Cohort-Oriented Virtual Campus for Effective Language Learning", og hinsvegar "iCamp - Innovative, Inclusive, Interactive & Intercultural Learning Campus". Ég hinsvegar tók aðeins þátt í uppruna COVCELL verkefnisins, var ráðinn til hins síðar -- og þrátt fyrir hauga af skjölum, og aðgang að þeim sem skrifuðu umsóknina, þá tók það nokkra mánuði fyrir mig að skilja hvað í andsk#"$ ég átti að gera!?
Hvað var svarið? Jú einfeldni, ég ákvað að eina leiðin til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram í samningnum um iCamp, væri að einbeita mér að litlum einingum sem geta haft mikil áhrif (stærsta tæknilega vandamálið sem iCamp tekst á við er interoperability eða millivirkni kerfa, sem er flókið vandamál, og stærra en svo að við leysum það á næstu 16 mánuðunum).
Ég er víst kominn á smá tangens, þar sem það sem ég ætlaði upprunalega að skrifa var;
"Er heimurinn betri því að það er til fólk sem myndi kalla þetta:
Intelligent socially extensible traffic management system ?"
Jæja, ég á víst eftir að fara yfir 13 kerfi eða svo (og það er bara rammaáætlun 6!).
Eða ætti ég að segja, I've yet to deploy intelligent assessment measures for competency driven data preparation on thirteen distinct knowledge objects.
Einhverjir í Brussel fara til helvítis fyrir að starta þessu trendi..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007 | 16:14
Heyr heyr!
Ég myndi kalla það verðugt framtíðarverkefni t.d. leyniþjónustu að bæla niður svona svívirðilega framgöngu auðvaldsins gegn grandalausum ráðherrum -- eða þá almennum borgurum. Heyr heyr fyrir hinu hlutlausa opinbera sem ber hagsmuni lítilmagnans í brjósti sér!
Ég er þess fullviss um að svona ofsóknir verða ekki látnar líðast í Íslandi framtíðarinnar, Sieg heil!
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2007 | 00:41
Hefur barátta S borið árangur eða eitthvað annað?
Það væri falleg tilhugsun að áróður hægriafla hafi kannski ekki borið árangur?
Hvernig voru nú aftur tölurnar sem hann Hallgrímur Helgason fann varðandi umfjöllun ónefndra dálka Morgunblaðsins um Ingibjörgu Sólrúnu, eða þá sundurleitnina og innanflokks deilurnar allar hjá Samfylkingunni, sem enginn kannast svo við?
Nei, það er líklega til of mikils ætlast að reikna með því að kjósendur hafi séð gegnum áróðurinn -- þetta var líklega "baráttan á lokaskrefunum".
Úff..
Fréttaskýring: Samfylking kemur á óvart Framsókn í sögulegu lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 13:16
Afhverju ekki?
Við borgum jú tvöfalt meira fyrir eiginlega allt annað (nema kannski gott vatn?).
Samkeppnin á fjarskiptamarkaði ætti eftir alltsaman að tryggja okkur hagstæð skilyrði í þessu sem og öðru, er það ekki? Greinilegt bara að íslenskar aðstæður bjóða ekki uppá betri kjör.
Einnig má benda á það að það er líklega svipað erfitt að setja upp símakosningakerfi fyrir 300.000 manns, og fyrir 30.000.000 manns, þ.e. mælt í greindarkerfisvinnu fyrir símfyrirtækin hér, svo þrátt fyrir að verðið sé lægra úti eru fyrirtækin þar að græða margfalt meira.
Ef 30.000 manns greiða eitt atkvæði hver á Íslandi, kostar það neytendur þá 99.99*30.000, eða í kringum 2.999.700 krónur, þar af fær símfyrirtækið kannski helminginn, eða 1.204.698 utan VSK. Miðað við verðlag á Íslandi þá er þetta bara brot af kostnaði við að hafa starfsmann með nauðsynlega menntun fyrir þetta starf, hvað þá þegar kostnaður við að mennta starfsmanninn er tekinn með í reikninginn.
Eftir þessar bollaleggingar velti ég því bara fyrir mér afhverju þetta kostar ekki meira?!
Íslendingar greiða hátt verð fyrir Evróvisjónatkvæðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 19:42
Við erum alveg frábær... má ég slíta ykkur?
Aldraðir og öryrkjar
Háskóli Íslands
Umhverfið
Menntamál
Írak
Pólitískar ofsóknir
Kvótakóngar
Verðbólga
Misrétti
VIÐ ERUM ALVEG FRÁBÆR MÁ ÉG SLÍT'YKKUR!?!
25.4.2007 | 19:08
Æj hann er samt óttaleg mús
Hann Hugh Grant er bara svona klassískur stamandi breti sem stundum missir sig.
Ef þessi ljósmyndararæfill hefði bara stoppað og beðið hann að róa sig niður, hefði hann án efa sagt "Oh yes I'm terribly sorry, I don't know what got into me, do you want me to get your clothes dry cleaned for you?".
Kannski hefði líka verið gott plan hjá ljósmyndaranum að velja sér ekki atvinnu sem snýst um að brjóta friðhelgi einkalífs fólks, það hefði verið góð byrjun kannski..
Hvað næst?
Dyravörður á ónefndnum skemmtistað á Íslandi ætlar að kæra alla sem voru í röðinni sl. föstudagskvöld fyrir dónaskap og meiðyrði.
Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 09:21
Garðbæjingar geta verið stoltir :-)
Ég hef að vísu ekki notað þennan vef, enda aldrei verið búsettur í Garðabæ, en það er hrósvert að notfæra upplýsingatæknina til að auðvelda borgurum að taka þátt í bæjarmálefnum, og aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu, sem getur nú verið ærið flókið fyrstu árin (ég veit ekki hversu oft ég hef fengið einhver bréf frá Reykjavíkurborg um eitthvað sem mig hafði aldrei órað fyrir að ég þyrfti að hugsa útí, kynningar á skipulagsbreytingum sem ég þurfi að mæta í ráðhúsið á vissum dögum til að kynna mér t.d., eða einhver gjöld sem maður veit ekkert afhverju eru ekki inní útsvari t.d.?).
Önnur sveitarfélög á Íslandi mega örugglega taka Garðabæ sér til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Sem starfandi forritari get ég fullyrt að það á ekki að vera óyfirstíganlegt fyrir flest sveitarfélög Íslands að setja upp vef af þessu tagi, og jafnvel gætu nokkur þeirra skotið saman í að borga fyrir að frjálst (free software) kerfi af þessu tagi yrði gert sem væri hægt að aðlaga og nota í öllum sveitarfélögum landsins með litlum tilkostnaði :-)
Garðabæjarvefur slær í gegn í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)