Færsluflokkur: Bloggar

Þekking stjórnmálamanna á upplýsingatækni?

Samfélagið hefur breyst mjög hratt, og kannski sérstaklega síðustu 10 ár. Nýverið voru einmitt 10 ár síðan ég "varð háður" internetinu, þeim óendanlegu möguleikum í upplýsingaöflun og samskiptum sem það opnaði mér aðgengi að. Ég er forritari, með sérstaklega mikla reynslu af þróun fyrir netið, og mjög sterkar skoðanir á því hvernig þarf að viðhalda því frelsi sem tölvur og internetið geta veitt fólki.

Í gegnum árin hef ég rekið mig á ýmislegt áhugavert í tengslum við stjórnmál og upplýsingatækni. Allt frá því þegar ég skrifaði "skuldateljarann" fyrir framboð sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur árið 2002, í skiptum fyrir kassa af bjór ef ég man rétt, fram til þess þegar ég gat ekki sett inn comment á færslu á vefsíðu Róberts Marshall, því skv. síðunni svaraði ég ekki "öryggisspurningunni", sem snýst um að reikna eitthvað -- og annaðhvort hefur grunnskólinn brugðist mér og 13+4 er ekki 17, og 0+56 er ekki 56, eða þá síðan styður ekki vafrann Safari, sem ég nota, eins og margir, á Apple PowerBook vélinni minni.

Nú er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að stjórnmálamenn séu sérfræðingar í öllu, og upplýsingatækni er auðvitað frekar esóterískt svið þekkingar, sem nýtist kannski ekki í stjórnsýslu almennt? Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum gjörsamlega furðað mig á vanefnum stjórnmálaflokkanna sem ég hef hallast frekar til, til að vega og meta kosti og galla hugbúnaðar, eða hugbúnaðarstefna.

Ath. nú mun færslan mín taka skarpa beygju í átt að umræðunni um frjálsan hugbúnað, en fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira um hann mæli ég með vefsíðu RGLUG, fyrirtækis míns, ODG ehf, eða hins nýstofnaða fyrirtækis 1984, sem ég er mjög ánægður með :-)

Til dæmis má nefna að vefsíðurnar www.xs.is og www.vg.is, eru báðar keyrandi á Microsoft IIS vefþjóni, notandi líklega eingöngu lokaðan, ófrjálsan (fjötraðan?) hugbúnað, sem krefst árlegra leyfisgjalda, osfrv. Á meðan að t.d. vefsíða SUS, www.sus.is, keyrir á frjálsum hugbúnaði (Linux, Apache..).

En þetta eru kannski smáatriði. Smávægilegar, en forvitnilegar, upplýsingatæknilegar staðreyndir sem virðast stinga örlítið í stúf við stefnu a.m.k. vinstriflokkana -- en smáatriði engu að síður.

Meira máli skiptir kannski þegar stjórnvöld taka ákvarðanir fyrir þegna sína, í tengslum við upplýsingatækni, sem hafa afdrifaríkar fjárhagslegar afleiðingar fyrir alla sem að máli koma. Til dæmis með því að ákveða að nota lokuð og ófrjáls snið fyrir gögn í opinberum tilgangi (t.d. ef fólk þarf að skila opinberum gögnum á "doc" eða "xls" sniðum -- sem eru lokuð snið í eigu Microsoft).

Eitt versta dæmið sem ég man eftir, þar sem þekkingarskortur stjórnvalda á upplýsingatækni á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar, er þegar Reykjavíkurborg gerði samning við ameríska fyrirtækið Blackboard, um kennslukerfi fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Samstarfsmaður minn, Sigurður Fjalar fjallar vel um málið á vefsíðu sinni -- og kallar m.a. þessa ákvörðun "mestu vonbrigði ársins á innlendum vettvangi".

Ég vil nú geta þess að ég hef auðvitað hagsmuna að gæta í þessum efnum, en fyrirtækið mitt ODG ehf, sérhæfir sig m.a. í Moodle uppsetningum.

Hinsvegar finnst mér samt afskaplega áhugavert hvernig staðið var að þessu vali -- en skv. svörum Sigþórs Arnars Guðmundssonar, þá voru í raun bara kerfin "WebCD" (ég reikna með að átt sé við WebCT, sem er nú í eigu Blackboard Inc.) og Blackboard -- engin frjáls kerfi komu til greina, og engin almennileg svör hafa borist frá Reykjavíkurborg.

Þetta var kannski dálítið víð og breið færsla hjá mér, en spurningin sem vaknar óneitanlega er hvenær þekking stjórnmálamanna á upplýsingatækni fer að vega nógu þungt til að svona ákvarðanir verði ekki teknar án útskýringa og raka? Sjálfum finnst mér þessi vanþekking sem virðist vera algeng í dag skiptast milli þess að vera skondin, þreytandi, sorgleg og hreint út sagt ergjandi.

Framfarir, pirringur og innantómt blaður

Nú kem ég heim til Íslands á morgun eftir mánuð hér í útlandinu. Margt áhugavert á daga mína drifið svo sem, þar á meðal hef ég komist að því hvað það þýðir að vera "úgglendingur" -- Ég tala ekki þýsku, og xenofóbísk hægristefna er sterkari hér í Austurríki en gerist og gengur í Evrópu.

Sérstaklega hef ég fengið að kenna á úgglendi mínu í samskiptum við símafyrirtækið A1, sem er í eigu Vodafone. Hjálparlínan hefur verið sérstaklega hjálpleg, t.a.m. skellt á mig þegar ég spyr hvort viðkomandi tali ensku (eftir að hafa sérstaklega valið að fá samband við enskumælandi fulltrúa), eða gengið svo langt á að æpa á mig að ég eigi einfaldlega að fara í búðina þar sem ég keypti áskriftina mína og tala við fólkið þar. Ég vona að fólk á Íslandi sem talar ekki íslensku þurfi ekki að sæta svona meðferð.

Varðandi framfarir, þá er ég enn að reyna að finna mér herbergi til að búa í svona fyrst um sinn, og gengur ekki mjög vel, hverjar ástæðurnar gætu verið hingað til er ég ekki alveg viss, en ég veit að mér var neitað a.m.k. einu sinni því ég tala ekki þýsku, og í hin skiptin reikna ég með að eitthvað svipað óöryggi hafi verið uppá teningnum. Hinsvegar er ég vongóður um að finna herbergi í seinnihluta þessa mánaðar, en ég skoðaði eitt í gær sem var á góðu verði í frábærri íbúð (og mér sýndist íbúum líka mjög vel við mig), einnig fer ég og skoða annað núna á eftir.

Ég gerði mér ferð í síðustu viku til að skoða líkamsræktarstöð, og var það frekar niðurdrepandi upplifun, þar sem í fyrsta lagi var svo ógeðslega mikið af mönnum (ég nota orðið lauslega) að lyfta (nota orðið lauslega), og virtust flestir klipptir útúr Abercrombie & Fitch bæklingi, eða með öðrum orðum, ræfilslegir, heltanaðir metróar. Ég sakna satt best að segja gömlu góðu daganna í Gym 80, þar sem hlaupabrettin voru lúin, járnið ryðgað, en almennur andi stöðvarinnar margtumfalt betri en greinilega gengur og gerist. Þangað fóru menn til að ýta sér útá ystu nöf, etja kappi við þyngdaraflið og frumefnin, og maður naut þess heiðurs að í kringum mann voru margir kappar í heimsflokki, þar af heimsmeistarar og methafar, og enginn yfir það hafinn að rétta byrjanda eins og mér hjálparhönd.

Smá sólarglætu má þó nema í ástandi mínu hér, en ég er búinn að finna fjölmarga staði þar sem ég get stundað badminton, íþrótt sem mér hefur ávallt þótt skemmtileg, og virkar sem ágætis mótvægi við lyftingarnar, en snerpa og úthald skipta öllu máli í badminton. Einnig er mikið um tennis hér -- íþrótt sem ég hef oft íhugað að prófa, en aldrei gert... fyrr en í gær!

Ég er ömurlegur í tennis. Ég hélt þetta væri eitthvað svipað og badminton, en í fyrsta lagi er talsvert flóknara að meta feril boltans, þar sem hann ferðast yfirleitt hraðar og skoppar einnig og breytir um feril, í öðru lagi þá ef maður ætlar að þrykkja honum yfir á hinn völlinn eins og maður sér í sjónvarpinu, þá þeytist hann yfirleitt eitthvert útí geim, ef möguleiki er. Meirihluta tímans í gær var eytt í uppgjafir, og undir lokin ákváðum við að reyna bara að láta þetta ganga, rólega, svona til að æfa sig í að slá boltann án þess að hann fari til næsta sólkerfis.

Ég get hinsvegar ekki sagt annað en að mig hlakki mikið til að koma til Íslands, mörg mál þar sem frá þarf að ganga, og svo sakna ég auðvitað hennar Hildar meira en orð fá lýst. Þegar ég kem heim á morgun verður sléttur mánuður, skv. dagsetningum, frá því ég fór frá Íslandi, og sagði skilið við lífið eins og það var (og það var ansi gott, sýnist mér í baksýnisspeglinum). 


Hahah.. hún hefur ekkert annað fram að færa?

Ég gerðist svo frægur um daginn að elta link á eitt af þessum "sex videos" sem hafa "lekið" á internetið af Paris Hilton. Ég hef sjaldan barið augum leiðinlegri, óáhugaverðari manneskju, og leiðinn og áhugaleysið leiddi beint útí kynlífið. Satt best að segja þá nennti ég ekki einu sinni að horfa á þetta allt. Áhugavert nokk, þá voru flest allir á spjallborðinu þar sem linknum var póstað sammála um þetta!

Ég hef séð brot úr öðru slíku myndbandi með henni, og þar var eitthvað nightvision dót í gangi, svo hún leit út eins og þvottabjörn (vægast sagt fáránlega fyndið, en kynæsandi var það ekki).

Eftir að sjá þetta, þá er ég orðinn gjörsamlega sannfærður um að hún sé gagngert að notfæra sér (óverðskuldaða) ímynd sína sem kyntákn, til að reyna að auka á frægðarsólina, sérstaklega eftir afskaplega misheppnaða hluti eins og auto-tune pitch correctaða hljómplötu, afleitan leik í einhverjum B-myndum, og "raunveruleika" sjónvarpsþátt. Það er greinilegt að það eina sem virkar fyrir hana til að vekja einhverja athygli er kynlíf, afhverju fer hún ekki bara útí klámmyndaleik?


mbl.is Paris Hilton best í rúminu segir gamall rekkjunautur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli átt sé við Franz Anton Beckenbauer?

Ég hef amk aldrei heyrt um neinn Frank Beckenbauer, en Franz Beckenbauer (der Kaiser) er einn frægasti knattspyrnumaður þjóðverja fyrr og síðar, og átti stóran hlut í því að halda heimsmeistaramótið í þýskalandi síðastliðið sumar.
mbl.is Best að halda HM á Englandi 2018
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beckham pullar Pelé á þetta..

Fyrir rétt rúmum mánuði horfði ég á áhugaverða mynd um fótboltaliðið New York Cosmos, og þar af leiðandi, fótboltastjörnuna ástsælu, Pelé. Pelé tók árið 1975 boði NYC um 4.5 milljón dollara, fyrir að leika í þrjú ár í amerísku deildinni NASL, sem ef ég man rétt, var nýstofnuð eða verið að stofna á þeim tíma.

Vera Pelé á þessum völlum, og í þessari deild, svo ekki sé talað um umfjöllunina um laun og kvennamál hans í pressunni, gerðu fótbolta strax að afar vinsælli íþrótt í bandaríkjunum. Vandamálið var kannski að svo snögglega sópaði deildin að sér mörgum stjörnum, flestar þeirra á samning hjá NYC, að það var eins og deildin hafi orðið hálf fáránleg -- miðlungs áhugamanna leikmenn annars vegar, og svo óstjórnlega færar stórstjörnur hinsvegar. Þetta setti óþarflega mikla pressu á alla.

Í dag er sagan kannski önnur, bandaríkjamenn hafa frá því í kringum 1994 þegar heimsmeistarakeppnin var þar haldin, byggt upp fótbolta þar í landi, sér í lagi kannski frá '96 með nýrri deild MLS (Major League Soccer), sem er með strangari reglum um hálaunaða leikmenn (hvert lið má hafa einn leikmann sem fer yfir launaþak), og miðað við gengi bandaríska landsliðsins undanfarin ár, þá er greinileg gróska í þessum málum -- þó svo almennur áhugi á íþróttinni sé auðvitað margfalt minni í bandaríkjunum en evrópu.

David Beckham er auðvitað stórstjarna af þeim kalíber að allir sem búa í áhrifasvæði amerísku stórfyrirtækjanna hafa séð andlitið á honum klesst uppá vegg með stórri kúlu, sem er blá, hvít og rauð (pepsi). Ætli honum takist að blása enn meira lífi í þessa íþrótt vestanhafs? Eða ætli þetta valdi eins og hjá Pelé, tímabundið auknum áhuga, sem mögulega endar með ósköpum? Báðir þessir menn gera samninga seint á ferli sínum, við fjársterk bandarísk lið, frá tveimur þekktustu borgunum þar í landi, annað nefnt alheimurinn (eða alheimarnir vildu þeir kannski meina) og hitt stjörnuþokan! Það er aðeins of margt líkt þarna til að bera þetta ekki saman!

Ég get ekki sagt til um það, en það er amk ljóst að samningurinn sem gerði Pelé að hæst launaða íþróttamanni allra tíma bliknar í samanburði við þann sem Beckham hefur nýlega gert við LA Galaxy, sem er kannski frekar súrt, því ég held að Pelé hafi nú verið betri, og skemmtilegri. 

Nú er kannski bara eitt að gera, og það er að bíða og sjá hvað sé langt þar til hin tólf liðin í amerísku deildinni fá sér leikmann hvert, sem fer yfir launaþakið


mbl.is Beckham leitaði ráða hjá Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegt mál

Hvernig dettur þeim í hug að ráða ekki hæfustu manneskjuna til starfsins!?

Konan var hæfari, ekki satt?


mbl.is Háskóli Íslands braut jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rofl

Mér er sama hvað fólk segir (rétt/rangt/útúrsnúningur), þetta er drepfyndin frétt ;-)

mbl.is Leggur til að auðugir útlendingar fái að mölva styttur Ásmundar Sveinssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt, en gömul tugga

Þetta er víst bláköld staðreynd í þessari vetnisumræðu -- reyndar er þetta einmitt ástæðan fyrir því að vetnisbifreiðar eru ekki orðnar útbreiddari en raun ber vitn -- það er svo erfitt að geyma vetni í nægjanlegu magni.

Mér finnst áhugavert að þetta teljist frétt, þar sem þetta hefur verið hindrun í vegi vetnisbíla ja, síðan hugmyndin að þeim kviknaði. Einnig finnst mér áhugavert að ekki er minnst á þær vonir sem menn binda við aðrar leiðir til að geyma vetnið en þjöppun, sér í lagi aðferðir sem byggja á að binda vetnið við ýmsa málma (Lithium hefur mikið verið rætt í þessum skilningi) svo vetnið komist fyrir í minna rými. Vandræðin við flestar þessar aðferðir er að sjálfsögðu kostnaður, en gerð "metal hydrite" tanks sem notar Lithium væri líklega ekki minna en 40 sinnum dýrari en gerð hefðbundins eldsneytis tanks.

Margar aðrar leiðir en "metal hydrite" koma til greina að sjálfsögðu, m.a. birtu danskir vísindamenn aðferð til að binda vetni með ammóníaki í einskonar salt, sem ku vera auðvelt að leysa vetnið úr aftur -- ódýr, þægileg leið? Það er aldrei að vita.

Annars finnst mér metan aðferðin í raun og veru mjög sniðug, þar eð, litlar breytingar þarf á núverandi vélum til að nota það skilst mér, hinsvegar er mér spurn ef þetta er sniðug leið til að endurnýta koltvísýring sem sé mengunarvaldur, er hann ekki alveg jafn mengandi þegar hann kemur úr metan bílum, eða hvaða efnasambönd verða annars til við bruna metans? Vonandi ekki vatn og koltvísýringur ;-)


mbl.is Hreint vetni ekki fýsilegur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnin ætlar engan endi að taka

Ég veit ekki betur en að bretar séu einhverjir áhugasömustu veiðimenn sem til eru? Hvað í ósköpunum gerir hvalveiðar grimmilegri heldur en hverja aðra veiði? Afhverju í ósköpunum er í lagi að skjóta dádýr en ekki hval?

Þetta er endalaus farsi. Ef eitthvað er grimmilegt er það kjötiðnaðurinn, þar sem dýr eru framleidd til að drepa þau, og yfirleitt við viðbjóðslegar aðstæður allt sitt líf. Þessir soja latté aumingjar þurfa bara að horfast í augu við að maðurinn er rándýr, og við drepum og étum önnur dýr, gjörsamlega fáránlegt að halda því fram að eitt dráp sé verra en annað.

Þetta eru greinilega viðbrögð fædd af fáfræði og ranghugmyndum -- um eðli mannsins, kvóta íslands, og kjötiðnað heimsins.


mbl.is Bretar botna ekkert í ákvörðun Íslendinga um að hefja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefþróarar víðsvegar um heim fagna?

Lengi höfum við beðið eftir þessum vafra, en gamli Internet Explorer 6 er eitthvað í kringum fimm ára gamall. Lengi hafa flestir sem þróa fyrir vefinn þurft að hárreita sig á meðan draumar um staðlastuðning á borð við firefox, í Internet Explorer, ásóttu þá, og frá Microsoft var grafarþögn varðandi þróun á IE.

Persónulega bind ég miklar vonir við að AJAX applicationir geti núna búið til fleiri en einn instance af httprequest objectnum, en það er hundleiðinlegt að queua upp aðgerðir utan um einn hlut finnst mér, þegar flókin apps eru skrifuð.

Annars fór ég að velta fyrir mér hvort þetta kveiki ekki stærra bál undir Firefox mönnum að klára útgáfu 2.0, sem er í RC3 síðast þegar ég vissi. 


mbl.is Ný útgáfa Internet Explorer vafrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband